Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

9. fundur 12. desember 2016 kl. 17:00 - 19:00

Stefán Ármannsson, Sæmundur Víglundsson og Ása Hólmardóttir sem ritaði fundargerð.

1. Hitaveitumál 

 

Athugun Kalmann ehf. á þátttöku sumarhúsaeiganda á Eyri / Glammastöðum á að taka inn hitaveitu. Könnun unnin í haust og skilað inn 26. nóvember s.l.  Svarhlutfall í þátttökukönnun  var u.þ.b 65% af byggðum lóðum. Í landi Eyrar eru 30 jákvæðir og 6 í landi Glammastaða sem eru jákvæðir næstu 2 árin.. Nefndin lýsir yfir vonbrigðum með svarhlutfallið miðað við þann áhuga sem sem kom fram á fundi veitunefndar, Kalmans ehf og eigendum sumarhúsa í Eyrarskógi sem haldinn var í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar þann 23. ágúst s.l.

 

 

Nefndin leggur til við sveitarstjórn  að unnin verði gróf kostnaðargreining á lagnakerfi fyrir Eyrarskóg og Glammastaði. Einnig þyrfti að uppreikna eldri kostnaðartölur um lagnakostnað niður í Leirársveit. Formanni falið að láta gera umrædda kostnaðargreiningu.

 

 2 . Ljósleiðari 

 

A. Drög að gjaldskrá  vegna ljósleiðara, vegna notenda annars vegar og fjarskiptafyrirtækja hins vegar, rædd.

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra frá 9. desember  s.l um gjaldskrá ljósleiðaraveitu Hvalfjarðarsveitar.

 

B. Kortagrunnur Hnit.

Raun innmæling ljósleiðara, á nokkrum stöðum,  hefur leitt í ljós  að hann er ekki staðsettur samkvæmt þeim gögnum sem verktaki skilaði inn. 

 

 

 

Fundi slitið kl:   18:50 

 

Efni síðunnar