Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

60. fundur 29. mars 2011 kl. 16:00 - 18:00

Andrea Anna Guðjónsdóttir, Baldvin Björnsson og Þórdís Þórisdóttir sem ritar fundargerð.


Formaður setur fund og býður fundarmenn velkomna.

1. Afgreiðsla frá 103. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Umsögn um starfsleyfi Stjörnugríss, að Melum.


Umsögn er í vinnslu og verður send sveitarstjórn.


2. Afgreiðsla frá 104. fundi sveitarstjórnar, umsögn um drög að mannauðsstefnu sveitarfélagsins.


Frestað til næsta fundar.


3. Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á vatnalögum, 561. mál.


Nefndin gerir engar athugasemdir við frumvarpið.


4. Kynningarfundur um umhverfismál og framleiðslu stóriðjufyrirtækjanna á Grundartanga, Hótel Glym 7. apríl nk.


Lagt fram til kynningar.


5. Heimsókn í Norðurál 26. mars. sl.


Þórdís og Baldvin sögðu frá heimsókn.


6. Kynningarfundur Landsnets.


Frestað til næsta fundar.

 

7. Ársfundur Umhverfisstofnunar.


Frestað til næsta fundar


8. Heimildaskrá um náttúru Hvalfjarðarsveitar.


Nefndin telur þetta hið mesta þarfaþing fyrir starf nefndarinnar. Nefndin leggur til að heimild verði veitt fyrir því að ljúka verkefninu.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:40


Næsti fundur áætlaður í síðustu viku aprílmánaðar 2011.


Fundargerðin lesin upp og samþykkt.

Efni síðunnar