Fara í efni

Sveitarstjórn

183. fundur 28. október 2014 kl. 16:00 - 18:00

Björgvin Helgason oddviti, Hjördís Stefánsdóttir ritari, Jónella Sigurjónsdóttir vararitari, 

Ása Helgadóttir aðalmaður, Stefán Ármannsson aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður 

og Ólafur Ingi Jóhannesson 1. varamaður.

 

Skúli Þórðarson  sveitarstjóri, ritaði fundargerð.

 

Björgvin Helgason oddviti, setti fundinn og bauð sveitarstjórnarfólk velkomna til fundar 

og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.

Dagskrá:

1.   1409010F - Sveitarstjórn - 182

 

Fundargerð framlögð.

 

2.   1410002F - Fræðslu- og skólanefnd - 113

 

Fundargerð framlögð.

HS. ræddi bókun nefndarinnar varðandi húsnæðismál leikskólans 

Skýjaborgar og hvatti sveitarstjórn til að taka á málinu hið fyrsta.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn samþykkir að fela framkvæmda- og mannvirkjanefnd að 

leggja fyrir sveitarstjórn tillögur um framtíðarskipan húsnæðismála 

leikskólans Skýjaborgar."

Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

 

3.   1410049 - Styrktarsjóður Hvalfjarðarsveitar, október 2014.

 

Umsóknir í styrktarsjóðinn.

 

Fram lagðar umsóknir úr Styrktarsjóði Hvalfjarðarsveitar haustið 2014.

Alls bárust 14 styrkumsóknir.

Sveitarstjórn samþykkir að úthluta eftirtöldum styrkjum úr sjóðnum haustið 

2014:

 

Hvalfjarðarklasinn v/ gerðar heimasíðu kr. 150.000-

Kór Saurbæjarprestakalls v/ starfsemi kr. 50.000-

Kór Saurbæjarprestakalls v/ tónleika og viðburða kr. 250.000-

Fimleikafélag Akraness v/ áhaldakaupa kr. 100.000-

Halldór Logi Sigurðarson v/ námsferðar kr. 20.000-

Alexandra Chernyshova v/ söngkeppni kr. 75.000-

Svandís Lilja Stefánsdóttir v/ keppnisferðar kr. 75.000-

Skákfélagið Hrókurinn v/starfsemi kr. 20.000- 

 

Samtals úthlutun styrkja haustið 2014 kr. 740.000-Tillagan samþykkt samhljóða 5-0.

Jónella Sigurjónsdóttir og Stefán Ármannsson véku af fundi við afgreiðslu 

þessa dagskrárliðar.

 

4.   1410028 - Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2014.

 

Frá Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili, dagsett 7. október 2014.

 

Erindi framlagt.

 

5.   1309031 - Varðandi ráðningu í starf framkvæmdastjóra Höfða.

 

Frá Umboðsmanni Alþingis, dagsett 17. október 2014.

 

Bréf Umboðsmanns Alþingis lagt fram til kynningar.

 

6.   1410051 - Til umsagnar frumvarp til laga um framhaldsskóla, 214. 

mál.

 

Frá Alþingi, dagsett 17. október 2014. Þegar sent félagsmálastjóra og 

form. fræðslu- og skólanefndar.

Erindi lagt fram til kynningar.

 

7.   1410052 - Til umsagnar frumvarp til laga um vegalög (gjaldtaka af 

umferð o.fl., EES-reglur), 157. mál.

 

Frá Alþingi, dagsett 17. október 2014. Þegar sent skipulagsfulltrúa og 

form. USN nefndar.

Erindi lagt fram til kynningar.

 

8.   1410048 - 125. fundur stjórnar Faxaflóahafna sf.

 

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

9.   1410053 - 820. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

10.   1410059 - 12. og 13. fundir stjórnar Byggðasafnsins að Görðum og 

fjárhagsáætlun 2015.

 

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar. 

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:30 .

 

Efni síðunnar