Öldungaráð
Dagskrá
Aðalheiður Arnóra Oddsdóttir og Ragnheiður Helgadóttir boðuðu forföll.
1.Fjárhagsáætlun Velferðar- og fræðsludeildar 2026
2509038
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 með áherslu á þá málaflokka sem heyra undir ráðið.
Lagt fram.
Guðmunda Ólafsdóttir kom inn undir þessum lið.
2.Samfélagsmiðstöð í Heiðarborg
2509011
Guðmunda Ólafsdóttir, ráðgjafi kemur inn á fund Öldungaráðs til að fara yfir stefnumótun Heiðarborgar sem samfélagsmiðstöð með það að markmiði að fá fram viðhorf og framtíðarsýn Öldungaráðs varðandi nýtingu húsnæðisins.
Guðmunda Ólafsdóttir ráðgjafi mætti á fund ráðsins og fór yfir vinnu við stefnumótun Heiðarborgar sem samfélagsmiðstöð. Ráðið þakkar Guðmundu kærlega fyrir greinargóða kynningu og uppbyggilegar umræður. Öldungarráðið fór yfir áherslumál sem snúa að málefnum eldra fólks inn í nýja og breytta aðstöðu í Heiðarborg og hugmyndavinnu inn í Samfélagsmiðstöðina Heiðarborg.
3.Önnur mál-Öldungaráð
2305050
Önnur mál rædd.
Umræða á fundi um málefni aldraðara í sveitarfélaginu.
Fundi slitið - kl. 15:30.