Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

14. fundur 03. október 2017 kl. 20:00 - 22:00

Björgvin Helgason, Sara Margrét Ólafsdóttir, Sigurður Arnar Sigurðsson, sem ritar fundargerð

1.  Úttektir á lóð Heiðarskóla og Skýjaborgar

 

a.  Farið yfir úttektarskýrslur  BSI á lóðum  Skýjaborgar  og Heiðarskóla. 

Byggingarfulltrúa falið að vinna áfram með málið.

 

2.  Staða viðhaldsáætlunar

a.  Farið yfir stöðu viðhaldsáætlunar. Nefndin leggur til að breytt  verði um 

verklag og gerð verði tímasett verkáætlun í upphafi árs.

 

3.  Viðhaldsáætlun 2018 – 2020

a.  Mannvirkjanefnd leggur til  við sveitastjórna  að peningum til viðhalds á 

fasteignum sveitafélagsins verði varið til:

i.  Heiðarskóla

ii.  Skýjaborg

iii.  Innrimel

iv.  Vatnsveitu

v.  Hitaveitu

vi.  Réttir (Reynisrétt, Núparétt og Svarthamarsrétt)

b.  Mannvirkjanefnd leggur til við sveitastjórn að áður en endanleg tillaga að 

viðhaldsáætlun 2018-2020 verði  lögð fram til samþykktar,  liggi fyrir 

framtíðarsýn sveitastjórnar varðandi  félagsheimilin  Miðgarð, Fannahlíð og 

Hlaðir.

c.  Ákveðið að fara í vettvangsferð með umsjónarmanni fasteigna og 

byggingafulltrúa á næstu dögum.

 

4.  Gatnagerð í Melahverfi. 

a.  Lagt fram yfirlit yfir framkvæmdar – og hönnunarkostnað.

 

5.  Eignir Hvalfjarðarsveitar.

a.  Mannvirkjanefnd óskar eftir  því að fá samantekt á fasteignum 

sveitafélagsins ásamt þeim samningum sem við eiga fyrir næsta fund. 

Byggingafulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

Fundi slitið kl: 23:00 

Efni síðunnar