Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

16. fundur 05. júní 2020 kl. 09:00 - 11:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Brynja Þorbjörnsdóttir formaður
  • María Ragnarsdóttir ritari
  • Bára Tómasdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Ásta Marý Stefánsdóttir boðaði forföll.

1.Markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit

1905042

Tillögur að slagorði.
Rætt um undirbúning fyrir tökur á myndböndum. Gert er ráð fyrir að tökur verði seinni partinn í næstu viku.
Fjörutíu tillögur að slagorði bárust frá átta aðilum. Nefndin var sammála um að slagorðið, „Þar sem lífið er ljúft" félli best að sveitarfélaginu og tilganginum með slagorðinu. Nefndin þakkar öllum sem sendu inn tillögur, valið var mjög erfitt þar sem mörg slagorð voru mjög góð en í mörgum tilfellum líktust þau oft slagorðum annarra sveitarfélaga eða félagasamtaka.

2.Merking sögu og merkisstaða

1911013

Ferðaleið um Hvalfjörð og Akranes.
Borist hefur staðfesting á því að Styrktarsjóður EBÍ hafi veitt 600 þúsund kr styrk til verkefnisins. Nefndin þakkar stuðninginn og felur frístunda- og menningarfulltrúa að senda þakkarbréf til sjóðsins.
Farið var yfir næstu skref í vinnu við verkefnið sem m.a. er að vinna texta og láta þýða hann yfir á ensku.
Rætt var um verkefnið Ferðaleið um Hvalfjörð og Akranes.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Efni síðunnar