Fara í efni

Öldungaráð

5. fundur 07. maí 2025 kl. 14:30 - 16:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Helgi Pétur Ottesen formaður
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir aðalmaður
  • Helga Jóna Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Ragnheiður Helgadóttir aðalmaður
  • Aðalheiður Arnóra Oddsdóttir aðalmaður
  • Hannessína Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Kristín Rafnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Freyja Þöll Smáradóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Freyja Þöll Smáradóttir deildarstjóri Velferðar- og fræðsludeildar
Dagskrá

1.Öldungaráð

2305056

Kjör varaformanns Öldungaráðs Hvalfjarðarsveitar.
Lögð fram tillaga um Aðalheiði Arnóru Oddsdóttur (Allý) sem varaformann ráðsins. Samþykkt samhljóða.

2.Erindisbréf Hvalfjarðarsveitar.

2206005

Kynning á Öldungaráði Hvalfjarðarsveitar ásamt erindisbréfi.
Erindisbréf lagt fram.

3.Reglur Hvalfjarðarsveitar um laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna.

2204048

Uppfærðar reglur voru samþykktar á 413. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 22. janúar 2025.

Breytingin felur í sér að bætt hefur verið inn í reglurnar launum fyrir setu í ráðum/vinnuhópum/stýrihópum og launum fyrir setu í stjórnum.
Lagt fram til kynningar.

4.Samræmdar reglur um stuðningsþjónustuheimastuðning

2411043

Í tengslum við innleiðingu sveitarfélaga á samþættri heimaþjónustu fyrir eldra fólk, undir yfirskriftinni Gott að eldast, kom í ljós mikilvægi þess að samræma reglur sveitarfélaga um stuðningsþjónustu.



Markmið breytinganna er að styrkja þjónustu sveitarfélaga við eldra fólk með það að leiðarljósi að efla sjálfstæði þeirra og ábyrgð á eigin öldrunarferli. Stuðningsþjónustan er ætlað að veita aðstoð við athafnir daglegs lífs fyrir þá sem vegna aðstæðna sinna þurfa slíkan stuðning, auk þess að hvetja til virkni og félagslegrar þátttöku.



Í þessu skyni var stofnaður hópur, skipaður fulltrúum frá verkefnastjórn Gott að eldast, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og stjórnendum úr sveitarfélögum, til að vinna drög að samræmdum reglum.
Lagt fram til kynningar.

5.Þjónustu- og frístundakönnun eldri borgara í Hvalfjarðarsveit

2403044

Kynnt hugmyndavinna að þjónustu- og frístundakönnun eldri borgara í Hvalfjarðarsveit.
Ráðið tekur vel í að farið verði af stað með þjónustu- og frístundakönnun eldri borgara í Hvalfjarðarsveit.

6.Félagsstarf eldri borgara

2401028

Umræður um félagsstarf eldri borgara í Hvalfjarðarsveit.
Umræður um félagsstarf eldri borgara í Hvalfjarðarsveit. Velferðar- og fræðslusdeild vinnur áfram með umræður af fundinum.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Efni síðunnar