Fara í efni

Sveitarstjórn

157. fundur 08. október 2013 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, Ása Helgadóttir varaoddviti, Sævar Ari Finnbogason ritari, Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður, Arnheiður Hjörleifsdóttir vararitari, Stefán Ármannsson aðalmaður, Halldóra Halla Jónsdóttir aðalmaður og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritar fundargerð.


Laufey Jóhannsdóttir  sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.


Að auki sat sveitarstjóri fundinn og ritaði fundargerð. 


1.   1309004F - Sveitarstjórn - 156


SA ræddi lið 2 f spurðist fyrir varðandi frétt í Skessuhorni sem vísað er í
fund með sveitarstjórn. SSJ svaraði að slíkur fundur hafi ekki verið
haldinn með sveitarstjórn. Fundargerðin framlögð


2.   1309032 - 16. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.

SAF ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. Lagði til að vísa erindum
fundargerðarinnar til nefndarinnar aftur og að nefndin komi með nánari
útfærslur og hugmyndir við fjárlagagerðina fyrir árið 2014. AH ræddi
hugmyndir nefndarinnar og að um væri að ræða sama verklag og áður,
ræddi uppsetningar og viðhald skilta samanber 3ja lið fundargerðarinnar.
SAF ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. AH ítrekaði fyrri afstöðu sína.
SAF svaraði fram kominni fyrirspurn. SSJ lagði til að vísa fundargerðinni
til fjárlagagerðar fyrir árið 2014. Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum, SSJ
SAF HHJ og ÁH en HV, AH og SÁ sitja hjá við afgreiðsluna.
Fundargerðin framlögð.


3.   1310003 - 103. fundur fræðslu- og skólanefndar.


ÁH ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. Ræddi lið 3 lagði til að fela
skólastjóra að koma með drög að öryggisreglum fyrir leikskólann. Leggur
til að nefndin yfirfari reglurnar í lið 7, styrkir vegna ferða ungmenna og í
íþrótta- og tómstundastarfi aftur. AH ræddi fundargerðina, öryggisreglur,
styrkveitingar. ÁH svaraði fram komnum fyrirsprunum. LJ svaraði
framkomnum fyrirspurnum. SAF ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. SSJ 
ræddi fram komnar reglur um ferðastyrki til ungmenna í íþrótta- og
tómstundastarfi. SÁ ræddi fram komnar reglur um ferðastyrki. AH ræddi
reglur um ferðastyrki til ungmenna og fyrirkomulag styrkveitinga. SSJ
ræddi fram komnar reglur um ferðastyrki. SAF ræddi reglurnar og lagði
fram svohljóðandi tillögu;
Fyrsta málsgrein orðast svo:
Reglur þessar gilda um styrkveitingar vegna iþrótta- og tómstundaiðkunar
barna og ungmenna allt að 18 ára aldri og skal miðað við almanaksár, og
er ætlað að vera hvatning til frekari framfara og til að mæta útlögðum
kostnaði.
Styrkupphæð til afreksfólk til keppnisferða erlendis verður 35.000 í stað
100.000 og miða við skilgreiningu ÍSÍ til viðmiðunar.
AH ræddi erindið og að nefndin hafi haft reglur ÍSÍ um afreksfólk til
viðmiðunar. SÁ ræddi afreksíþróttir og upphæðir. HV ræddi erindið og
lagði til að vísa fram komnum hugmyndum og tillögum til umfjöllunar í
fræðslu- og skólanefnd. Tillagan samþykkt samhljóða 5-0, SAF og HHJ
sitja hjá við afgreiðsluna.
Fundargerðin framlögð.


4.   1309030 - Útivistarstígur að skógræktarsvæði Skilmannahrepps og
að Heiðarskóla.


Minnisblað sveitarstjóra, varðandi verðkönnun á stígagerð í Melahverfi.

ÁH óskaði eftir að víkja af fundi. Samþykkt, ÁH vék af fundi.LJ fór yfir að
verðkönnun var gerð og er yfirferð yfir gögn er að ljúka. Ræddi að gert
hafi verið ráð fyrir olíumöl í verklýsingu og að leyft hafi verið að gera frávik
með malbikslögn. Lagði til að semja við lægstbjóðanda og að fenginni
umsögn byggingarfulltrúa er lagt til að velja malbik sem yfirlag. AH ræddi
framkvæmd við verðkönnun. HV spurðist fyrir verklagi við framkvæmd
verðkönnunar og ræddi framkvæmd við fegrun Melahverfis. SAF ræddi
fyrirkomulag varðandi heiti á málum og verklag. HV ræddi framkvæmd við
fegrun Melahverfis. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SAF svaraði
fram komnum fyrirspurnum og ábendingum. SÁ ræddi erindið og
framkvæmdina. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SAF svaraði fram
komnum fyrirspurnum. HV ræddi fyrirkomulag við stórbílastæði og gerð
göngustíga skv aðalskipulagi. SSJ lagði til að samið verði við
lægstbjóðanda þegar yfirferð yfir boðin er lokið og að lægsta boð standist.
Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum. ÁH tekur aftur þátt í fundinum.


