Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

56. fundur 05. janúar 2023 kl. 15:30 - 16:45 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson formaður
  • Helga Harðardóttir varaformaður
  • Ómar Örn Kristófersson ritari
  • Róbert Eyvar Ólafsson aðalmaður
  • Salvör Lilja Brandsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigurdórsson embættismaður
  • Arnar Skjaldarson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigurdórsson Verkefnastjóri framkvæmda og eigna
Dagskrá

1.Snjómokstur 2023-2026

2212001

Verðkönnun í snjóhreinsun og hálkueyðingu í Hvalfjarðarsveit.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að Hvalfjarðarsveit og Vegagerðin gangi til samninga við Miðfellsbúið ehf um snjómokstur á öllum svæðum í Hvalfjarðarsveit samkv. fyrirliggjandi gögnum sem verðkönnuninni fylgir.

2.Melahverfi - Opin svæði

2001041

Staða verkefnisins kynnt.
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir verkstöðu opna svæðisins.
Lögð var fram tillaga að plöntuskipulagi í gróðurbeðum.
Verkefnastjóra framkvæmda og eigna er falið að vinna málið áfram.

3.Íþróttahús - undirbúningur framkvæmda.

2001042

Farið yfir stöðu verkefnisins.
Staða verkefnisins kynnt. Verkfræðistofan Mannvit lýkur rýni á hönnunargögnum í viku 2. Hönnuðir fá sínar athugasemdir sendar jafnóðum og þær berast og þurfa að bregðast við og uppfæra sín gögn. Stefnt er að verkið verði boðið út þegar öll gögn hafa verið uppfærð.

4.Samstarfsnefnd slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

2205016

Framlagt samkomulag vegna kaupa á dróna til afnota fyrir Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja fyrirliggjandi samkomulag um kaup á dróna en heildarkostnaðurinn er samtals kr 1.700.000 og gert er ráð fyrir samningsbundinni skiptingu kostnaðarins á milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar vegna búnaðarkaupa slökkviliðsins.

5.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2022.

2201033

Viðhalds- og framkvæmdaáætlun kynnt.
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2022.

Fundi slitið - kl. 16:45.

Efni síðunnar