Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

5. fundur 13. maí 2015 kl. 16:00 - 18:00

Stefán G. Ármannsson formaður, Sæmundur Víglundsson varaformaður og Ása 

Hólmarsdóttir sem ritaði fundargerð.

 

Einnig eru á fundinum Skúli Þórðarson sveitarstjóri, Einar Jónsson aðalbókari sveitarfélagsins og 

Guðmundur Daníelsson eftirlitsmaður vegna ljósleiðaraverkefnis.

1.  Staða ljósleiðaramála. 

 

Formaður fór yfir  stöðu mála í frágangi á ljósleiðaraverkefninu. Einnig var rætt um

viðbrögð við því að nokkrir aðilar sem tengdir eru ljósleiðara hafa ekki greitt umsamið gjald.

Rætt um gjaldskrá fyrir ljósleiðara og ákveðið að skoða gjaldskrár sem  sambærileg 

sveitarfélög styðjast við.

Guðmundur Daníelsson eftirlitsmaður greindi frá lokafrágangi ljósleiðaraverkefnis og þeim 

ábendingum og athugasemdum sem á eftir að ljúka. Rætt var um hvaða atriði muni felast í 

lokaúttekt, kortagrunn fyrir ljósleiðara, verkfundagerðir, undirbúning verkefnisins, óvænt 

mál sem komu upp á framkvæmdatíma og núverandi stöðu mála.  Samkvæmt samningi er 

ábyrgðartími verktaka 1 ár eftir að lokaúttekt fer fram.

Ákveðið að senda út dreifibréf til íbúða og notenda ljósleiðara þar sem kynnt veður 

væntanlega lokaúttekt verkefnis. Íbúar hvattir til að senda inn ábendingar telji þeir frágangi 

ljósleiðara við íbúðarhús eða á landi þeirra ábótavant.

 

Einar Jónsson og Guðmundur Daníelsson yfirgáfu fundinn eftir lok umræðu á þessum 

dagskrárlið.

 

2.  Samningur við Leirárskóga,  Kambshól, Eyri og  Gröf.

 

Rædd lokadrög  að samningum. Formanni og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og 

ganga frá tillögu að samningum.

 

 

Fundi slitið kl: 18:10

Efni síðunnar