Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

125. fundur 06. október 2020 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel A. Ottesen formaður
  • Guðjón Jónasson varaformaður
  • Ása Hólmarsdóttir ritari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnusen embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir ritari
Dagskrá

1.Deiliskipulag-Móar

1908039

Deiliskipulag fyrir Móa í Hvalfjarðarsveit tekur til núverandi bygginga sem er íbúðarhús og tvö gestahús, auk nýrra bygginga sem eru 12 gestahúsa auk tjaldsvæðis, þjónstuhús, geymslu, og gróðurhús.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna samkvæmt 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, m.s.br.

2.Br.DSK-Grundartanga-efnislosunarsvæði

2009044

Deiliskipulagsbreyting fyrir Faxaflóahafnir.
Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi á Vestursvæði á Grundartanga
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Sjóvarnir við norðanverða Melabakka og í Belgsholtsvík

2009027

Erindi frá Salvöru Jónsdóttur.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd þakkar bréfritara fyrir erindið.
Fyrirhugað er að halda fund með fulltrúum frá Vegagerðinni vegna sjóvarnarmála í Hvalfjarðarsveit.

4.Endurnýjuð umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir losun í flæðigryfju Norðuráls

2009031

Norðurál Grundatanga ehf óskar hér með eftir endurnýjun á framkvæmdarleyfi til losunar á efni sem ekki nýtist í framleiðsluferlinu.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdarleyfið.
Nefndin óskar eftir framtíðaráformum landeiganda og fyrirtækja á svæðinu vegna afsetningar á úrgangsefnum sem fer í flæðigryfjur á Grundartanga.

5.Erindi frá Lífland ehf.

2009030

Við óskum því eftir staðfestingu á leyfisveitingu frá Hvalfjarðarsveit vegna fyrirhugaðrar byggingar á nýrri verksmiðju sem framleiðir hveiti, auk stækkunar á korngeymslum félagsins að Klafastaðavegi 3, Grundartanga.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að leita umsagnar hjá Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun vegna málsins fyrir næsta fund nefndarinnar.


ÁH tók ekki þátt í afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

6.Umsókn um framkvæmdarleyfi á skógrækt í landi Kúludalsár.

2009006

Tilkynning um skógrækt/ósk um framkvæmdarleyfi.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna framkvæmdarleyfið með vísan í 44. gr skipulagslaga 123/2010 fyrir landeigendum innan Kúludalsár, Innra- Hólms, Kirkjubóls og Grafar. Nefndin felur umhverfis - og skipulagsfulltrúa að leita umsagnar hjá Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni fyrir næsta fund nefndarinnar.

7.Narfastaðir L133790 - Niðurrif - Mhl. X

2010009

Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila niðurrif á tilgreindum matshlutum á jörðinni Narfastaðir, L133790.

8.Endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar

2009028

Óskað er eftir umsögn er varðar endurskoðun aðalskipulag Borgarbyggðar, skipulags- og matslýsing.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn við skipulags- og matslýsingu við endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar