Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

30. fundur 19. apríl 2022 kl. 16:30 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Brynja Þorbjörnsdóttir formaður
  • Anna Kristín Ólafsdóttir aðalmaður
  • Sigrún Vigdís Gylfadóttir aðalmaður
  • Bára Tómasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
María Ragnarsdóttir boðaði forföll.

1.Menningarsjóður Hvalfjarðarsveitar

2203008

Umsóknir 2022.
Tvær umsóknir bárust um styrk í Menningarsjóð Hvalfjarðarsveitar. Kirkjukór Saurbæjarprestakalls hyggur á tónleikahald í haust og biður um styrk vegna þess verkefnis og Foreldrafélag Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar sækir um 300.000 kr. styrk fyrir sumargleði. Menningar- og markaðsnefnd samþykkir að veita kórnum 250.000 kr. styrk og Foreldrafélagi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar 250.000 kr. styrk.

2.Hvalfjarðardagar 2022

2112033

Yfirfara verkefnalistann fyrir Hvalfjarðardaga.
Unnið að skipulagningu Hvalfjarðardaga og farið yfir hvernig staðan er á ýmsum verkefnum sem nefndarmenn hafa tekið að sér.

3.Markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit

1905042

Markaðs- og kynningarmál - að ferðast um Hvalfjarðarsveit.
Farið yfir stöðu á Markaðs- og kynningarátaki í Hvalfjarðarsveit. Myndbandið "Að búa í Hvalfjarðarsveit" hefur nú verið í birtingu á samfélagsmiðlum í rúman mánuð og myndbandið var birt í sjónvarpi í apríl mánuði. Myndbandið "Að ferðast um Hvalfjarðarsveit" verður í birtingu í sjónvarpi og á samfélagsmiðlum í maí mánuði.

4.Merking sögu og merkisstaða

1911013

Staðan á skilti þrjú og fjögur.
Nefndin fór yfir stöðu á skiltum þrjú og fjögur. Afhjúpun á skilti þrjú verður á sumardaginn fyrsta kl. 12:00 á Leirá. Auglýsingastofan mun skila próförk að skilti fjögur þann 25. apríl. Nefndin vonast til að hægt verði að setja niður skilti fjögur fyrir lok kjörtímabils.

5.Afhjúpun skilti við Leirá

2204022

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun afhjúpa söguskiltið á Leirá á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 21. apríl nk. kl. 12:00. Á skiltinu er farið yfir sögu Leirárkirkju, prentsmiðjuna á Leirárgörðum og Beitistöðum og sagt frá Magnúsi Stephensen og Jóni Thoroddsen. Að afhjúpun lokinni mun Ásgeir Kristinsson frá Leirá segja frá sögu staðarins. Kór Saurbæjarprestakalls syngur nokkur lög og boðið verður upp á veitingar sem sóknarnefnd Innra-Hólmskirkju sér um.

Menningar- og markaðsnefnd hvetur sveitunga til að fjölmenna á afhjúpunina. Það eru allir velkomnir.

6.Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og réttur barna til þáttöku og áhrifa.

2201060

Erindi frá Umboðsmanni barna, þar sem öll sveitarfélög eru hvött til að virða rétt barna til þátttöku og áhrifa.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar