Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

10. fundur 17. janúar 2007 kl. 17:00 - 19:00

Arnheiður Hjörleifsdóttir     Baldvin Björnsson    Petrína H. Ottesen   Bygja Hafþórsdóttir

 

María Lúísa Kristjánsdóttir

  1. Fundargerð 9. fundar umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar upplesin og undirrituð.

  2. Skipun varaformanns í Umhverfis- og náttúruverndarnefnd (tímabundið), vegna fjarveru Brynjólfs Ottesen til marsloka.

  3. Erindi frá Skipulags- og byggingarnefnd vegna deiliskipulags varphúss að Melum.

  4. Önnur mál, ef einhver eru.

 

Fundargerð:

  1. Fundargerð 9. fundar umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar upplesin og undirrituð.

  2. Skipun varaformanns í Umhverfis- og náttúruverndarnefnd vegna fjarveru Brynjólfs Ottesen til marsloka. Petrína kom með tillögu þess efnis að Baldvin yrði varaformaður. Samþykkt samhljóða.

  3. Erindi frá Skipulags- og byggingarnefnd vegna deiliskipulags varphúss að Melum. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd telur að umhverfisáhrif af rekstri Melabúsins; lyktarmengun, sjónmengun og fleira, séu umtalsverð og því rík ástæða til að starfsemin fari í umhverfismat, enda hafa ítrekað komið fram kvartanir frá nágrönnum varðandi starfsemina þar. Með þeirri uppbyggingu sem fyrirhuguð er, sér Umhverfis- og náttúruverndarnefnd ekki betur en að búið sé komið í tvöfalda þá stærð sem miðað er við samkvæmt núgildandi lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106 frá árinu 2000 (viðauki 1, 19. liður).

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd telur að full ástæða sé til að fylgjast vel með verksmiðjubúum (eins og hún vill meina að Melabúið sé) og áhrifum þeirra á umhverfið, og að umhverfismat vegna þeirra sé í raun sjálfsagt og nauðsynlegt. Þá minnir nefndin á að skammt undan eru mikilvæg svæði sem ber að vernda samkvæmt Náttúruminjaskrá, en þar segir orðrétt: ,,Strandlengjan frá Súlueyri norður að Straumeyri ásamt Narfastaðaósi. Fjölbreyttar og lífauðugar fjörur. Stórfellt sjávarrof. Merkar jarðfræðiminjar frá lokum síðasta jökulskeiðs auk fornskelja. Mikið útivistar- og rannsóknargildi.”

Nánar um afstöðu nefndarinnar í greinargerð.

  1. Engin önnur mál.
Efni síðunnar