Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

18. fundur 11. júlí 2007 kl. 20:00 - 22:00

 Arnheiður Hjörleifsdóttir, Gauti Halldórsson og Petrína Ottesen sem ritaði fundargerð í fjarveru ritara og vararitara. Jóhanna Harðardóttir og Baldvin Björnsson boðuðu forföll

1. Fundargerð 17. fundar umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar

upplesin og undirrituð. Formaður kom á framfæri athugasemd sveitarstjórnar við fundargerðina en láðst hafði að geta þess hverjir sátu síðasta fund. Fundinn sátu Arnheiður Hjörleifsdóttir, Jóhanna Harðardóttir, Baldvin Björnsson, Petrína Ottesen og Gauti Halldórsson.

2. Efnistaka Björgunar ehf í Hvalfirði. Arnheiður greindi frá því að hún og Jóhanna hefðu hitt fulltrúa Kjósarhrepps eins og ráð var fyrir gert. Samstarfsvilji er hjá sveitarfélögunum í þessum málaflokki. Í framhaldi þess fundar vann Arnheiður drög að svari til Orkustofnunar. Nefndin afgreiddi drögin frá sér á fundinum og þau verða nú send sérfræðingum til yfirlestrar.

3. Erindi frá sveitarstjóra þar sem hann óskar eftir, f.h. samráðsnefndar um samning við Akraneskaupsstað, umsögn Umhverfisnefndar um útivist og vatnsmál. Lokið var við umbeðna umsögn og verður hún send samráðsnefnd.

4. Umhverfisviðurkenningar 2007. Farið var yfir þær tilnefningar er borist hafa. Nefndin vonast eftir enn fleiri tilnefningum áður en frestur er liðinn.

5. Rýrnun Eiðsvatns og mögulegar aðgerðir til úrbóta. Arnheiður greindi frá því að sveitarstjórn skipaði, á síðasta fundi sínum, hana og sveitarstjóra til að vinna málið áfram. Rætt hefur verið við flesta hlutaðeigandi en ekki hefur þó náðst í alla. Áhugi er fyrir að framkvæmdin verði vönduð og varanleg. Umhverfisnefnd leggur áherslu á að gengið verði frá stíflu þannig að fiskur komist áfram upp í vatnið.

6. Styrktarsjóður EBÍ 2007. Lagðar voru fram reglur fyrir styrktarsjóð EBÍ. Nefndarmenn hafa tíma til næsta fundar þann 8. ágúst n.k. til að koma með tillögur að styrkumsóknum.

7. Önnur mál. Formaður lagði fram bréf frá Umhverfisráðuneytinu

um umhverfisþing er haldið verður á Hótel Nordica í Reykjavík 12-13 október n.k..

Næsti fundur umhverfis og náttúruverndarnefndar verður haldinn 8. ágúst.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 21:33

Efni síðunnar