Fara í efni

Sveitarstjórn

191. fundur 24. febrúar 2015 kl. 16:00 - 18:00

Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti, Hjördís Stefánsdóttir ritari, Ása Helgadóttir 

aðalmaður, Stefán Ármannsson aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður, Brynja 

Þorbjörnsdóttir 2. varamaður og Ólafur Ingi Jóhannesson 1. varamaður.

 

Skúli Þórðarson  sveitarstjóri, ritaði fundargerð.

 

Í fjarveru Björgvins Helgasonar, oddvita setti Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti 

fundinn og bauð sveitarstjórnarfólk velkomið til fundar, var síðan gengið til áður 

boðaðrar dagskrár.

 

Jóhann Þórðarson, endurskoðandi og Kristjana H. Ólafsdóttir, fjármálastjóri sátu 

fundinn undir dagskrárliðnum "Ársreikningur 2014".

Brynja Þorbjörnsdóttir og Ólafur Ingi Jóhannesson sátu fundinn í forföllum Björgvins 

Helgasonar og Jónellu Sigurjónsdóttur.

1.   1501006F - Sveitarstjórn - 190

 

Fundargerð framlögð.

 

2.   1502001F - Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 51

 

Fundargerð framlögð.

DO. fór yfir og kynnti einstök atriði fundargerðarinnar.

 

2.1.  1501012 - Framkvæmdaleyfi - Skorholt

 

OR óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar á hluta af 

hitaveituæð sem liggur frá Skorholti og að Læk. Samþykki landeigenda 

Skorholts, Skipaness og Læk liggur fyrir. Framkvæmdatími er áætlaður 

frá mars til nóv. 2015. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag. 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi til 

endurnýjunar á hitaveituæð. Ekki þarf að grenndarkynna 

framkvæmdaleyfið þar sem framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag 

sbr. 13. gr skipulagslaga 123/2010

 

SÁ gerði grein fyrir því að hann sé einn landeigenda sem um er rætt í 

þessu máli og því óskaði hann eftir því að sveitarstjórn kveði upp úr 

um hæfi hans til þátttöku í umræðu og afgreiðslu málsins. Samþykkt 

með 6 atkvæðum að SÁ sé hæfur til að taka þátt í umræðu og 

afgreiðslu málsins. 463 

Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn samþykkir bókun USN nefndar og felur 

skipulagsfulltrúa að gefa út umbeðið framkvæmdaleyfi."

Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

 

2.2.  1401018 - Ölver 9 - Viðbygging

 

Á 50. fundi USN nefndar var lagt til við sveitarstjórn að heimila 

grenndarkynningu á óverulegri breytingu deiliskipulags Ölvers á lóð nr. 

9. Ranglega var farið með stærð á stækkun sumarhúss sem sagðir voru 

25 fm. en eru 40 fm. Tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags 

heimilar að reisa eitt sumarhús ásamt geymslu/verkfærahúsi innan 

byggingarreits. Nýtingarhlutfall skal vera að hámarki 0.05 sem 

samsvarar um 170 fm. á umræddri lóð. USN nefnd leggur til við 

sveitarstjórn að heimila grenndarkynningu á óverulegri breytingu 

deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir 

Ölveri 5, 6, 17 og 26.

 

Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn samþykkir bókun USN nefndar og felur 

skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram."

Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

 

2.3.  1502018 - Litli Sandur - Hvalstöð - mhl. 44

 

Á Litla Sandi - Hvalstöð er sótt um að byggja 270 fm nýbyggingu við 

kjötvinnsluna. Um er að ræða stálgrindarhús með yleiningum. USN 

nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja byggingarleyfi en hvetur 

jafnframt landeiganda til að deiliskipuleggja svæði ð.

 

Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn samþykkir bókun USN nefndar og felur 

byggingarfulltrúa að vinna málið áfram."

Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

 

2.4.  1502022 - Hólabrú - starfsmannaaðstaða - vélaverkstæði

 

Sótt er um að byggja starfsmannaaðstöðu 128 fm og vélageymslu 360 fm 

í malarnámunni Hólabrú í landi Innri Hólms. USN nefnd leggur til við 

sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi samkv. 44. gr. 

skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum Kúludalsár II og Kúludalsá 

og landeigendum Innri Hólms. Einnig bendir nefndin á að stofna þarf 

lóð undir byggingar

 

Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn samþykkir bókun USN nefndar og felur 

byggingarfulltrúa að vinna málið áfram."

Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

 

3.   1502033 - 4. fundur veitunefndar Hvalfjarðarsveitar.

 

Fundargerð framlögð.

