Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

28. fundur 07. febrúar 2022 kl. 16:30 - 17:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Brynja Þorbjörnsdóttir formaður
  • María Ragnarsdóttir ritari
  • Anna Kristín Ólafsdóttir aðalmaður
  • Sigrún Vigdís Gylfadóttir aðalmaður
  • Bára Tómasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.17. júní 2022 - þjóðhátíðardagur

2112036

Skipulag á 17. júní 2022.
Kirkjukór Saurbæjarprestakalls og Tónlistarfélag Hvalfjarðarsveitar hafa tekið jákvætt í að sjá um 17. júní hátíðarhöldin 2022.

2.Markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit

1905042

Markaðs- og kynningarmál í sveitarfélaginu.
Nefndin ákvað að auglýsa bæði í sjónvarpi og á samfélagsmiðlum. Stefnt er að því að myndband sem höfðar til fólks í leit að búsetukosti fari í birtingu á næstunni. Áætlað er að myndbandið "Að ferðast um Hvalfjarðarsveit" fari í birtingu eftir miðjan maí.

3.Hvalfjarðardagar 2022

2112033

Skipuleggja viðburðinn.
Unnið að skipulagningu og farið yfir hvað er klárt nú þegar.

4.Merking sögu og merkisstaða

1911013

Fara yfir stöðuna.
Farið yfir stöðu á skilta málum. Skilti 3 ætti að fara upp á næstunni og frum textagerð við skilti 4 er lokið.

5.Menntastefna Hvalfjarðarsveitar - drög

2201038

Drög að Menntastefnu Hvalfjarðarsveitar.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Efni síðunnar