Fara í efni

Sveitarstjórn

284. fundur 15. apríl 2019 kl. 15:37 - 16:14 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Atli Viðar Halldórsson aðalmaður
  • Brynjólfur Sæmundsson 1. varamaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund. Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 1904030 - Aðalfundarboð Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf. Málið verður nr.10 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 1904031 - Áfangastaðafulltrúi sveitarfélagsins og áfangastaðavinna. Málið verður nr.11 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Helga Harðardóttir boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 283

1903004F

Fundargerðin framlögð.

2.Fræðslunefnd - 8

1903006F

Fundargerðin framlögð.

Til máls tók DO.

3.Menningar- og markaðsnefnd - 5

1903005F

Fundargerðin framlögð.

Til máls tók BÞ.

4.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 8

1904001F

Fundargerðin framlögð.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 8 Úthlutun á styrk úr Íþrótta- og æskulýðssjóði Hvalfjarðarsveitar.

    Alls barst ein umsókn í sjóðinn. Umsókn frá Fjólu Lind Guðnadóttur fyrir hönd nemenda í 9.-10. bekk Heiðarskóla var tekin fyrir og hún uppfyllti skilyrði sjóðsins. Umrædd umsókn snýr að náms-, skemmti- og hópeflisferð nemenda í 9.-10. bekk til Brighton.

    Nefndin samþykkir að veita 250.000 kr. styrk til ferðarinnar úr Íþrótta- og æskulýðssjóði Hvalfjarðarsveitar.

    Helga Harðardóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins vegna vanhæfis.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um úthlutun úr Íþrótta- og æskulýðssjóði Hvalfjarðarsveitar, þ.e. 250.000 kr. styrkveitingu til nemenda í 9.-10. bekk Heiðarskóla vegna náms-, skemmti- og hópeflisferðar til Brighton."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.


    Björgvin Helgason og Atli Viðar Halldórsson viku af fundi undir afgreiðslu þessa liðar. Elín Ósk Gunnarsdóttir tók sæti Atla Viðars Halldórssonar undir þessum lið.

5.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 97

1903007F

Fundargerðin framlögð.

Til máls tók DO.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 97
    Framkvæmdaleyfið hefur verið grenndarkynnt samkvæmt skipulagslögum 123/2010 og bárust engar athugasemdir á auglýstum tíma vegna fyrirhuguðu skógræktarlandi á jörðinni Vallarnesi 1. Svæðin þrjú eru tæplega 22 ha stærð. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfið.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um samþykkt framkvæmdaleyfis vegna Vallarnes 1 - skógrækt en framkvæmdaleyfið hefur verið grenndarkynnt skv. skipulagslögum nr. 123/2010 og bárust engar athugasemdir á auglýstum tíma."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 97 Breyting á deiliskipulagi Brekku í Hvalfjarðarsveit sem snýr að stækkun íbúðarhúsalóðar vestan aðkomuvegar ásamt færslu og stækkun byggingarreits. Um er að ræða óverulegar breytingar á deiliskipulagi þar sem hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni né skuggavarp. Breytingin hefur verið grenndarkynnt samkvæmt skipulagslögum 123/2010 aðliggjandi lóðarhöfum og bárust engar athugasemdir á auglýstum tíma. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingarnar á deiliskipulaginu.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um breytingu á deiliskipulagi Brekku en breytingin hefur verið grenndarkynnt skv. skipulagslögum nr. 123/2010 og bárust engar athugasemdir á auglýstum tíma."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 97 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að endurskoða sorphirðusamninginn með það að markmiði að fjölga sorphirðudögum á flokkuðu sorpi í samræmi við fylgigögn frá Íslenska Gámafélaginu. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að endurskoða sorphirðusamninginn með það að markmiði að fjölga sorphirðudögum á flokkuðu sorpi í dreifbýli. Sveitarstjóra og umhverfis-og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram, þannig að breytingin komi til framkvæmda frá og með 1. janúar 2020."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 97
    Í deiliskipulagi frístundarbyggðar Höfn II er sýnd reiðleið á skipulagsuppdrætti sem unnin er af teiknistofunni Jaðar dags, 22. maí 2000. Reiðleið liggur í gegnum frístundarsvæðið eftir „gamall aflagður hringvegur“ og ættu lóðarhöfum að hafa verið kunnugt um reiðleiðina áður en framkvæmdir hófust á frístundarsvæðinu þar sem hún er hluti af deilskipulaginu. Núverandi akvegur frístundasvæðis var lagður ofan á gamla reiðleið í gegnum svæðið.

