Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

11. fundur 06. febrúar 2018 kl. 17:00 - 19:00

Ása Hólmarsdóttir, Stefán G. Ármannsson og Sæmundur Víglundsson. 

Skúli Þórðarson, sveitarstjóri sat einnig fundinn.

 

Dagskrá:

1.      Heitt vatn – Hitaveita Heiðarskóla.

2.       Heitt vatn Eyri.

3.      Kalt vatn - Umræða.

4.      Önnur mál.
 

Afgreiðslur:

1.      Heitt vatn – Hitaveita Heiðarskóla.

Rætt um heitt vatn í Heiðarskóla m.a. jarðhitavæðið í heild sinni, þörf á viðhaldi borholu, nýtingu sveitarfélagsins og landeigenda á heitu vatni og heimild til nýtingar o.fl. Stefán og Skúli greindu frá viðræðum við Hauk Jóhannesson, jarðfræðing og fulltrúa Orkustofnunar um atriði sem þessu tengjast.

 

2.       Heitt vatn Eyri.

Farið yfir atriði er varða virkjun jarðhita í landi Eyrar. Stefán og Skúli greindu frá viðræðum við fulltrúa Orkustofnunar og Orkusjóðs um mögulega framkvæmd. Veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að ráðist verði í borun eftir heitu vatni í landi Eyrar á árinu 2018 og að gengið verði til samninga við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða um borunina. Jafnframt verði sótt um lán til jarðhitaleitar frá Orkusjóði.

 

3.       Kalt vatn - Umræða.

Rætt um stöðu vatnsmála, neysluvatn í Hlíðarbæ, við Heiðarskóla og víðar.

 

4.       Önnur mál.

Reglur og gjaldskrá fyrir ljósleiðara.
Veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að í gjaldskrá og reglur fyrir ljósleiðara Hvalfjarðarsveitar verði sett ákvæði um að uppsögn notenda á áskrift miðist við næstu mánaðarmót eftir að tilkynning um uppsögn berst skrifstofu.

Fleira ekki gert fundi slitið kl. 18:35

Ása Hólmarsdóttir (sign.)
Stefán G. Ármannsson (sign.)
Sæmundur Víglundsson. (sign.)
Skúli Þórðarson (sign.)

Efni síðunnar