Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

50. fundur 23. júní 2022 kl. 17:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson
  • Helga Harðardóttir
  • Ómar Örn Kristófersson
  • Róbert Eyvar Ólafsson
  • Salvör Lilja Brandsdóttir
Starfsmenn
  • Hlynur Sigurdórsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigurdórsson Verkefnastjóri framkvæmda og eigna
Dagskrá
Andrea Ýr Arnardóttir oddviti bauð fundarmenn velkomna og sett fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Kosning formanns, varaformanns og ritara.

2206003

Kosning formanns, varaformans og ritara.
a) Formaður
Lögð fram tillaga um Guðjón Jónasson sem formann nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
Nýkjörinn formaður tók við fundarstjórn.
b) Lögð fram tillaga um Helgu Harðardóttur sem varaformann nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
c) Lögð fram tillaga um Ómar Örn Kristófersson sem ritara nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.

2.Ákvörðun um fastan fundartíma.

2206004

Ákvörðun um fastan fundartíma Mannvirkja- og framkvæmdanefndar.
Samþykkt samhljóða að fastur fundartími Mannvirkja- og framkvæmdanefndar verði þriðjudag fyrstu viku hvers mánaðar kl. 15.30.
Samþykkt að aðalfólk sem boðar forföll, boði sjálft varamann í sinn stað.

3.Erindisbréf Mannvirkja- og framkvæmdanefndar.

2206005

Erindisbréf Mannvirkja- og framkvæmdanefndar kynnt.
Erindisbréf nefndarinnar lagt fram.

4.Sveitarfélagaskólinn.

2205035

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lagðar fram upplýsingar um Sveitarfélagaskólann og skráningu í hann, nefndarfólk er hvatt til þess að skrá sig til þátttöku.

5.Brunavarnir í frístundabyggðum og leiðbeiningar vegna húsnæðis slökkvistöðva.

2205055

Erindi frá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun.

Samþykkt var að óska eftir samstarfi við slökkviliðstjóra slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar og sveitarfélagið skili inn umsögn vegna erindisins.

6.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2022.

2201033

Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fer yfir stöðu viðhalds- og framkvæmdaáætlunnar 2022.
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir stöðu helstu framkvæmda.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar