Fara í efni

Fræðslunefnd

12. fundur 19. september 2019 kl. 16:15 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Dagný Hauksdóttir formaður
  • Bára Tómasdóttir varaformaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Helga Jóna Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Andrea Ýr Arnardóttir áheyrnafulltrúi
  • Jónella Sigurjónsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Pétur Sigurjónsson varamaður
Starfsmenn
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
  • Guðmunda Júlía Valdimarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Brynjólfur Sæmundsson boðaði forföll.
Agníeszka Aurelia Korpak mætti sem fulltrúi starfsmanna í leikskóla Skýjaborgar

1.Skólaakstur- Reglur-drög

1810037

Yfirfara reglur um skólaakstur.
Framlögð drög að reglum um skólaakstur fyrir nemendur í Heiðarskóla.

Nefndin samþykkir drögin og leggur til við sveitarstjórn að staðfesta nýjar reglur um skólaakstur fyrir nemendur í Heiðarskóla.

2.Erindi vegna fyrirkomulag skólaaksturs

1908013

Fyrirkomulag skólaaskstur.
Nefndin þakkar fram komnar ábendingar en telur ekki ástæðu til að endurskoða viðmið um vegalengd afleggjara og vísar til samþykktra reglna um heimakstur grunnskólanemenda sem samþykktar voru í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar 8. desember 2015 og jafnframt í ný drög að reglum um skólaakstur sem afgreiddar voru í lið 1. Þar segir að nemendur séu sóttir og þeim skilað í lok skóladags að heimili sínu þar sem afleggjari frá tengivegi er að jafnaði 400 metrar eða lengri. Þó skal heimilt að víkja frá þessari meginreglu t.d vegna landfræðilegra aðstæðna og/eða aðstæðna barna. Slíkt mat er í höndum skólastjóra og sveitarstjóra.

3.Skipurit Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar

1809024

Niðurstaða SVÓT greininga.
Núverandi skipurit var samþykkt af sveitarstjórn þann 7. mars 2017, jafnframt samþykkti sveitarstjórn að árangur skipuritsbreytinganna skyldi endurmetinn að tveimur árum liðnum. Til að meta árangurinn var lögð fyrir SVÓT greining fyrir starfsfólk og foreldrafélag Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar

Niðurstaða SVÓT greiningar gefur til kynna að markmiðum með skipuritsbreytingunni hafi að flestu leyti verið náð. Má þar nefna: Ráðnir hafa verið fagmenntaðir skólastjórnendur á báðar starfsstöðvar, mynduð fjögurra manna skólastjórn. Unnið hefur verið að því styrkja samstarfsflöt stofnanna, skerpa á og samþætta starfslýsingar og skapa heildstætt lærdómssamfélag með samfellu á milli skólastiga. Tekist hefur að fjölga fagmenntuðum leikskólakennurum á leikskólasviði og auka samtal milli skólastiga, einnig er nokkur samnýting starfsfólks á milli skólastiga. Tækifæri er því til að halda áfram styrkjast og þróast á þeim góða grunni sem hefur verið byggður síðustu tvö árin.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að núverandi skipurit verði samþykkt með smávægilegum leiðréttingum og staðfest sem framtíðarskipurit fyrir Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

4.Ráðning leikskólakennara við Skýjaborg

1909024

Ráðning leikskólakennara.
Nefndin staðfestir ákvörðun sína sem samþykkt var á milli funda, um ósk leikskólastjóra um að tímabundið verði aukið við stöðugildi til að ráða til starfa fagmenntaðan leikskólakennara sem sótti um starf við leikskólann. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með að tekist hafi að fjölga fagmenntuðum leikskólakennurum við stofnunina eins og stefnt hefur verið að frá árinu 2016 og að leikskólinn færist nær því markmiði að uppfylla 9. gr. laga nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þar segir að 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla skulu teljast til stöðugilda leikskólakennara. Sveitarfélagið hefur farið fjölbreyttar leiðir til að nálgast markmiðið t.d. með því að veita styrki til náms í leikskólakennarafræðum, gert breytingar á skipuriti leik- og grunnskóla og sett af stað tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja beiðni leikskólastjóra og að gerðir verði viðaukar við fjárhagsáætlun ársins til að mæta auknum útgjöldum.

5.Yfirlit yfir styttingu vinnuvikunnar í Skýjaborg

1805019

Veikindayfirlit- Samanburður.
Lagt fram.

6.Sjálfsmatsskýrsla Heiðarskóla.

1709023

Kynning á sjálfsmatsskýrslu Heiðarskóla.
Lagt fram.

7.Ársskýrsla Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar 2018-2019

1909025

Kynning á ársskýrslu Leik- og grunnskóla.
Lagt fram.

8.Akstursáætlun Heiðarskóla

1909026

Kynning á skólaakstri Heiðarskóla.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar