Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

26. fundur 05. júlí 2013 kl. 10:00 - 12:00


Sævar Ari Finnbogason formaður, Björgvin Helgason aðalmaður og Daníel Ottesen aðalmaður.
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir skipulagsfulltrúi, ritaði fundargerð.
Einnig sátu fundinn Guðný Elíasdóttir, byggingarfulltrúi og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

 

1. 1305010 - Úttekt á umhverfisáhrifum á Grundartanga-skýrsla.


Lagt fram. Nefndin mælir með að málið verði kynnt og rætt á íbúaþingi í haust.


2. 1307003 - Beiðni um lykiltölur úr aðalskipulagi


Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið.


3. 1306038 - Breyting á aðalskipulagi í landi Eystra Miðfells og Kalastaðakots.


 

Nefndin telur að gögn séu ófullnægjandi hvað varðar upplýsingar um umhverfisáhrif breytingarinnar og móttvægisaðgerðir einnig raforkuþörf fyrirhugaðar starfssemi og er málinu frestað þar til þau liggja fyrir.


4. 1303047 - Glammastaðir ehf.kt: 480113-0470.


Nefndin samþykkir framlögð gögn og erindi til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.


 

5. 1303047 - Glammastaðir ehf.kt: 480113-0470.


Lagt er til að fresta afgreiðslu málsins þar til fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi lands.


6. 1305005F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa -

 

Lagt fram til kynningar.


7.  1305004F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa -

 

Lagt fram til kynningar


AH boðaði forföll


Fleira gerðist ekki.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:00 .


Efni síðunnar