Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

49. fundur 12. apríl 2010 kl. 18:30 - 20:30

Baldvin Björnsson, Petrína Ottesen, Gauti Halldórsson og Andrea Anna Guðjónsdóttir sem ritaði fundargerð.

 

Baldvin bauð fundarfólk velkomið og setti fund.

 

 

1. Umsögn Stefáns Gíslasonar til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar um tillögu að endurnýjuðu og breyttu starfsleyfi fyrir svínabú Stjörnugríss hf. að Melum.

 

Nefndin fór yfir umsögn frá Stefáni Gíslasyni og gerir nefndin engar athugasemdir við hana.

Arnheiður mætti á fundinn kl. 19:00 og tók við fundarstjórn.

 

2. Niðurstöður efna- og örvuergreininga frá Sýni ehf. Arnheiður lagði fram niðurstöðurnar.

 

Umhverfisnefnd stóð fyrir mælingum á flúor í 6 hrossum í mars sl. Fimm hrossana voru úr Hvalfjarðarsveit, eitt úr Skagafirði. Mælingarnar er erfitt að túlka vegna þess hve fáar mælingar hafa verið gerðar hér á landi á hrossabeinum.

Niðurstöðurnar gefa þó tilefni til þess að sett verði af stað rannsókn til að varpa ljósi á ýmsa þætti sem lúta að flúormengun í hrossabeinum. Tilgangur slíkrar rannsóknar væri m.a. að styrkja þær upplýsingar sem fengist hafa við stakar mælingar hér og hvar.

Umhverfisnefnd telur afar brýnt að fylgja þessu máli eftir og beinir því til sveitarstjórnar að hvetja til að slík rannsókn verði sett upp.

 

3. Erindi frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur um endurskoðun á vöktunaráætlun vegna mengandi útblásturs frá álveri Norðuáls á Grundartanga og annarra vár sem náttúrunni stafar af starfsemi álversins.

Umhverfisnefnd getur tekið undir margt sem kemur fram í erindi Ragnheiðar.

Hluti athugasemdanna er nú þegar inni í erindi umhverfisnefndar til sveitarstjórnar, en miklvægast telur umhverfisnefndin að vöktunaráætlunin sem um ræðir verði tekin til endurskoðunar og að sveitarfélagið hafi aðkomu að þeirri endurskoðun.

Arnheiði falið að hafa samband við Ragnheiði vegna erindisins.

 

 

Önnur mál.

Andrea greindi frá nýafstöðnu námskeiði um útikennslu sem Helena Óladóttir verkefnisstjóri Náttúruskóla Reykjavíkur stjórnaði. Þátttakendur voru að stórum hluta frá Heiðarskóla og Skýjaborg. Það var almennt mat þátttakenda að námskeiðið hafi verið fróðlegt og nytsamlegt.

 

Fleira ekki gert og fundið slitið kl. 20:00

 

Næsti fundur áætlaður fimmtudaginn 29. Apríl nk.

 

Andrea Anna Guðjónsdóttir, fundarritari

Efni síðunnar