Fara í efni

Sveitarstjórn

180. fundur 09. september 2014 kl. 16:00 - 18:00

Björgvin Helgason oddviti, Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti, Hjördís Stefánsdóttir ritari, Jónella Sigurjónsdóttir vararitari, Ása Helgadóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður og Ólafur Ingi Jóhannesson 1. varamaður.


Skúli Þórðarson  sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Björgvin Helgason oddviti, setti fundinn og bauð fólk velkomið til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Stefán G. Ármannsson boðaði forföll.


1.   1408001F - Sveitarstjórn - 179


Fundargerðin framlögð.


2.   1408005F - Fræðslu- og skólanefnd - 110


Fundargerðin framlögð.

Hjördís Stefánsdóttir, Ása Helgadóttir og Arnheiður Hjörleifsdóttir tóku til
máls undir þessum lið.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun ársins
2014:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun
ársins að fjárhæð 700.000 kr. samkvæmt 1. málsg. 2. mgr. 63. gr.
sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með
fjárveitingu af fjárhagsliðnum óviss útgjöld 21-85-5971."
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0


3.   1409012 - Kaup á Staðarhöfða.


Erindi frá Nínu Ólafsdóttur og Steinþóri Bjarna Ingimarssyni.


Erindið lagt fram
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að afla gagna vegna
erindisins.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0


4.   1409009 - Ósk um framlag til tækjakaupa.


Erindi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands, dagsett 29. ágúst 2014.


Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að vísa því til gerðar
fjárhagsáætlunar ársins 2015.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0


5.   1409010 - Eineltisstefna Hvalfjarðarsveitar.


Drög til samþykktar, frá félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar.


Oddviti leggur til að afgreiðslu erindisins verði frestað þar til kynning á
eineltisstefnu hefur farið fram fyrir starfsmönnum sveitarfélagsins sbr.
bókun sveitarstjórnar frá síðasta fundi.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0


6.   1404036 - Hvalfjarðarsveit hvött til að halda lúpínu í skefjum.


Erindi frá Margréti Thorlacius og Ólafi Helga Ólafssyni lagt fram. Þar lýsa
þau vonbrigðum með afgreiðslu USN nefndar frá 39. fundi á erindi sem
þau höfðu sent sveitarfélaginu þar sem hvatt var til stefnumótunar um
aðgerðir til að halda útbreiðslu lúpínu í skefjum.


Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir eftirfarandi bókun USN frá 39.
fundi:
"USN nefnd telur ekki forsendur fyrir því að sveitarfélagið móti stefnu
gegn útbreiðslu lúpínu í einkalöndum í Hvalfjarðarsveit."
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0


7.   1409016 - Kosning fulltrúa í fulltrúaráð Fjölbrautaskóla Vesturlands.


a) kosning tveggja aðalmanna, b) kosning tveggja varamanna.


Fyrir fundinum liggur að tilnefna fulltrúa til setu í fulltrúaráði
Fjölbrautaskóla Vesturlands 2014-2018;
Framlögð tillaga um skipan eftirtalinna aðila:
Hjördísi Stefánsdóttur og Þórdís Þórisdóttir, aðalmenn.
Ólafur Jóhannesson og Eyrún Reynisdóttir, varamenn.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0


8.   1409018 - Tónlistarskólinn, fagnefnd.


Kosning áheyrnarfulltrúa.


Fyrir fundinum liggur að tilnefna áheyrnarfulltrúa í fagnefnd Tónlistarskóla
Akraness 2014-2018.
Fram lögð tillaga um skipan Ólafs Jóhannessonar.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0


9.   1409019 - Siðareglur kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og
ráðum á vegum Hvalfjarðarsveitar.


Samkvæmt sveitarstjórnarlögum 138/2011:
29. gr. Siðareglur og góðir starfshættir.
Sveitarstjórn skal setja sér siðareglur sem sendar skulu ráðuneytinu til
staðfestingar. Ef siðareglur eru í gildi skal ný sveitarstjórn meta hvort
ástæða sé til endurskoðunar þeirra. Ef niðurstaðan er sú að siðareglur 
þarfnist ekki endurskoðunar halda þær gildi sínu. Tilkynna skal
ráðuneytinu um þá niðurstöðu.


Framlögð eftirfarandi tillaga:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðar siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í
sveitarstjórn, nefndum og ráðum á vegum Hvalfjarðarsveitar. Sveitarstjórn
samþykkir að vísa siðareglunum til kynningar í fastanefndum
sveitarfélagsins og til staðfestingar innanríkisráðherra."
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0


10.   1409020 - Endurskoðun aðalskipulags.


Samkvæmt skipulagslögum 123/2010:
Að loknum sveitarstjórnarkosningum skal sveitarstjórn meta hvort ástæða
sé til að endurskoða aðalskipulagið. Skal sú ákvörðun m.a. taka mið af
því hvort landsskipulagsstefna kalli á endurskoðun aðalskipulagsins. Um
málsmeðferð á endurskoðaðri áætlun fer sem um gerð nýs aðalskipulags
sé að ræða. Ef niðurstaða sveitarstjórnar er að aðalskipulagið þarfnist
ekki endurskoðunar heldur það gildi sínu. Tilkynna skal Skipulagsstofnun
um þá niðurstöðu, innan 6 mánaða frá sveitarstjórnarkosningum.

Oddviti leggur til að leitað verði umsagnar USN-nefndar um það hvort
ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0


11.   1409021 - Leitarstjóri í Akrafjalli.


Skipun leitarstjóra.


Oddviti leggur til að Bjarni Rúnar Jónsson verði skipaður leitarstjóri á
leitarsvæði Reynisréttar haustið 2014.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0


12.   1403011 - Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, 28. mars 2014.


Framhaldsaðalfundur SSV og málþing að hausti verður haldið í
Dalabyggð 18. september n.k.


Erindi framlagt.
Ása Helgasóttir tók til máls undir þessum dagskrárlið.
Samþykkt að Ása Helgadóttir, sveitarstjórnarfulltrúi og Skúli Þórðarson,
sveitarstjóri fari með umboð Hvalfjarðarsveitar á fundinum.
Jónella Sigurjónsdóttir og Daníel Ottesen séu varafulltrúar þeirra.


13.   1309031 - Varðandi ráðningu í starf framkvæmdastjóra Höfða.


Bréf frá umboðsmanni Alþingis, dagsett 26. ágúst 2014.


Erindi framlagt til kynningar.


14.   1409014 - Ályktun um varðveislu landbúnaðarlands.


Aðalfundur Samtaka ungra bænda haldinn í Úthlíð 22. mars 2014 hvetur
sveitarstjórnarfulltrúa til að kynna sér og nýta heimildir í skipulagslögum
við gerð aðal- og deiliskipulags til að varðveita landbúnaðarland. Einnig
verður að skilgreina mismunandi undirflokka landbúnaðarlands, svo sem
land til skógræktar, jarðræktar, beitarland og fleira.


Erindi framlagt til kynningar.
Erindið hefur verið sent USN nefnd og landbúnaðarnefnd.


15.   1409015 - Tillögur Mannvirkjastofnunnar að reglugerð um starfsemi slökkviliða.


Erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dagsett 1. september 2014.


Erindi framlagt til kynningar.

Erindið hefur verið sent til USN nefndar.


16.   1409011 - 42. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.


Fundargerð lögð fram til kynningar.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:37 .

Efni síðunnar