Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

17. fundur 03. september 2020 kl. 10:00 - 11:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Brynja Þorbjörnsdóttir formaður
  • María Ragnarsdóttir ritari
  • Bára Tómasdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit

1905042

Kynningarmyndband um Hvalfjarðarsveit sem búsetukost. Hvalfjarðarsveit-Þar sem lífið er ljúft.
Farið yfir stöðu mála. Í september verða ellefu birtingar á Rúv, á kynningarmyndbandi um búsetukost í Hvalfjarðarsveit - Þar sem lífið er ljúft.

Nefndin hvetur sveitunga til að dreifa kynningarmynböndunum á facebook en hægt er að gera það frá facebook síðu sveitarfélagsins.

Nefndin vill lýsa yfir ánægju með viðtalið við Lindu Björk Pálsdóttur, sveitarstjóra sem sýnt var í þættinum Að vestan á N4.

2.Merking sögu og merkisstaða

1911013

Skiltamál.
Tillaga að texta á fyrsta skiltið sem verður sett upp við Saurbæ er í yfirlestri hjá biskupstofu og fer vonandi í hönnun í þessum mánuði. Vinna við skilti tvö og þrjú er að fara í gang.

3.Markaðs og kynningarmál í Hvalfjarðarsveit

1902016

Ferðaleið um Hvalfjörð-Akranes.
Farið var yfir stöðu mála.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Efni síðunnar