Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

4. fundur 14. febrúar 2019 kl. 17:00 - 19:45 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Áskell Þórisson formaður
  • Ásta Marý Stefánsdóttir varaformaður
  • María Ragnarsdóttir ritari
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Félagsmála - og frístundafulltrúi
Dagskrá

1.17. júní -Þjóðhátíðardagurinn

1809004

Skipulag 17. júní
Nefndin ákveður með framhaldið eftir 27. febrúar.

2.Aðgerðaráætlun

1808004

Verkefnalisti nefndarinnar
Nefndin fór yfir aðgerðaráætlun og ákvað að hefja umræðu um merkingu sögustaða með því að fá skipulags- og umhverfisfulltrúa á fund um merkingarmál. Varðandi myndarsöfnun þá var ákveðið að ræða við Ljósmyndasafn Akranes og hugsanlega að fá aðila á fund nefndarinnar.
Það á að hafa samband við Norðurál og athuga hvort hægt sé að fá skemmu til að halda karlakóramót.
ÁM ætlar að ræða við skólastjóra SSD um óperudag í Hallgrímskirkju. Nefndin var sammála um að ef þessi viðburður verður að veruleika þá þurfi Hvalfjarðarsveit að fjármagna auglýsingar svo að aðsókn sé tryggð.

3.Markaðs- og kynningarmál í Hvalfirði.

1902016

Markaðs- og kynningarmál í Hvalfirði.
Nefndirnar ræddu samstarf á sviði menningar, markaðs- og ferðamála.

Fundi slitið - kl. 19:45.

Efni síðunnar