Fara í efni

Sveitarstjórn

314. fundur 22. september 2020 kl. 15:00 - 15:36 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel A. Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund. Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2009038 - Ráðning félagsmálastjóra. Málið verður nr. 3 á dagskrá verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

1.Sveitarstjórn - 313.

2009002F

Fundargerðin framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 123.

2009001F

Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 123 Gerð er minniháttar breyting á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar á íbúðarsvæðinu Bjarkási Í2.
    Um er að ræða breytingu á greinagerð bls. 28 en tafla óbreytt.
    Fyrir breytingar í Bjarkarási:
    - Heimilt að reisa einbýlsihús á einni hæð.
    - Þéttleiki íbúðasvæðis er að hámarki 1,1 íbúð á hvern hektara.
    - Gert er ráð fyrir að hámarki 11 íbúðarhúsum á svæðinu.
    Eftir breytingar í Bjarkarási:
    - Heimilt að reisa einbýlishús á einni til tveim hæðum.
    - Þéttleiki íbúðasvæðis er að hámarki 1,1 íbúð á hvern hektara.
    - Gert er ráð fyrir að hámarki 11 íbúðarhúsum á svæðinu.

    Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd telur breytinguna óverulega þar sem lóðir eru stórar og hverfandi hætta á að hækkun bygginga úr einni í tvær hæðir hafi áhrif á aðliggjandi lóðir eða skerði útsýni eða ásýnd svæðisins.

    Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samkvæmt 2. mgr, 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. breytingar á gildandi aðalskipulagi.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir breytingar á gildandi aðalskipulagi, Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020, samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 123 Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008 - 2020 vegna svæðis fyrir verslun og þjónustu að Móum. Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingar á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 "Móar" samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, m.s.br.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir breytingar á gildandi aðalskipulagi, Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 "Móar", samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 123 Deiliskipulagsbreytingin felst í meginatriðum að breyta skipulagsmörkum með hliðsjón af skógræktarsvæðinu og draga úr umfangi íbúðarbyggðar þar. Innan breyttra deiliskipulagsmarka Melahverfis II er fyrirkomulagi lóða og skilmálum um íbúðalóðir breytt.
    Helstu markmið deiliskipulagsins eru:
    - að mæta eftirspurn fyrir nýjar íbúðahúsalóðir í Hvalfjarðarsveit.
    - að fella fyrirhugaða byggð að núverandi byggð í Melahverfi og mynda sterka bæjarheild.
    - að bjóða upp á fjölbreytni í búsetuformi og skapa búsetuskilyrði fyrir breiðan og ólíkan samfélagshóp.

    Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagsbreytingar á Melhverfi II í samhvæmt 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að auglýsa deiliskipulagsbreytingar á Melahverfi II samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 123 Deiliskipulag fyrir Hlíðarbæ var gert árið 2006 og var þá gert ráð fyrir 29 lóðum fyrir utan þær 9 íbúðahúsalóðir sem nú þegar eru byggðar. Aðeins hefur eitt hús verið byggt eftir að deiliskipulagið tók gildi. Hér er því sett fram nýtt deiliskipulag sem fellir eldra skipulag úr gildi. Í nýju deiliskipulagi er svæðið töluvert minna og ekki gert ráð fyrir frekari uppbyggingu á svæðinu.
    Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa samkvæmt 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, m.s.br.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að auglýsa nýtt deiliskipulag Hlíðarbæjar samkvæmt 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 123 Í gildandi deiliskipulagi sem fellur úr gildi við samþykkt nýs deiliskipulags eru nokkrar breytingar sem hafa verið gerðar á því og talin er þörf á að taka saman þær breytingar og gera fyrirhugaðar breytingar í nýju endurskoðuðu skipulagi.
    Tillagan gerir ráð fyrir frekari uppbyggingu á svæðinu með mismunandi húsagerðum til að mæta auknum kröfum varðandi uppbyggingu og stækkun í kringum þéttbýlið í nálægð við Akranes og höfuðborgasvæði. Gert er ráð fyrir allt að 126 íbúðum á 31 lóð.
    Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna samkvæmt 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, m.s.br.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillögu Krosslands samkvæmt 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 123 Fyrir liggur samþykki Umhverfisráðuneytisins og álit Skipulagsstofnunar sem gerir ekki athugasemd við að undanþága verði veitt á grundvelli staðhátta og telur staðsetningu frístundahúss svo nærri lóðarmörkum komi ekki til með að valda ónæði eða takmarki nýtingu nærliggjandi lóða. Í ljósi framangreinds fellst Umhverfisráðuneytið á að veita undanþágu frá ákvæði 5.3.2.12 gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 fyrir byggingu frístundahúss í samræmi við tillögu að deiliskipulagi dags. 7.apríl 2020.
    Nefndin tekur undir ábendingar Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands að fara með gát við framkvæmdir og forðast rask á birkikjarri og skógi og einnig athugasemdir frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.

    Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
    Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir deiliskipulagið sem hefur verið auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 2.8 2009008 Hafnarskógar 36
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 123 Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhöfum á Hafnarskógum 34 og 38, samkvæmt 2 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir aðliggjandi lóðarhöfum á Hafnarskógum 34 og 38 samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 123 Samkvæmt tillögunni er íþróttasvæði við Skógarhverfi breytt í útivistarsvæði. Tjaldsvæði við Garðalund verður útivistarsvæði. Garðalundur er minnkaður og miðast við gömlu skógræktarmörkin. Gert er ráð fyrir nýrri tengingu við Akrafjallsveg (Þjóðveg) norðan Skógarhverfis. Svæðið fyrir verslun og þjónustu (hótelreitur) er fellt út og verður útvistarsvæði. Stígakerfi er lagað að breyttum mörkum Skógarhverfis.
    Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn við breytinar á aðalskipulagi Akraness 2005-2017.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita jákvæða umsögn við breytingar á aðalskipulagi Akraness 2005-2017."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 123 Deiliskipulagið tekur yfir Garðalund, skógræktarsvæði Skógræktarfélags Akraness (Þverkelda og Lækjarbotnar) ásamt skógræktarsvæði í Klapparholti sem liggur að mörkum Skógahverfis. Í skipulaginu er m.a. gerð grein fyrir afmörkun skógræktar og opinna svæða, aðkomu ökutækja, bílstæðum, stígakerfi í tengslum við aðliggjandi svæði s.s. leiksvæðum, matjurtargörðum, núverandi og fyrirhuguðum byggingum. Við gildistöku nýs deiliskipulags verður deiliskipulag Garðalundar frá 2010 fellt úr gildi.
    Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn við deiliskipulagstillögu Garðalundar - Lækjarbotna.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita jákvæða umsögn við deiliskipulagstillögu Garðalundar-Lækjarbotna."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 123 Skipulagið markast af stofnlóð (skólalóð) að Asparskógum 25 til vesturs, raðhúsalóðum við Álfalund, Fjólulund og Akralund til suðurs og óbyggðu svæði (framtíðabyggð) til norðurs. Deiliskipulagstillagan gerir m.a. ráð fyrir svæði fyrir vatnsfarveg sem er liður í ofanvatnslausnum og nýtist sem útivistarsvæði.
    Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn vegna deiliskipulagstillögu Skógarhverfis áfanga 3A.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita jákvæða umsögn vegna deiliskipulagstillögu Skógarhverfis áfanga 3A."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 123 Sérstök búsetuúrræði geta verið heimil innan eftirfarandi landnotkunarsvæða: Íbúðarbyggðar (ÍB),
    Samfélagsþjónustu (S), Verslunar- og þjónustusvæða (VÞ), Miðsvæða (M), Athafnasvæða (AT),
    Hafnarsvæða (H), Iðnaðarsvæða (I), Opinna svæða (sbr. kaflinn Opin svæði til sérstakra nota, bls.211) og Landbúnaðarsvæða (L). Innan íbúðarbyggðar, svæða fyrir samfélagsstofnanir, opinna svæða sem eru skilgreind sem sérstök útivistarsvæði eða íþróttasvæði, er staðsetning búsetuúrræða ávallt háð gerð deiliskipulags. Innan atvinnusvæða (verslunar- og þjónustusvæða,miðsvæða, athafnasvæða, iðnaðarsvæða og hafnarsvæða), landbúnaðarsvæða og opinna svæða sem ekki eru skilgreind sérstaklega í aðalskipulagi, verði mögulegt að setja niður búsetuúrræði án undangenginnar breytingar deiliskipulags, enda byggingar einkum staðsettar innan þegar skilgreinds byggingarreits eða lóðar samkvæmt fyrirliggjandi deiliskipulagi og í samráði við lóðarhafa eða landeiganda.
    Eftirfarandi viðmið skulu vera almennt leiðbeinandi við staðsetningu búsetuúrræða af þessu tagi og mikilvægt að meirihluti þessara skilyrða verði uppfyllt:
    - verði í göngufæri við verslun og þjónustu
    - verði í grennd við almenningssamgöngur
    - verði í nálægð við friðsæl og heilnæm útivistarsvæði
    - verði innan fjölbreyttrar og blandaðrar byggðar, þar sem fjölbreytt þjónusta er í boði
    - verði innan eða í jaðri íbúðarbyggðar

    Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn við breytingar á aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita jákvæða umsögn við breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Ráðning félagsmálastjóra

2009038

Starfsmannamál.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Eins árs tilraunasamstarfssamningi, með 3 mánaða framlengingu, við Akraneskaupstað um félagsþjónustu, barnavernd og málefni fatlaðra lýkur um næstkomandi mánaðarmót. Vel hefur verið staðið að fagþjónustunni skv. samningnum en staðan í dag er hins vegar sú að samtal um áframhaldandi samstarf hefur ekki borið árangur. Hvalfjarðarsveit hefur því ákveðið að ráða, tímabundið til eins árs, Sólveigu Sigurðardóttur í 100% starf félagsmálastjóra. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að ganga frá ráðningunni. Sveitarstjórn þakkar starfsmönnum Akraneskaupstaðar af heilum hug fyrir gott samstarf og samvinnu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Fjárhagsáætlun 2021.

2009009

Fyrstu drög að skatttekjuáætlun 2021.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrstu drög að skatttekjuáætlun 2021."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Persónuverndarmál.

1808016

Persónuverndarstefna ásamt minnisblaði.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða persónuverndarstefnu Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Tillögur um viðauka nr. 10 og 11 við fjárhagsáætlun 2020.

2009032

Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 10 við fjárhagsáætlun ársins sem felur í sér 500þús.kr. aukafjárveitingu á deild 21001, lykil 5948 vegna styrkja til tölvukaupa sveitarstjórnarfulltrúa sbr. bókun sveitarstjórnar frá fundi nr. 300 þann 28. janúar sl. en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé. Sveitarstjórn samþykkir einnig viðauka nr. 11 við fjárhagsáætlun ársins þar sem 700þús.kr. aukafjárveiting er veitt á deild 21085, lykil 5971 til leiðréttingar viðauka nr. 6 og 7 sem báðir voru samþykktir af deildinni óviss útgjöld (21085) en sú samþykkt var 700þús.kr. umfram það fjármagn sem þar var eftir til ráðstöfunar en auknum útgjöldum verður nú mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Haustþing SSV 2020.

2009022

Fundarboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fulltrúar á haustþingi SSV 2020 verði Brynja Þorbjörnsdóttir og Elín Ósk Gunnarsdóttir. Til vara verði Guðjón Jónasson og Marteinn Njálsson."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Tilnefning fulltrúa í starfshóp um stefnumótun og þarfagreiningu úrgangsmála á Vesturlandi.

2009021

Erindi frá Sorpurðun Vesturlands hf.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúi Hvalfjarðarsveitar í starfshóp um stefnumótun og þarfagreiningu úrgangsmála á Vesturlandi verði Daníel Ottesen."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Samgönguáætlun Vesturlands fyrir árin 2017-2029.

2009029

Erindi frá SSV um tilnefningu í vinnuhóp um endurskoðun samgönguáætlunar Vesturlands.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar óskar eftir að eiga fulltrúa í starfshóp vegna vinnu við samgönguáætlun Vesturlands. Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúi Hvalfjarðarsveitar verði Guðjón Jónasson."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Sjóvarnir við norðanverða Melabakka og í Belgsholtsvík.

2009027

Erindi frá Salvöru Jónsdóttur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til USN nefndar, jafnframt felur hún sveitarstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar sem hafa með málaflokkinn að gera til að ræða sjóvarnir í Hvalfjarðarsveit en landbrot og ágangur sjávar er vandamál á þó nokkrum stöðum í sveitarfélaginu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Fjármálaráðstefna 2020.

2009026

Fundarboð.
Fundarboð lagt fram og sveitarstjórnarfulltrúar hvattir til að skrá sig á ráðstefnuna, sem í ljósi aðstæðna í ár, fer fram á netinu.

12.112. og 113. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

2009020

Fundargerðir.
Fundargerðirnar lagðar fram.

13.197. fundargerð Faxaflóahafna sf.

2009033

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:36.

Efni síðunnar