Fara í efni

Sveitarstjórn

172. fundur 13. maí 2014 kl. 16:20 - 18:20

Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, Ása Helgadóttir varaoddviti, Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður, Arnheiður Hjörleifsdóttir vararitari, Stefán Ármannsson aðalmaður, Halldóra Halla Jónsdóttir aðalmaður, Elísabet Benediktsdóttir varamaður og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritar fundargerð..


Laufey Jóhannsdóttir  sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðar dagskrár.
Að auki sat fundinn sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

1.   1404002F - Sveitarstjórn - 170


LJ ræddi lið 9, umsögn varðandi framleiðsluaukningu Norðuráls í 350.000
tonn. Í framhaldi af fundi sveitarstjórnar með forsvarsmönnum Norðuráls
fyrir fundinn og umræðum á fundinum lagði LJ til að vísa erindinu til USN
nefndar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
Fundargerðin framlögð


2.   1404005F - Sveitarstjórn - 171


Fundargerðin framlögð


3.   1405005 - 41.fundur fjölskyldunefndar


HHJ gerði grein fyrir efnisatriðum fundargerðarinnar. Ræddi tillögur
varðandi breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð og reglur um félagslega
heimaþjónustu.
Lagði til að samþykkja reglur um félagslega heimaþjónustu s.b. lið 2 í
fundargerðinni. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
Lagði til að samþykkja endurskoðaðar reglur um fjárhagsaðstoð s.b. lið 1 í
fundargerðinni. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
Fundargerðin framlögð.


4.   1405010 - 6. fundur stýrihóps um húsnæðismál leikskólans.


SSJ fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.

5.   1404027 - 16. fundargerð nefndar um nýja fjallskilasamþykkt og 
samþykkt drög.


Frestað á 170. fundi sveitarstjórnar.


SSJ fór yfir erindið frá 170. fundi. Drög að fjallskilasamþykkt samþykkt
samhljóða 7-0.


6.   1405009 - Kjörskrárstofn og viðmiðunardagur kjörskrár, frá
Þjóðskrá.


A) kjörskrá liggur ekki fyrir en mun væntanlega liggja fyrir 14. maí, sjá
meðfylgjandi bréf frá þjóðskrá Íslands. B) Lagt er til við sveitarstjórn að
kosið verði í einni kjördeild og kjördeild standi frá klukkan 9:00-21:00. C)
Lagt er til að kjörstaður verði í stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3.


A) kjörskrá liggur ekki fyrir
B) Sveitarstjórn samþykkir að kosið verði í einni kjördeild og að kjörfundur
standi frá kl. 09.00-21.00. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
C) Sveitarstjórn samþykkir að kjörstaður verði í stjórnsýsluhúsinu að
Innrimel 3. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0


7.   1405022 - Skólaakstur 2014.


Samantekt fá sveitarstjóra og fundargerð frá Ríkiskaupum.


SSJ óskar eftir að víkja af fundi undir þessum lið og að ÁH taki við
fundarstjórn. SÁ óskaði eftir fundarhléi. Að afloknu fundarhléi var
eftirfarandi samþykkt;
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hafna öllum tilboðum í skólaakstur
þar sem mikið af umbeðnum gögnum vantar í tilboðin bæði hvað varðar
hæfi bjóðenda og valforsendur. Sveitarstjórn samþykkir að fela
sveitarstjóra í samráði við Ríkiskaup að vinna að útfærslu varðandi næstu
skref varðandi skólaakstur. Tillagan samþykkt samhljóða 6-0. SSJ tekur
aftur þátt í fundinum.

8.   1404020 - Óskað eftir fjárveitingu til þess að endurnýja rotþró við Kambshól 2.


Samantekt frá byggingafulltrúa Hvalfjarðarsveitar.

SSJ ræddi erindið. ÁH ræddi erindið og lagði til að samþykkja fram komið
erindi frá byggingafulltrúa og ræddi hvort fjárhagsáætlun rúmi þennan lið.
Tillaga varðandi endurnýjun rotþróa samþykkt samhljóða 7-0. Erindinu
vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.


9.   1405015 - Beiðni um aðstöðu í Fannahlíð til vorhátíðar.


Erindi frá foreldrafélagi Leik- og grunnskóla Hvalfjaðrarsveitar.


SSJ fór yfir erindið og lagði til að samþykkja erindið en bendir bréfritara á
að hafa samband við umsjónarmann hússins. Tillagan samþykkt
samhljóða 7-0.


10.   1405014 - Varðandi söfnun á CT tæki.

Erindi frá Hollvinasamtökum HVE, dagsett 29. apríl 2014.


SSJ fór yfir erindið. ÁH ræddi erindið og tekur jákvætt í erindið og leggur
til að leggja 1 miljón í verkefnið. SÁ lýsir yfir stuðningi við verkefnið. SSJ
tekur jákvætt í erindið. Tillaga um að vísa fjármögnun til fjárhagsáætlunar
ársins 2015 samþykkt samhljóða 7-0.


11.   1404012 - Tillaga vegna óbundinna kosninga.


Samantekt frá sveitarstjóra.


LJ fór yfir að í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar hafi
undirbúningsvinna við uppsetningu á vef farið fram. Vefsíðan er tilbúin
undir slóðinni
www.hvalfjordur2014.is
Gerði grein fyrir að kostnaður við framkvæmdina er u.þ.b. 395 þúsund.
Lagði til við sveitarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun ársins
að fjárhæð 395.000 kr. samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. stjórnsýslulaga
nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með fjárveitingu af fjárhagsliðnum
óviss útgjöld 5971-2185. AH ræddi erindið og benti á að koma þurfi á
framfæri upplýsingum til íbúa varðandi kjörseðil. ÁH ræddi hvað skal gera
fyrir þá sem ekki hafa aðgang að netsambandi og tölvum. SSJ og AH taka
undir með ÁH.
Tillagan samþykkt með atkvæðum AH og HV. SSJ, HHJ, EB, ÁH og SÁ
sitja hjá við afgreiðsluna.


