Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

32. fundur 02. desember 2013 kl. 10:00 - 12:00

Sævar Ari Finnbogason formaður, Björgvin Helgason aðalmaður, Arnheiður
Hjörleifsdóttir aðalmaður, Daníel Ottesen ritari og Ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður.


Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir  skipulagsfulltrúi, ritaði fundargerð.


Einnig sátu fundinn Sigurbjörg Áskelsdóttir skipulagsfulltrúi,Guðný Elíasdóttir
byggingarfulltrúi undir lið 11. Landeigendur Stóra Botns undir lið 8. Gísli Gíslason og Vignir Albertsson frá Faxaflóahöfnum undir lið 7. Guðjón Jónsson frá VSÓ undir lið 9.

 

 

Nefndarmál


1. Kynning á tillögu að starfsleyfi fyrir GMR Endurvinnsluna ehf.   -   Mál nr. 1310018


Minnisblað sérfræðings Þórs Tómassonar, Mannvit, lagt fram. Í minnisblaði er rýnt í tillögu starfsleyfis Umhverfisstofnunar fyrir rekstraraðilan GMR Endurvinnsluna ehf. til að bræða brotajárn í ljósbogaofni og framleða úr því járnbita.


Nefndin leggur til að minnisblað verði komið til Umhverfisstofnunar. Nefndin bendir á að umgengni á lóð er ábótavant.

 

2. Kynning á tillögu að starfsleyfi fyrir Kratus ehf. fyrir vinnslu áls úr álgjalli.   -Mál nr. 1308004

Umhverfisstofnun hefur veitt starfsleyfi fyrir Kratus ehf.

Starfsleyfi og greinargerð vegna starfsleyfis lagt fram. Nefndin telur að umgengni á lóð er ábótavant.


3. Samantekt frá íbúaþingi.   -   Mál nr. 1310030


Sveitarstjórn lagði til að greinargerð frá Sigurborgu Kr. Hannesdóttur yrði send til umfjöllunar í nefndum og stofnunum Hvalfjarðarsveitar.


Afreiðslu frestað til næsta fundar. Málið er í vinnslu hjá nefndinni.


4. Frumvarp til laga um brottfall laga um náttúruvernd nr. 60/2013   -   Mál nr. 1311070


Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um náttúruvernd (brottfall laganna), 167. mál. Umsögn skal berast eigi síðar en 6. des. 2013 á netfangið nefndasvid@althingi.is.


Lagt fram.


Fyrirspurnir


5. Endurnýjun á vatnslögn - beiðni um styrk.   -   Mál nr. 1311017


Áskell Þórisson 190353-5329, óskar eftir styrk úr styrktarsjóði vegna endurbóta á vatnsleiðslum.


Heildarupphæð framkvæmdarinnar er kr. 246.876,-Sótt er um styrk eftir að framkvæmdum er lokið. Nefndin samþykkir að beina því til
sveitarstjórnar að verða við umsókn bréfritara og greiða helming kostnaðar við endurbæturnar, enda er verkefnið í fullu samræmi við reglur sjóðsins.

Skipulagsmál


6. Breyting deiliskipulags Hafnarskógar í landi Hafnar 2   -   Mál nr. 1311066

Óskað er eftir breytingu deiliskipulags Hagnarskógar 73 og 75 í landi Hafnar 2.
Breytingin felur í sér færslu á lóð og byggingarreitum nær sjó. Fjarlægð byggingarreita frá sjá er að lágmarki 50 m í samræmi við byggingarreglugerð.

USN leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingu deiliskipulags í sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grendarkynna skal breytingu deiliskiplags fyrir lóðarhöfum í landi Hafanarskógar nr.69,71,77,79 og landeiganda.


7. Aðalskipulag á Grundartanga.   -   Mál nr. 1311026


Lagt var til af sveitarstjórn-160 að vísa erindi Gísla Gíslasonar hafnarstjóra
Faxaflóahafna, dags. 21. nóv. 2013 til USN nefndar. Gísli Gíslason boðaður á fund nefndarinnar til að fara yfir erindið.


USN nefnd leggur til að SAF BH ásamt fulltrúa Faxaflóahafna skoði stefnumörkun í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar varðandi athafna og iðnaðasvæði, með það að markmiði að vinnan geti orðið grundvöllur að tillögu að breyttu Aðalskipulagi, m.a. hliðsjón af Umhverfisúttekt Faxaflóahafna. Skipulagsfulltrúi verði hópnum til ráðgjafar.


8. Lýsing deiliskipulags Glyms í landi Stóra Botns   -   Mál nr. 1311008


Landeigendur voru boðaðir á fundinn.


Landeigendur kynntu afstöðu sína gagnvart lýsingargögnm deiliskipulags og lögðu fram minnisblað um afstöðu sína til framtíðaruppbyggingar á svæðinu.


Landeigendur leggjast gegn gerð deiliskipulags á svæðinu. USN og landeigendur sammælast um að vinna áfram að úrbótum á svæðinu og sú vinna sem lögð hefur verið í drög að kynningu á deiliskipulagsáformum verði nýtt í þeim tilgangi.


Einnig var rætt um að reyna að fá aðkomuveg frá þjóðvegi að bílastæði inn á vegaská, samkvæmt 7. og 8. gr Vegalaga.


9. Aðalskipulag á Grundartanga.   -   Mál nr. 1311026


Guðjón Jónsson, efnaverkfræðingur frá VSÓ ráðgjöf fengin til að kynna framleiðslu á koltrefjum, hreinkísil og "hrein"-sílikoni.


Guðjón Jónsson fjallaði um framleiðslu á koltrefjum, hreinkísil og "hrein"-sílikoni og svaraði spurningum nefndarmanna um málið.


10. Fjárrekstur í gegnum Hafnarsel.   -   Mál nr. 1310001


Sveitarstjórn hefur veitt heimild til að óska meðmæla Skipulagsstofnunar fyrir
byggingarleyfi brúar yfir Hafnará.


Uppdráttur lagður fram til kynningar. Fyrirvari er gerður um endanlega staðsetningu brúar.


Afgreiðslur byggingarfulltrúa


11    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 23   -   Mál nr. 1311005F


Lagt fram til kynningar


Byggingarfulltrúi kynnti afgreiðslur

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:00 .

Efni síðunnar