Fara í efni

Fjölskyldunefnd 2015-2018

46. fundur 14. janúar 2015 kl. 16:30 - 16:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Ása Helgadóttir formaður
  • Helgi Pétur Ottesen varaformaður
  • Jónella Sigurjónsdóttir ritari
  • Margrét Magnúsdóttir aðalmaður
  • Pétur Svanbergsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Arndís Halla Jóhannesdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Sundleikfimi fyrir eldri borgara

1501024

Stefnumótun varðandi sund fyrir eldri borgara
Félagsmálastjóri og formaður fjölskyldunefndar vinna drög að stefnumótun.

2.Akstur hjá starfsfóli heimaþjónustu.

1501025

Stefnumótun varðandi akstur hjá starfsfólki heimaþjónustu.
Félagsmálastjóri og formaður fjölskyldunefndar vinna drög að stefnumótun.

3.Þjónustusamningar-heimaþjónusta eldri borgara.

1501026

Kynna þjónustusamninga vegna heimaþjónustu eldri borgara.
Félagsmálastjóri kynnti þjónustusamning um félagslega heimaþjónustu hjá Hvalfjarðarsveit.

4.Forvarnarstarf

1501027

Kanna þörf á forvarnarstarfi og hvers kyns forvarnarstarf væri hentugt núna fyrir íbúa Hvalfjarðarsveitar.
Umræður, hugmynd kom m.a. um að fá fyrirlestur um slysahættu hjá eldri borgurum. Formaður fjölskyldunefndar hefur samband og verður í samvinnu við formann fræðslu- og skólanefndar.

5.Reglur um fjárhagsaðstoð-félagslega heimaþjónustu-liðveislu.

1501022

Yfirfara reglur um fjárhagsaðstoð.
Yfirfara reglur um félagslega heimaþjónustu.
Ræða um að útbúa reglur um liðvelsu.
Reglur um fjárhagsaðstoð: Lásum yfir reglurnar að 15.grein og gerðum athugasemdir. Ákveðið að halda áfram vinnunni á næsta fundi.
Reglur um félagslega heimaþjónustu: Lásum yfir reglurnar, komum með athugsemdir. Leiðréttingar verða gerðar.
Reglur um liðveislu: Félagsmálastjóra falið að vinna að reglum um liðveislu og leggja fyrir nefndina.

6.Opið hús eldri borgara-fyrirkomulag

1501023

Stefnumótun varðandi opnið hús hjá eldri borgurum.
Félagsmálastjóri og formaður fjölskyldunefndar vinna drög að stefnumótun á fyrirkomulagi á opnu húsi fyrir næsta fund.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Efni síðunnar