Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

2. fundur 06. september 2018 kl. 15:30 - 18:07 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Áskell Þórisson formaður
  • Ásta Marý Stefánsdóttir varaformaður
  • María Ragnarsdóttir ritari
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Félagsmála - og frístundafulltrúi
Dagskrá

1.Aðgerðaráætlun

1808004

Aðgerðaráætlun Menningar- og markaðsnefndar
Nefndin fór yfir drög að aðgerðaráætlun Menningar- og markaðsnefndar.
Nefndarmenn munu skila inn athugasemdum fyrir helgi en stefnt er á að senda inn fullbúna áætlun í þessum mánuði.

2.Hvalfjarðardagar 2018

1802016

Kynning á Hvalfjarðardögum 2018
Rætt var um Hvalfjarðardaga, hvernig skipulagið var, hvað var vel gert og hvað mætti fara betur. Nefndin ætlar að vera meira í skipulagningu á næsta ári.

Nefndin fór yfir allar myndirnar sem bárust í ljósmyndasamkeppnina og nefndarmenn voru sammála um að velja mynd af uglu sem vinningsmynd. Sólveig Jóna Jóhannesdóttir vinnur ljósmyndasamkeppnina í ár. Nefndin óskar henni til hamingju með vinningsmyndina.

3.17. júní -Þjóðhátíðardagurinn

1809004

17. júní 2018
Nefndin ræddi um 17. júní hátiðarhöldin og ákvað að endurskoða skipulagið.

Fundi slitið - kl. 18:07.

Efni síðunnar