Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

43. fundur 21. ágúst 2014 kl. 18:15 - 20:15

Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður, Guðjón Jónasson aðalmaður, Ása Hólmarsdóttir aðalmaður, Ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður og Sigurbjörg Ósk Áskellsdóttir embættismaður.


Ása Hólmarsdóttir  aðalmaður, ritaði fundargerð.

 

Nefndarmál


1   Samþykkt að veita 2.000.000 kr. styrk vegna framkvæmda við göngustíga uppgræðslu og öryggisframkvæmdir við Glym í Botnsdal í Hvalfirði.   -   Mál nr. 1406013


Kristinn Zimsen mætti á fundinn og greindi frá vinnu við göngustígagerð að Glym og næstu verkefnum því tengdu.


2   Alþjóðleg ráðstefna um plast í hafi   -   Mál nr. 1407015


Lagt fram


Arnheiður mun fara á ráðstefnuna fyrir hönd sveitarfélagsins sem er 24. september n.k.


3    Skipulagsdagurinn 2014   -   Mál nr. 1406036


41. fundi USN nefndar var málið lagt fram og kynnt. Málinu var frestað.


Lagt er til að formaður USN nefndar Arnheiður Hjörleifsdóttir, Daníel Otteson,
Guðjón Jónasson og skipulagsfulltrúi sæki árlegan samráðsfund Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga. Fundurinn er í Reykjavík 29. ágúst n.k

4  Afstaða umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefndar til aukinnar losunar flúors frá Norðuráli á Grundartanga.   -   Mál nr. 1407034


Erindi Danielu Gross, E-Leirárgörðum, dagsett 12. júlí s.l, lagt fram og kynnt. Erindið varðar losun flúors frá Norðuráli við Grundartanga vegna væntanlegra
framleiðsluaukningar Norðuráls.


Nefndin felur formanni og skipulagsfulltrúa að undirbúa svar til bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.


Framkvæmdarleyfi


5   Framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðaralagnar.   -   Mál nr. 1312020


Erindi Minjavarðar Vesturlands, dagsett 31. júlí s.l, og bréf Umhverfisstofnunar,
dagsett 4. desember 2013, vegna málsins lögð fram.


USN nefnd leggur til að fá Guðmund Daníelsson, verkefnisstjóra
ljósleiðaraframkvæmda sveitarfélagsins, á fund nefndarinnar til að gera grein fyrir stöðu framkvæmdar.


Skipulagsmál


6   Deiliskipulag Bjarkarás í landi Beitistaða   -   Mál nr. 1407014


Ólafur vék af fundi undir afgreiðslu þessa máls.


Lagt fram til kynningar uppfært skipulag íbúðarsvæðis Bjarkarás í landi Beitistaða.


USN nefnd leggur til að skipulagsvinnan haldi áfram í samræmi við umræður á fundi.


7   Greinargerð-skipulagsskilmálar, frá lóðarleiguhöfum í Svarfhólsskógi.   -   Mál nr. 1408005


Sveitarfélagið hefur móttekið óskir 18 lóðarhafa í Svarfhólsskógi um breytingar á skilmálum deiliskipulags frístundabyggðar.
USN nefnd leggur til að formaður og skipulagsfulltrúi kalli formann félags
frístundalóðarhafa í Svarfhólsskógi og landeiganda Svarfhóls á sinn fund.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa

8   Melahverfi - Rarikstöð - Stofnun lóðar   -   Mál nr. 1407037


RARIK sækir um að stofna 23 fm lóð undir 8,5 fm rafmagnsskúr.


USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna óverulega breytingu
deiliskipulags Melahverfis sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir
lóðarhöfum Hagamels 14 og 16.


9   Stóri-Lambhagi 1 - Stóri Lambhagi 1a - Stofnun lóðar   -   Mál nr. 1408006


Sótt er um að stofna íbúðarhúsalóð úr landi Stóra Lambhaga 1. Lóðin er undir
íbúðarhús sem var byggt árið 1965 og bílskúr sem var byggður árið 1970.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðar þegar samþykki
lóðarhafa Stóra Lambahaga 2a og 1b liggur fyrir.


10   Ytri Hólmur 1 - Fjárhús - Niðurrif   -   Mál nr. 1408003


Móttekin er umsókn um niðurrif á byggingu á Ytri Hólmi 1. Um var að ræða hlöðu og hesthús samtals 86,2 fm. Verið var að lagfæra húsin þegar kom í ljós að það væri of illa farið svo hægt væri að endurbæta það og bygging hrundi meðan á lagfæringum stóð.


USN nefnd leggur til við sveitarsjórn að heimila afskráningu byggingar hjá Þjóðskrá Íslands.


11   Ytri Hólmur 1 - Fjárhús - Nýbygging   -   Mál nr. 1408002


Sótt er um af Hólmsbúð ehf að fá að reisa ca 1520 fm fjárhús á landi Ytra Hólms 1. Ekki er gildi deiliskipulag af jörðinni.


Daníel Ottesen vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðar- og húseigendum Ytri Hólmi, Ytri Hólmi 2 og Býlu 1 og 2.


Dagskrárliður nr. 5 var tekinn til afgreiðslu síðast á fundinum og hafði Daníel þá
yfirgefið fundinn.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 21:10 .


Efni síðunnar