Fara í efni

Sveitarstjórn

152. fundur 09. júlí 2013 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, Ása Helgadóttir varaoddviti, Sævar Ari Finnbogason ritari, Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður, Arnheiður Hjörleifsdóttir vararitari, Halldóra Halla Jónsdóttir aðalmaður og Björgvin Helgason 1. varamaður.
Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.

 


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. SSJ benti á að misritun er í fundarboði liður 4 var til umfjöllunar og afgreiddur á síðasta fundi.
Að auki sat sveitarstjóri fundinn og ritaði fundargerð.

 

1.
1306002F - Sveitarstjórn - 151
Fundargerðin framlögð


 

2.
1307004 - 36. fundur fjölskyldunefndar

Fundargerðin framlögð


3.
1307001F - Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 26

AH ræddi fundartíma og fundarboðun. Ræddi verkefni á vegum sveitarfélagsins. SSJ rædi fundarboðun. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SAF ræddi fundarboðun og fundartíma USN nefndar. Fundargerðin framlögð


 

4.
1303047 - Glammastaðir ehf.kt: 480113-0470.

Afgreiðsla USN nefndar 5. júlí 2013. Nefndin samþykkir framlögð gögn og erindi til Úrskurðarnefndar.
SAF lagði til að sveitarstjórn samþykki afgreiðslu USN nefndar varðandi beiðni Úrskurðarnefndrar umhverfis- og auðlindamála. HV ræddi landamerki og skiptingu lands. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum. Tillagan samþykkt 6-0. HV situr hjá við afgreiðsluna.


5.
1307012 - Örbylgjuloftnet fyrir Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar

Erindi frá Jóni Rúnari Hilmarssyni skólastjóra dagsett 4. júlí 2013
LJ ræddi erindið og lagði til að samþykkja aukafjárveitingu allt að 500 þús.
SAF ræddi að tengingar innanhúss verði varanlegar. AH ræddi erindið og fjárhagsáætlun verkefnisins. HV spurðist fyrir varðandi öryggi merkisins. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum.

Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð sem nemur allt að 500 þús. kr samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. stjórnsýslulaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með fjárveitingu af fjárhagsliðnum óviss útgjöld 5971-2185. Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum SSJ, ÁH, HHJ SAF. HV, AH og BH sitja hjá við afgreiðsluna


6.
1307013 - Styrkir vegna ferða ungmenna í íþrótta og tómstundastarfi.

Erindi frá formanni fræðslu- og skólanefndar fyrir hönd nefndarinnar dags. 04.júli 2013
ÁH fór yfir erindið. Nefndin fékk beiðni frá fjórum ungmennum og vantaði nafn Silvíu Mistar í bréf til sveitarstjórnar. Nefndin hefur samþykkt erindið á milli funda. Lagt er til að samþykkja ferðastyrki kr. 10 þúsund til ungmennanna. HV ræddi erindið og lagði til að hækka upphæðina upp í 20 þúsund kr. SSJ ræddi erindið og fyrirliggjandi reglur um styrkveitingar. ÁH ræddi erindið og óskaði eftir að fá reglurnar til endurskoðunar á næsta fundi fræðslu- og skólanefndar. SAF ræddi erindið. HV ræddi fram komnar hugmyndir og dregur tillögu sína til baka. SSJ svaraði fram komnum athugasemdum.

Tillaga um 10 þús kr. styrk á einstakling.

Tillagan samþykkt samhljóða. Tillaga um að fræðslu- og skólanefnd endurskoði viðmiðunarreglur um ferðastyrki á næsta fundi nefndarinnar er samþykkt samhljóða 7-0


7.
1307014 - Aðstaða fyrir forskólakennslu leikskólabarna

Erindi þessa bréfs er að kynna fyrir sveitarstjórn fyrirhugaða forskólakennslu í tónlist fyrir leikskólabörn. Erindi frá Jóni Rúnari Hilmarssyni skólastjóra dagsett 4. júlí 2013
SSJ ræddi erindið. AH ræddi erindið og fagnaði erindinu og styður fram komna hugmynd. Sveitarstjórn samþykkir erindið 7-0


8.
1307011 - Frumvarp til laga um almannatryggingar og málefni aldraðra, 25. mál. Frumvarp til laga um slysatryggingar almannatrygginga (heildarlög), 6. mál. Frumvarp til laga um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegur stuðningur (heildarlög), 7. mál.

Erindi frá nefndarsviði Alþingis. Sent 26. júní, sent félagsmálastjóra og sveitarstjórn. sjá; http://www.althingi.is/altext/142/s/0007.html sjá;http://www.althingi.is/altext/142/s/0040.html sjá; http://www.althingi.is/altext/142/s/0006.html
Erindið framlagt.


9.
1307002 - Hafnar og rekstrarsvið Siglingarstofnunar sameinast Vegagerðinni

Erindi frá Vegagerðinni dagsett 26. júní 2013
Erindið framlagt


10.
1307001 - Arðgreiðsla fyrir rekstrarárið 2012

Erindi frá Speli dagsett 27. júní. Áður vísað til fjármálastjóra og aðalbókara
Erindið framlagt


11.
1307003 - Beiðni um lykiltölur úr aðalskipulagi
Erindi frá Skipulagsstofnun dagsett 13. júní. Áður sent skipulagsfulltrúa.
Erindið framlagt

12.
1307005 - Ársreikningur 2012- Vatnsveitufélag Hvalfjarðarsveitar

Samþykktur á aðalfundi 26. júní 2013. Liggur frami á fundinum ásamt ársskýrslu
Erindið framlagt

13.
1306039 - 108. 109. og 110. fundir stjórna Faxaflóahafna.

Fundargerðirnar eru framlagðar


14.
1307010 - 807. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 807. fundar frá 28. júní 2013 liggur frami á fundinum. Áður send sveitarstjórn. Aðgengileg á http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx og
Fundargerðin framlögð

 

Fleira gerðist ekki.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.05 .


Efni síðunnar