Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

61. fundur 14. júní 2011 kl. 13:00 - 15:00

Andrea Anna Guðjónsdóttir, Sigurlín Gunnarsdóttir, Daniela Gross og Þórdís Þórisdóttir sem ritar fundargerð. Auk þess situr Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi fund.


Formaður setur fund og býður fundarmenn velkomna

1. Umsögn um drög að mannauðsstefnu Hvalfjarðarsveitar


Nefndin fagnar að verið sé að vinna að mannauðsstefnu sveitarfélagsins. Farið yfir umsögn nefndarinnar og hún rædd. Umsögn send til sveitarstjórnar.


2. Kynningarfundur Landsnets. Frestað frá síðasta fundi.


Skipulags- og byggingarfulltrúi segir frá kynningarfundi Landsnets sem haldinn var í vor.


3. Afgreiðsla sveitarstjórnar frá 106. fundi.


Lagt fram til kynningar.


4. Afgreiðsla sveitarstjórnar frá 108. fundi.


Lagt fram til kynningar. Skipulags- og byggingarfulltrúi fer yfir samantekt hafnarstjóra í apríl 2011 varðandi skipulag og starfsemi á Grundartanga.


5. Ársfundur umhverfisstofnunar. Frestað frá síðasta fundi.


Skipulags- og byggingarfulltrúi segir frá fundinum.


6. Árskýrsla umhverfisvöktunar og kynningarfundur á Glym.

 

Lagt fram til kynningar. Skipulags- og byggingarfulltrúi segir frá fundi. Kalla þarf eftir niðurstöðum úr mælingum á kinda- og hrossabeinum.


7. Áform um byggingu metanorkuvers að Melum í Hvalfjarðarsveit.


Formaður segir frá kynningarfundi í apríl.


8. Matjurtargarður í Melahverfi.


Garðarnir eru klárir og er byrjað að leigja út beð.

 


Önnur mál:

 

 


9. Umsögn umhverfisstofnunar varðandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 vegna deiliskipulagsbreytingar á Grundartanga.


Lagt fram til kynningar. Nefndin harmar hversu seint umsögn umhverfisstofnunar berst.


10. Erindi frá umhverfisráðuneyti.


Kynning á drögum að nýrri reglugerð um framkvæmdaleyfi. Nefndin mun vinna að athugasemdum fram að ágústfundi.


11. Umhverfisverðlaun Hvalfjarðarsveitar.


Lagt er til að Sigurlín Gunnarsdóttir fari fyrir nefndinni í ár. Tilnefningar skulu hafa borist fyrir ágústfund og þarf að auglýsa umhverfisverðlaun í júlí.


12. Tilboð um hagkvæma og vistvæna aðferð til að hemja útbreiðslu á lúpínu.


Nefndin tekur jákvætt í erindið og hvetur sveitarstjórn að setja verkefnið í framkvæmd.

 

13. Breytt fyrirkomulag á hreinsun í Hvalfjarðarsveit.


Skipulags- og byggingarfulltrúi segir frá reynslu af breytingunni. Nefndin leggur til að kanna hvort hægt sé að bjóða íbúum upp á tilboð á flokkunartunnum fyrir heimili og ítreka með einhverjum hætti mikilvægi flokkunar almennt fyrir heimili og sumarbústaði.

 


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:50


Næsti fundur áætlaður 2. ágúst 2011.


Fundargerðin lesin upp og samþykkt.

Efni síðunnar