SÁ fór yfir efni fundargerðarinnar og kynnti að jarðhitaleit stendur nú yfir í 

landi Kalastaðakots.

 

4.   1502038 - 4. fundur mannvirkja- og framkvæmdanefndar.

 

Fundargerð framlögð.

 

5.   1502002F - Fjölskyldunefnd - 47

 

Fundagerð framlögð.

ÁH. fór yfir og kynnti einstök atriði fundargerðarinnar.

 

6.   1502041 - Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2014.

 

Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2014 lagður fram til fyrri 

umræðu.

 

Jóhann Þórðarson, endurskoðandi fór yfir helstu atriði reikningsins, lagði 

fram skýringar og fjallaði um þróun í fjármálum sveitarfélagsins.

Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi Hvalfjarðarsveitar 2014 til 

síðari umræðu og afgreiðslu í sveitarstjórn þann 10. mars nk."

Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

 

7.   1307017 - Umferðarskipulag Grundartanga

 

Erindi sem samþykkt var á 27. fundi USN nefndar, sem haldinn var 27. 

ágúst 2013, en vantar staðfestingu sveitarstjórnar.

 

Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu USN-nefndar varðandi 

umferðarskipulag á Grundartanga."

Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

 

8.   1502039 - Beiðni um afnot af Fannahlíð 2. júní vegna sumarhátíð 

skólanna.

 

Erindi frá foreldrafélagi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

 

Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn samþykkir erindi Foreldrafélags Leik- og grunnskóla 

Hvalfjarðarsveitar um gjaldfrjáls afnot af félagsheimilinu Fannahlíð v/ 

sumarhátíðar skólans með þeim fyrirvara að húsnæðið sé laust til afnota"

Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

 

9.   1411041 - Fundur með sauðfjárbændum við Akrafjall.

 

Áður tekið fyrir á 185. fundi sveitarstjórnar.

 

Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita og sveitarstjóra að ræða við 

fulltrúa Akraneskaupstaðar um möguleika samstarfs um staðarval og 

uppbyggingu skilaréttar vestan Akrafjalls." 465 

Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

 

10.   1303047 - Glammastaðir ehf. kt: 480113-0470.

 

Frestað á 187. fundi sveitarstjórnar.

 

Framlagt bréf Pálma Jóhannessonar á Geitabergi þar sem athugasemdir 

eru gerðar við landamerki Glammastaða og Geitabergs í gögnum sem 

kynnt hafa verið vegna málsins. Sveitarstjórn samþykkir með 7 greiddum 

atkvæðum að fela sveitarstjóra að fara yfir erindið með lögmanni 

sveitarfélagsins.

 

11.   1502042 - Kjör fulltrúa í stjórn SSV.

 

Ósk frá Hjördísi Stefánsdóttur um lausn frá störfum úr stjórn SSV.

Framlagt erindi Hjördísar Stefánsdóttur, sveitarstjórnarfulltrúa þar sem 

hún óskar eftir lausn frá stjórnarsetu í SSV.

Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Björgvin Helgason sem fulltrúa 

Hvalfjarðarsveitar í stjórn SSV og Ásu Helgadóttur sem varamann."

Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

 

12.   1502044 - Reglur og verklag um snjómokstur og hálkueyðingu.

 

Endurskoðun á reglum varðandi snjómokstur.

 

Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita, sveitarstjóra og byggingarfulltrúa 

að fara yfir og endurskoða reglur og verklag um snjómokstur og 

hálkueyðingu í sveitarfélaginu og skila greinargerð og tillögum þar um til 

sveitarstjórnar fyrir 1. maí nk.

Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

 

13.   1502045 - Úttekt á stjórnsýslu Hvalfjarðarsveitar.

 

Verkefnatillaga verður lögð fram á sveitarstjórnarfundinum

 

Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við 

R3-Ráðgjöf ehf. um úttekt á stjórnskipulagi og rekstri stjórnsýslu 

Hvalfjarðarsveitar.

Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

Viðauki 3. Sveitarstjóri lagði fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 

ársins 2015 vegna framangreindrar tillögu að fjárhæð kr. 526.000- á 

21001-4390. Kostnaði verði mætt af óvissum útgjöldum 21085-5971.

Viðauki 3 borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða 7-0.

 

14.   1502040 - 123. og 124. fundir Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

 

Fundargerðir framlagðar.

 

15.   1502043 - 114. fundur stjórnar SSV, 28. janúar 2014. 

 

Fundargerð framlögð.

 

16.   1502013 - Skýrsla sveitarstjóra.

 

Skúli Þórðarson, sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá 

síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:40

Efni síðunnar