Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

7. fundur 08. júlí 2019 kl. 18:00 - 20:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Ásta Marý Stefánsdóttir varaformaður
  • María Ragnarsdóttir ritari
  • Brynja Þorbjörnsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Félagsmála - og frístundafulltrúi
Dagskrá

1.Hvalfjarðardagar 2019

1904042

Fara yfir Hvalfjarðardaga 2019 og velja flottustu ljósmyndina.
Menningar-og markaðsnefnd lýsir yfir ánægju sinni með Hvalfjarðardaga og vill þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn fyrir þeirra framlag. Það er ljóst að þessi tími hentar mjög vel og fyrirkomulag hátíðarhaldanna reyndist vel.

Menningar- og markaðsnefnd valdi sigurvegarann í ljósmyndasamkeppninni þar sem þemað var töfrar Álfholtsskógar. Sigurvegari er Jóhann Kristjánsson fyrir ljósmyndina Miðnætursól í Álfholtsskógi. Í vinning er hnífasett og borvélasett frá Húsasmiðjunni.

Dómnefnd í skreytingarsamkeppninni var skipuð þeim Andreu Ýr Arnarsdóttur, Helgu Jónu Björgvinsdóttur og Sigrúnu Báru Gautadóttur. Þær völdu heimreiðaskreytingu að Kalastöðum sem verðlaunaskreytingu. Skreytingin var af hundi gerðum úr heyrúllu. Í vinning er gjafabréf frá Grandhótel.

Dómnefndin gat ekki gert upp á milli skreytinga að Lækjarmel og Innrimel og því fá báðar göturnar viðurkenningarskjal.

Sigurvegarar í plöntugreiningu eru Laufey María Ingvarsdóttir, Arna Sesarsdóttir og Valgerður Viggósdóttir. Þær hljóta í vinning trjáplöntur frá Skógræktarfélagi Skilmannahrepps.

Sigurvegarar í ratleik eru Þóra Margrét Júlíusdóttir, Þórdís Þórisdóttir, Helga Harðardóttir og Helgi Pétur Ottesen. Þau hljóta í vinning trjáplöntur frá Skógræktarfélagi Skilmannahrepps.

Sigurvegari í hlaupinu um Axlarhring er Ása Hólmarsdóttir og fær hún trjáplöntu í vinning frá Skógræktarfélagi Skilmannahrepps.

2.17. júní -Þjóðhátíðardagurinn

1809004

Fara yfir skipulagið á 17. júní 2019
Menningar- og markaðsnefnd lýsir yfir ánægju sinni með hátíðarhöldin á 17. júní og vill þakka tónlistarfélaginu og kirkjukórnum fyrir gott starf við skipulagningu og umsjón hátíðarhaldanna.

3.Tillaga frá Íbúalistanum um markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit

1905042

Markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit
Menningar- og markaðsnefnd ræddi verkefnið og ákvað næstu skref í undirbúningsvinnu.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Efni síðunnar