Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

5. fundur 21. desember 2011 kl. 16:00 - 18:00

Sævar Ari Finnbogason, Kristján Jóhannesson, Björgvin Helgason og Daníel Ottesen.


Daníel Ottesen ritari nefndarinnar, ritaði fundargerð.


Auk þeirra Hjörtur Hans Kolsöe og Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúar

 

1. 1112029 - Digrilækur 1. Frágangur v, rekstrarstöðvunar


Erindi Skeljungs til UST varðandi frágang vegna rekstrarstöðvunar olíubirgðastöðvar.


Erindi lagt fram til upplýsingar.


2. 1112028 - Bjarkarás. Breyting á Deiliskipulagi dags,15.10.2011

Sótt er um breytingu á skilmálum deiliskipulags dags, 15.10.2011 í samræmi við gildandi aðalskipulag.


Kristján vék af fundi undir þessum lið . Nefndin samþykkir framlagðar breytingar að viðbættum breytingum á skilmálum 1,10,15 greinar. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skilmálarnir verði auglýstir samkvæmt 1.mgr.43gr.123/2010.


3. 1112036 - Sæla, skipting lands.


Umsókn Landeigenda um skiptingu lands að Sælu samkvæmt framlögðum uppdráttum.


Nefndin leggur til að sveitarstjórn samþykki skiptingu landsins að Sælu samkvæmt framlögðum uppdrætti. Aðkoma að lóðum er tryggð gegnum land Sælu samanber tölvupóst dagsettan 20.12.2011. Ennfremur liggur fyrir undirrituð yfirlýsing að skikarnir séu undanþegnir frá afsali 26.okt 2011.

4. 1104004 - Brekka breyting á deiliskipulagi

Umsókn Úrsúlu Árnadóttur um heimild til breytingar á deiliskipulagi Brekku gr. 4.2 í greinargerð.

 

Breytingin var grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ein athugasemd barst frá Friðþjófi Árnasyni.

 

Nefndin tekur undir áhyggjur bréfritara varðandi skýrleika orðavals. Nefndin leggur til að áfram verði miðað við að mænishæð frístundahúsa verði 5.6 m mælt frá neðribrún gólfplötu hæðar. Kjallari verði niðurgrafinn á 3 vegu 0,5m frá neðribrún gólfplötu hæðar og heimilt er að gera 45.gr, jarðvegshalla frá þeirri hlið sem ekki er fyllt að.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt.


5. 1010053 - Grundartangi deiliskipulag vestursvæði- breyting


Bréf Úrskurðarnefndar vegna kæru dags,8. nóvember 2011 vegna deiliskipulags athafnasvæðis á Grundartanga.


Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara erindinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins.


6. 1112032 - Kjósarhreppur breyting á aðalskipulagi 2005-2017


Kjósarhreppur breyting á aðalskipulagi 2005 - 2017. Lýsing til umsagnar.


Lagt fram.

7. 1112023 - Hlíð vélageymsla


Umsókn Eyjólfs Jónssonar kt: 200759-5249 fh. Bændaþjónustunnar Hlíð kt: 441207-0930 um heimild til þess að byggja Vélageymslu samkvæmt uppdráttum Atla Jóhanns Guðbjörnssonar Byggingarfræðings kt:260978-5789.

Stærð húss: 189.6 m2 - 714.7 m3

Óskað er eftir málsmeðferð samkvæmt 57. gr. ákvæðum til bráðabirgða skipulagslaga nr. 123/2010


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að leitað verði eftir meðmælum Skipulagsstofnunar um að veita leyfi til byggingar samkvæmt bráðabrigðaákvæði 57. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8. 1112030 - Heynes 1, umsókn samkv. 57. gr. 123/2010

Erindi Ásu Helgadóttur um að reisa tvö íbúðarhús í landi Heyness 1, samkvæmt bráðabirgðaákvæði 57. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að leitað verði eftir meðmælum Skipulagsstofnunar um að veita leyfi til byggingar samkvæmt bráðabirgðaákvæði 57. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


9. 1110008F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 2


Til kynningar


9.1. 1110075 - Tangavegur 7 nýtt hús

Kynnt

 

10. 1112002F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 3

Til kynningar


10.1. 1112024 - Klafastaðavegur 4, Iðnaðarhúsnæði.

Kynnt

10.2. 1112022 - Eyrarskógur 2, viðbygging


Kynnt

10.3. 1112021 - Litla Fellsöxl niðurrif


Kynnt

11. 1112033 - Ársskýrsla UST sniðmát


Erindi UST varðandi skil á ársskýrslu Umhverfis- og náttúrverndarnefnda.


Nefndin samþykkir að unnið sé eftir framlögðu sniðmáti að ársskýrslu náttúru og umhverfisnefnda sveitarfélaga. Nefndin felur skipulags-og byggingarfulltrúa og formanni að taka saman upplýsingar og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar.


12. 1112011 - Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum.


Erindi sveitarstjórnar dags. 16. desember varðandi bréf Umhverfisstofnunar frá 29. nóvember 2011


Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að ítreka við rekstaraðila hafna í sveitarfélaginu að verða við erindinu.

13. 1109051 - Minnisblað um flæði- og kerbrotagryfjur á Grundartanga.


Svar Faxaflóahafna um magn kerbrota dags. 23. nóv. 2011. erindi skipulags- og byggingarfulltrúa til Skipulagsstofnunar dags. 12.12.2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi.


Lagt fram

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00

Efni síðunnar