12.   1212014 - Reiðvegagerð við Miðgarðstjörn.


Beiðni um framkvæmdaleyfi.


SSJ fór yfir erindið. Lagði til að vísa erindinu til skipulagsfulltrúa. AH
spurðist fyrir hvort framkvæmdin teljist framkvæmdaleyfisskyld. SSJ
svaraði. AH óskaði eftir skýrari svörum. SSJ ræddi erindið. SÁ ræddi
erindið. AH ræddi erindið og vísaði í reglugerð um framkvæmdaleyfi. SSJ
lagði til við sveitarstjórn að ákvarða um að verkið sé ekki
framkvæmdaleyfisskylt. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0


13.   1405011 - Umsókn um þátttöku kostnaðar í landamerkjagirðingu á milli lögbýlisins Ásfells og Hvalfjarðarsveitar.


Erindi frá Bjarna R. Jónssyni, dagsett 8. maí 2014.


SSJ fór yfir erindið. Lagði til að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar fyrir árið
2015. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


14.   1405017 - Hitaveita Hvalfjarðarsveitar og orkuendurvinnsla Elkem Ísland.


Elkem vill lýsa yfir áhuga á að skoða og greina hvaða möguleikar eru fyrir
hendi gagnvart því að nýta varmaorku við að hita upp vatn til nýtingar við
uppbyggingu á Hitaveitu Hvalfjarðar, m.a. á iðnaðarsvæðinu á
Grundartanga.


SSJ fór yfir erindið. LJ ræddi erindið og lagði til að samþykkja að Elkem 
vinni greiningarvinnu og að erindinu verði vísað til umfjöllunar og
kynningar á fundi með stjórn Hitaveitufélags Hvalfjarðar. Tillagan
samþykkt samhljóða 7-0.


15.   1405018 - Mögulegt samstarf UMSB og Hvalfjarðarsveitar.


Erindi frá Ungmennasambandi Borgarfjarðar.


SSJ fór yfir erindið. ÁH ræddi erindið og lagði til að vísa erindinu til
fræðslu- og skólanefndar til kynningar. AH ræddi erindið og vísa erindinu
til ungmennafélaganna til kynningar og lagði til að sveitarstjórn boði til
fundar með þessum aðilum. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


16.   1405019 - Laun vinnuskóla 2014


Erindi frá fjármálastjóra/launafulltrúa Hvalfjarðarsveitar.


SSJ fór yfir erindið og lagði til að samþykkja erindið. Tillagan samþykkt
samhljóða 7-0.


17.   1405023 - Útleiga á Fannahlíð.


Erindi frá Ísípísý ehf..

SSJ fór yfir erindið. LJ fór yfir erindið og lagði fram kostnaðartölur
varðandi rekstur hússins. ÁH ræddi erindið og vill vísa erindinu til næstu
sveitarstjórnar. SSJ ræddi erindið. AH ræddi erindið. LJ ræddi erindið og
fagnaði framkvæmdum við Hernámssetrið að Hlöðum og óskaði Guðjóni
til hamingju með safnið. Velti upp að fresta afgreiðslu fram í júní. SSJ
ræddi erindið og fór yfir kostnaðartölur. HV ræddi erindið og tekur jákvætt
í erindið. SSJ lagð til að fresta erindinu. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


18.   1405012 - Rekstraryfirlit janúar-mars 2014.


Erindi frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.


Erindið framlagt


19.   1405016 - Fjárhagsáætlun 2015-2018 undirbúningur.


Frá sveitarstjóra.


LJ fór yfir erindið og tímarammann. Erindið framlagt.

20.   1402017 - Framkvæmd ljósleiðaratenginga í íbúðarhús.


Samantekt vegna framkvæmda við ljósleiðarvæðingu, frá sveitarstjóra.


LJ fór yfir erindið. AH spurðist fyrir varðandi úrskurð ESA og
innheimtumál. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. Erindið framlagt.


21.   1211014 - Ljósleiðari í Hvalfjarðarsveit.


Bréf frá innanríkisráðuneytinu.


Erindið framlagt


22.   1405021 - Kostnaður vegna áætlunar um lagningu hitaveitu í
Hvalfjarðarsveit.


Erindi frá Hallfreði, Arnheiði og Stefáni, dagsett 7. maí 2014.


HV ræddi erindið og mikinn kostnað. ÁH ræddi erindið taldi fjármunum vel
varið sem lið í að jafna lífsgæði íbúanna. SÁ ræddi erindið og ræddi
kostnaðartölur og spurðist fyrir varðandi stöðuna á verkefninu. LJ svaraði
fram komnum fyrirspurnum. HV ræddi erindið. SSJ svaraði fram komnum
fyrirspurnum. HV ræddi erindið. Erindið er framlagt.


23.   1404038 - Aðalfundarboð 2014, Hitaveitufélag Hvalfjarðar.


Skýrsla stjórnar, framkvæmda áætlun, rekstraráætlun 2014 og
ársreikningur 2013.


Erindið framlagt

24.   1405013 - 39. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.


Fundargerðin framlögð

25.   1405020 - 118. og 119. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.


Fundargerðirnar framlagðar.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.30 .

Efni síðunnar