5.   1309033 - Tillaga um sameiningu sveitarfélaga.


A) tillaga um sameiningu. Erindi frá bæjarstjórn Akraneskaupstaðar,
dagsett 25. september 2013.
B) samantekt frá sveitarstjóra Hvalfjarsveitar, nokkrar lykiltölur.


a) SSJ lagði fram svohljóðandi bókun;
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar afþakkar boð bæjarstjórnar Akraness um
viðræður um sameiningu sveitarfélaganna Akraness, Borgarbyggðar,
Skorradalshrepps og Hvalfjarðarsveitar. Sveitarstjórn telur slíkar viðræður
ekki tímabærar þar sem skammt er síðan sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit
varð til við sameiningu fjögurra sveitarfélaga. 
AH benti á að þetta væri tillaga sem kæmi frá meirihluta sveitarstjórnar.
HV ræddi fram komna bókun og mun sitja hjá við afgreiðsluna.
Tillaga SSJ samþykkt með 4 atkvæðum, SSJ ÁH, SAF og HHJ. HV SÁ og
AH sitja hjá við afgreiðsluna.
b) lagt fram.


6.   1310007 - Reglur og tillögur.


Erindi frá Skógræktarfélagi Skilmannahrepps.


LJ fór yfir erindið og að erindið hafi áður verið á dagskrá sveitarstjórnar í
júní sjá mál; 1306014. Fór yfir að hún og oddviti hafi hitt stjórn félagsins.
Beiðni stjórnar er að fá að skerða höfuðstólinn. LJ lagði til að heimila
skerðingu sem nemur 5,6 miljónum samtals og að stjórn sé heimil
ráðstöfun fjárins samtals, næstu fjögur árin í verkefni sem hún telur
brýnust. SSJ ræddi erindið og lagði til að samþykkja að heimila þeim
ráðstöfun fjárins næstu fjögur ár. Reglur sjóðsins eru óbreyttar.Tillagan
samþykkt samhljóða 7-0.


7.   1310006 - Óskað ertir tilnefningu til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu.


Erindi frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.


Sveitarstjóra falið að svara erindinu. Samþykkt 7-0.


8.   1310009 - Afskrift á þing- og sveitasjóðsgjöldum.


Erindi frá Sýslumanninum í Borgarnesi, dagsett 2. október 2013.


LJ fór yfir erindi og lagði til að samþykkja afskriftirnar kr 81.934 auk
áfallins kostnaðar samtals kr 154.178. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


9.   1310004 - Rekstraryfirlit janúar-júlí 2013.


Frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.


Erindið framlagt


10.   1310001 - Fjárrekstur í gegnum Hafnarsel.


Erindi frá eigendum sumarhúsalóða og landeiganda í Hafnarseli, dagsett
21. september 2013.


SAF ræddi erindið. Erindið framlagt


11.   1211014 - Ljósleiðari í Hvalfjarðarsveit.


Verksamningur við Þjótanda ehf.


LJ gerði grein fyrir stöðu verkefnisins. SAF ræddi erindið og fagnar því að
verkið er að hefjast spurðist fyrir varðandi eftirlitsmann. HV fagnaði því að
verkið er að hefjast. Spurðist fyrir varðandi lagnaleiðir og endanleg
samþykki um lagnaleiðir. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. AH
ræddi að fyrirtæki hafi ekki fengið endanlegar upplýsingar. LJ svaraði
fram komum fyrirspurnum. SÁ ræddi að kanna hvort eftirlitsmaður sé
innan svæðis eða hvort ætti að auglýsa. Erindið framlagt.


12.   1309036 - Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2013.


Erindi frá Alþingi, dagsett 26. september 2013.


LJ gerði grein fyrir að áætlað er að funda með þingmönnum kjördæmisins
í kjördæmaviku og áætlaður fundardagur er 25. október. Erindið framlagt.


13.   1310002 - Kynning á embættinu "umboðsmaður barna"


Erindi frá umboðsmanni barna, dagsett 23. september 2013. Skýrsla
umboðmanns barna 2012, liggur frammi.


Erindinu vísað til kynningar í leik- og grunnskóla, fræðslu- og skólanefnd
og til fjölskyldunefndar. Erindið framlagt


14.   1310008 - Skýrsla um fasteigamat og brunabótamat.


Frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 25. september 2013. Skýrslurnar liggja
frammi.


Erindið framlagt


15.   1309038 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um hlutdeild
sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum, 44. mál.

Erindi frá Alþingi, dagsett 23. september 2013. Þegar sent form.
menningar- og atvinnuþróunarnefndar.

Erindið framlagt


16.   1310005 - 31. og 32. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og
dvalarheimilis.


Fundargerðirnar framlagðar.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.40 .


Efni síðunnar