Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

39. fundur 27. apríl 2009 kl. 16:00 - 18:00

Arnheiður Hjörleifsdóttir, Baldvin Björnsson, Gauti Halldórsson, Andrea Anna Guðjónsdóttir og Petrína Helga Ottesensem ritaði fundargerð.

Gestir fundarins: Anna E. Jónsdóttir, Skúli Lýðsson og Ragnheiður Þorgrímsdóttir.

 

Arnheiður setti fundinn, bauð fólk velkomið og var síðan gengið til dagskrár. 

  1. Kynning á Grænfánaverkefni Heiðarskóla. Anna E. Jónsdóttir kynnti verkefnið. Verkefnið hefur gengið mjög vel, nemendur og starfsfólk er áhugasamt og vinnur vel í skrefum verkefnisins. Á heimasíðu skólans er hægt að fylgjast með framgangi verkefnisins og fá allar upplýsingar um það. Búið er að senda umbeðin gögn og umsókn um að fá að flagga Grænfánanum. Umhverfisnefnd er afar ánægð með framkvæmd þessa verkefnis í skólanum. Anna greindi auk þess frá nýliðnum þemadögum um útikennslu og umhverfismennt í skólanum, og kom á framfæri þakklæti til nefndarinnar fyrir hennar aðkomu að því.
  2. Aðalskipulag. Gestur undir þessum lið er Skúli Lýðsson byggingarfulltrúi. Nefndarmenn höfðu kynnt sér skipulagið á vef Landlína. Skúli fór yfir í hvaða ferli aðalskipulagið er í dag. Rætt um auðlindir, friðlýst svæði, umhverfisskýrslu og fleiri þætti sem að umhverfisnefnd snúa. 

  3. Niðurstöður flúormælinga í hrossum.  Gestur undir þessum lið er Ragnheiður Þorgrímsdóttir. Arnheiður greindi frá því að hún og Baldvin Björnsson héldu fund í morgun með Stefáni Gíslasyni og Sigurði Sigurðssyni varandi vöktunarmál við Grundartanga. Nefndin hefur kallað þá til liðsinnis á kynningarfund vöktunareftirlits stóriðjunnar sem haldinn verður á Hótel Glym 28. apríl nk. Ragnheiður kynnti veikindi á hrossum í hennar eigu og umsjá og flúormælingum sem gerðar hafa verið.

 

Petrína Helga Ottesen, fundarritari

Efni síðunnar