Fara í efni

Sveitarstjórn

153. fundur 15. ágúst 2013 kl. 15:00 - 17:00

Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, Ása Helgadóttir varaoddviti, Sævar Ari Finnbogason ritari, Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður, Stefán Ármannsson aðalmaður, Halldóra Halla Jónsdóttir aðalmaður, Björgvin Helgason 1. varamaður og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritar fundargerð.


Laufey Jóhannsdóttir  sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Að auki sat sveitarstjóri fundinn og ritaði fundargerð. Guðmundur Daníelsson ráðgjafi sat að einnig fundinn.

 

1.   1211014 - Ljósleiðari í Hvalfjarðarsveit.


EFLA hefur lokið hönnun og vinnu við hönnun á ljósleiðaralögnum. Fyrir
liggur að ákveða að auglýsa eftir framkvæmdaaðila til verkefnisins.


LJ gerði grein fyrir stöðu verkefnisins. Ráðgjafar hafa unnið að lokafrágangi hönnunar og unnið að gerð útboðsgagna varðandi lagnir og blástur. Ráðgjafar hafa einnig unnið að verðkönnun varðandi efniskaup og er unnið að lokafrágangi varðandi efniskaup. Á vinnufundi með sveitarstjórn sem haldinn var 14. ágúst fóru ráðgjafar yfir efniskaup og framkvæmd varðandi útboð á jarðvinnu og blæstri varðandi ljósleiðaralagningu.
Þeir fulltrúar sveitarstjórnar sem þann fund sátu voru sammála um að hefja efniskaup og framkvæmdir.
Samþykkt var að vísa eftirfarandi tillögum til afgreiðslu á fundi
sveitarstjórnar og fulltrúar sem fundinn sátu voru sammála um eftirfarandi;

A) Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra áframhaldandi undirbúning
við ljósleiðaravæðingu og felur sveitarstjóra að undirbúa efniskaup, á
grundvelli samantekta EFLU, vegna ljósleiðaravæðingar.


B) Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa útboð og ráða
framkvæmdaaðila á grundvelli undirbúningsvinnu og gagnaöflunar sem
EFLA hefur unnið í samráði við sveitarstjórn og ráðgjafa sveitarstjórnar.

 

Sveitarstjórnarfulltrúarnir voru sammála um að boða til aukafundar í
sveitarstjórn á fimmtudaginn 15. ágúst og óska eftir staðfestingu
sveitarstjórnar á formlega boðuðum fundi til þess að fjalla um ofangreindar tillögur.
Legg til að samþykkja framangreindar tillögur um að kaupa efni til
ljósleiðaralagningar og auglýsa útboð á lagningu og blæstri á ljósleiðara og ráða framkvæmdaaðila að verkinu.
BH spurðist fyrir varðandi dagsetningu verkloka og hvort ákveðið hafi verið
hvernig staðið verið að mati á verkefninu. LJ svaraði fram komnum
fyrirspurnum. SÁ óskaði eftir að bætt verði við bókunina að um útboð á
framkvæmd við jarðvinnu og blástur og spurðist fyrir varðandi lagnaleiðir.
SAF ræddi verklok og mat á gæðum á efni. LJ svaraði fyrirspurnum.
ÁH benti á að verið er að ljúka við að tala við alla landeigendur.
Tillaga A) samþykkt samhljóða 7-0.
Tillaga B) samþykkt samhljóða 7-0.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.30 .

 

Efni síðunnar