    Nefndin leggur til að þar sem vinna á endurskoðun aðalskipulagsins er að hefjast eru reiðvegir í sveitarfélaginu er Hafnarskógur hluti af því sem verður skoðað og tekið til endurskoðunar með Vegagerð ríkisins og hagsmunaðilum.

    ÁH vék af fundi undir afgreiðslu þessa máls.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að við endurskoðun aðalskipulagsins verði reiðleiðir/reiðvegir teknir til endurskoðunar í samráði við Vegagerðina og hagsmunaaðila."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Launauppbót almennra starfsmanna.

1409046

Erindi frá VLFA-eingreiðsla.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Ragna Ívarsdóttir vék af fundi undir þessum lið og hennar sæti tók Elín Ósk Gunnarsdóttir.

7.Samkomulag um rekstur Tónlistarskóla Akraness(TOSKA).

1411026

Drög að samkomulagi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa drögunum til umsagnar í Fræðslunefnd Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Fundir sveitarstjórnar í apríl og maí 2019.

1904026

Frestun og niðurfelling funda.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta 285. fundi sveitarstjórnar sem vera á þann 23. apríl nk. til 7. maí nk. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fella niður sveitarstjórnarfund þann 14. maí. Fundir sveitarstjórnar í maímánuði verði þá 7. maí og 28. maí. "
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Ársreikningur Höfða 2018.

1904018

Ársreikningur Höfða 2018 ásamt sundurliðunarbók.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan ársreikning Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis, fyrir árið 2018. "
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Aðalfundarboð Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf.

1904030

Tilnefning fulltrúa.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Björgvin Helgason, oddviti, verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Áfangastaðafulltrúi sveitarfélags og áfangastaðavinna.

1904031

Tilnefning fulltrúa-erindi frá SSV.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að skipulags- og umhverfisfulltrúi sveitarfélagsins verði „áfangastaðafulltrúi“ Hvalfjarðarsveitar. "
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Styrktarsjóður EBÍ 2019.

1903053

Styrktarsjóður EBÍ 2019.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu í Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd og Menningar- og markaðsnefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Beiðni um samstarf Hvalfjarðarsveitar og N4 sjónvarps um Að vestan.

1904019

Erindi frá N4.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu til umsagnar í Menningar- og markaðsnefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Samfellt þjónustukort fyrir allt landið.

1904017

Þjónustukort með upplýsingum um aðgengi landsmanna að almennri þjónustu á vegum stjórnvalda og einkaaðila.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan samstarfssamning við Byggðastofnun um söfnun, vinnslu og skil gagna fyrir þjónustukort (gagnvirkt yfirlitskort fyrir allt landið) og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn og tilnefna starfsmann sveitarfélagsins sem tengilið við verkefnið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

15.Yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við lífskjarasamninga 2019-2022.

1904011

Yfirlýsing frá formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lögð fram.

16.Akstursþjónusta fyrir fatlað fólk 2019.

1904013

Úthlutun framlags 2019.
Lagt fram og vísað til Fjölskyldu- og frístundanefndar en auglýst verður eftir umsóknum síðar á árinu.

17.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana-og fíkniefni (neyslurými), 711. mál.

1903050

Frumvarp til umsagnar.
Lagt fram og vísað til Fjölskyldu- og frístundanefndar.

18.Umsögn um frumvarp til laga um dýrasjúkdóma ofl. (innflutningar búfjárafurða), 766. mál.

1904012

Frumvarp til umsagnar.
Lagt fram.

19.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93-2017, um breytingu á IV. viðauka(Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn), 777. mál.

1904022

Þingsályktun til umsagnar.
Lagt fram og vísað til Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar.

20.Umsögn um frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 801. mál.

1904023

Frumvarp til umsagnar.
Lagt fram og vísað til Fræðslunefndar.

21.Umsögn um frumvarp til laga um lýðskóla, 798. mál.

1904025

Frumvarp til umsagnar.
Lagt fram og vísað til Fræðslunefndar.

22.Umsögn um frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi), 784. mál.

1904027

Frumvarp til umsagnar.
Lagt fram.

23.Umsögn um frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir ofl), 775. mál.

1904029

Frumvarp til umsagnar.
Lagt fram, vísað til Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar.

24.95. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar-og dvalarheimilis.

1904020

Fundargerð.
Lögð fram.

25.179. fundargerð Faxaflóahafna sf.

1904028

Fundargerð.
Lögð fram.

Fundi slitið - kl. 16:14.

Efni síðunnar