Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

15. fundur 19. maí 2020 kl. 09:00 - 11:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Brynja Þorbjörnsdóttir formaður
  • María Ragnarsdóttir ritari
  • Bára Tómasdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Ásta Marý Stefánsdóttir boðaði forföll.
Bára Tómasdótttir vék af fundi kl. 10:00.

Formaður óskar eftir að bæta með afbrigðum eftirfarndi máli á dagskrá. Mál nr. 2005007 Tillaga að breytingum á Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 554-2013 ásamt erindisbréfum fastanefnda og starfsreglna ungmennaráðs.
Málið verður nr. 3 á dagskrá verði það samþykkt.
Samþykkt samhljóða.

1.17. júní Þjóðhátíðardagur

2002013

Skipulag 17. júní.
Farið yfir skipulag 17. júní. Nefndin mun annast skipulagningu hátíðarhalda þetta árið og streyma dagskrá sem verður auglýst síðar. Leitað verður eftir samstarfi við sóknarprest.

2.Hvalfjarðardagar 2020

2002012

Skipulag Hvalfjarðardaga 2020.
Menningar- og markaðsnefnd samþykkir að fella niður Hvalfjarðardaga 2020 vegna covid 19. Skoðað verði með haustinu að vera með einstaka viðburði ef aðstæður leyfa.

3.Tillaga að breytingum á Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 554-2013 ásamt erindisbréfum fastanefnda og starfsreglna ungmennaráðs.

2005007

Drög að erindisbréfi Menningar-og markaðsnefndar Hvalfjarðarsveitar.
Menningar- og markaðsnefnd fagnar því að gert sé ráð fyrir fimm nefndarmönnum í stað þriggja.
Nefndin leggur til breytingu á 4. grein þar sem fjallað er um tíðni funda, að í stað þess að nefndin fundi annan hvern mánuð að jafnaði komi að nefndin fundi einu sinni í mánuði að jafnaði. Reynsla sýnir að full þörf er á því að nefndin fundi örar en drög gera ráð fyrir.
Nefndin samþykir fyrir sitt leyti aðrar breytingar á erindisbréfi nefndarinnar.

4.Merking sögu og merkisstaða

1911013

Fara yfir verkefnið - Ferðaleið um Hvalfjörð og Akranes.
Farið var yfir stöðuna á verkefninu.

5.Markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit

1905042

Markaðsátak.
Nenfdin fór yfir stöðu verkefnisins og vann lista yfir þau atriði sem nefndin telur að ætti að koma fram í kynningarmyndböndum.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Efni síðunnar