Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

1. fundur 20. nóvember 2014 kl. 15:00 - 17:00

Björgvin Helgason

Sigurður Arnar Sigurðsson, sem ritar fundargerð

Sara Margrét Ólafsdóttir

Auk þeirra sat Guðný Elíasdóttir byggingarfulltrúi fundinn.

1.  Kosning stjórnar.

 

Björgvin Helgason formaður

Sara Margrét Ólafsdóttir varaformaður

Sigurður Arnar Sigurðsson ritari

 

2.  Byggingarfulltrúi fór yfir forsögu verkefnisins sem er húsnæðismál leikskólans Skýjaborgar. 

 

Nefndarmenn voru búnir að fá afhent gögn sem unnin voru snemma á þessu ári og snúa að 

stækkun / viðbyggingu á leikskólanum með áherslu á bættu starfsmannarými og bættri 

eldhúsaðstöðu. Um er að ræða fundargerðir frá stýrihóp um húsnæðismál leikskólans og 

teikningar sem stýrihópur lét arkitekt vinna fyrir sig.

 

3.  Gert var athugasemd við það að ekki liggi fyrir ítarleg þarfagreining og mat á þeim kostum 

sem ræddir voru á fundi stýrihóps. Rætt var um hvernig best væri að standa að vinnu 

nefndarinnar og ákveðið að stilla upp mögulegum valkostum og gera ítarlegt mat á kostum 

og ókostum. Einnig er ekki búið að gera greiningu á hagsmunaaðilum verkefnisins. Þeirri 

spurning var velt upp hver hver væri stefna sveitastjórnar varðandi uppbyggingu 

þéttbýliskjarna í sveitafélaginu og hver væri forgangsröðun verkefna sveitarfélagsins.

 

4.  Fjórar leiðir voru ræddar:

 

Nýr leikskóli í Krosslandi

Viðbygging við Skýjaborg

Nýr leikskóli í Melahverfi og sala á eldra húsnæði

Búin yrði til leikskóladeild upp í Heiðarskóla sem myndi þjónusta elstu börnin.

 

5.  Ákveðið að skoða þessa möguleika betur á næsta fundi, gera hagsmunaaðilagreiningu og 

virkja þá til þátttöku. Næsti fundur boðaður innan 2ja vikna.

 

 

Fundi slitið kl: 16.30

Efni síðunnar