Fara í efni

Sveitarstjórn

207. fundur 10. nóvember 2015 kl. 16:00 - 18:00

Björgvin Helgason oddviti, Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti, Hjördís Stefánsdóttir 

ritari, Jónella Sigurjónsdóttir vararitari, Ása Helgadóttir aðalmaður, Stefán Ármannsson 

aðalmaður og Daníel Ottesen aðalmaður.

 

Skúli Þórðarson  sveitarstjóri, ritaði fundargerð.

 

Björgvin Helgason, oddviti setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til 

fundar og síðan var gengið til áður boðaðrar dagskrár.

1.   1510004F - Sveitarstjórn - 206

 

Fundargerð framlögð.

 

2.   1510006F - Fræðslu- og skólanefnd - 122

 

Fundargerð framlögð.

DO fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.

 

2.1.  1510031 - Skólaakstur okt.2015

 

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita, sveitarstjóra og formanni 

fræðslu- og skólanefndar að fara yfir atriði sem nefnd eru varðandi 

tilhögun skólaaksturs og leggja niðurstöðu sína fyrir sveitarstjórn."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

2.2.  1510032 - Tónlistarnám í Hvalfirði okt.2015

 

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn samþykkir að hið fyrsta verði haldinn fundur aðila 

sveitarstjórnar í viðræðuhópi um samstarfssamninga og fulltrúa í 

fræðslu- og skólanefnd um tónlistarnám í Hvalfjarðarsveit."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

2.3.  1510047 - 50 ára afmæli Heiðarskóla.

 

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn samþykkir að vísa beiðni skólastjóra um fjárframlag 

vegna 50 ára afmælis Heiðarskóla til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 

2016."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. 

 

3.   1509002 - Fjárhagsáætlun 2016-2019.

 

Fyrri umræða.

 

Skúli Þórðarson, sveitarstjóri fór yfir og kynnti greinargerð sína í tengslum 

við framlagningu fjárhagsáætlunar Hvalfjarðarsveitar 2015-2019.

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:

Sveitarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2016-2019 til síðari umræðu í sveitarstjórn."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

4.   1511009 - Álagning lóðarleigu.

 

Erindi frá oddvita.

 

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að breyta álagningu lóðarleigu 

ársins 2015 í þéttbýli úr 2,0% af fasteignamati í 1,25% af fasteignamati. 

Sveitarstjóra og fjármálastjóra verði falið að endurreikna álagninguna og 

leggja fyrir sveitarstjórn tillögu um endurgreiðslu til viðkomandi lóðarhafa."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

5.   1511002 - Afnot af íþróttamannvirkjum í Heiðarborg.

 

Erindi frá Ungmenna- og íþróttafélagi Hvalfjarðarsveitar.

 

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ræða við 

fulltrúa Ungmenna- og íþróttafélags Hvalfjarðarsveitar um áform félagsins 

í vetur." 

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

6.   1511007 - Samningur við landeigendur Hlíðarfótar um vatnstökurétt.

 

Erindi frá Vatnsveitufélagi Hvalfjarðarsveitar sf.

 

Erindið framlagt. 

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn beinir því til stjórnar Vatnsveitufélagsins að kynna 

niðurstöðu Orkustofnunar varðandi nýtingarleyfin fyrir stjórn Veiðifélags 

Laxár í Leirársveit."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

7.   1511006 - Framkvæmdir Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf. 2016.

 

Erindi frá Vatnsveitufélagi Hvalfjarðarsveitar sf.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn samþykkir að vísa framlagðri framkvæmdaáætlun 

Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2016 til gerðar 

fjárhagsáætlunar ársins 2016."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. 

 

8.   1511004 - Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2016.

 

Frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.

 

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun 

Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2016."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

9.   1510037 - Safnasvæðið - fjárhagsáætlun 2016.

 

Erindi frá Akraneskaupstað.

 

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn tekur jákvætt í tillögu um að viðhald fasteigna safnsins verði 

fært undir umsjón eignasjóðs Akraneskaupstaðar en bíður eftir tillögu um 

nánari útfærslu sem væntanleg er frá Akraneskaupsstað. Sveitarstjórn 

samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu menningar- og safnanefndar um 

breytingu á gjaldskrá safnasvæðisins."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

10.   1511003 - 831. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

11.   1511005 - 128.,129. og 130. fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.

 

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

 

12.   1511008 - 42. stjórnarfundur Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

13.   1502013 - Skýrsla sveitarstjóra.

 

Skúli Þórðarson, sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá 

síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:35 .

Efni síðunnar