Fara í efni

Sveitarstjórn

139. fundur 11. desember 2012 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, Ása Helgadóttir varaoddviti, Sævar Ari Finnbogason ritari, Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður, Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður, Stefán Ármannsson aðalmaður og Halldóra Halla Jónsdóttir vararitari.


Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Oddviti leitaði afbrigða að taka liði 6.7.og 12 fyrst á dagskrá. Samþykkt samhljóða. Oddviti leitaði afbrigða að taka 1009022, einföld ábyrgð vegna lántöku Dvalarheimilisins Höfða á dagskrá. Samþykkt samhljóða.
Launa- og fjármálafulltrúi (KHÓ) sat fundinn undir lið 6. 7. og 12. Að auki sat sveitarstjóri(LJ) fundinn ritaði fundargerð.

 

1. 1211003F - Sveitarstjórn - 138


LJ gerði grein fyrir lið 10 sala eigna og lið 13 fundarboð með Ragnheiði Þorgrímsdóttur. Fundargerðin framlögð.


2. 1212002 - 9. fundur starfshóps um ljósleiðaravæðingu.


Ásamt sveitarstjórn.


Fundargerðin framlögð


3. 1212007 - 95. fundur fræðslu- og skólanefndar.


Gögnin verða send síðar rafrænt.


ÁH fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Lagði til að fresta lið 4 tillögu varðandi útreikning barngilda. LJ ræddi fundargerðina. SSJ tók undir með ÁH og lagði til frestun á lið 4. AH ræddi lið 8 og úrvinnslu varðandi skýrslu Haraldar Finnssonar. ÁH svaraði fram komnum fyrirspurnum. Tillaga um að fresta lið 4. Samþykkt 6-0. AH situr hjá við afgreiðsluna.


4. 1212008 - 32. fundur fjölskyldunefndar.


LJ gerði grein fyrir erindinu og fór yfir upplýsingar frá félagsmálastjóra varðandi liðveislu og akstur. Tillögur varðandi lið 2. eru afgreiddar undir fjárhagsáætluninni liður 6 á dagskránni. Liður 4 heimild varðandi

jólauppbót. Tillagan samþykkt samhljóð 7-0. Fundargerðin framlögð.


5. 1212019 - 11. og 12. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.

 

LJ ræddi 2. lið fjárhagsáætlun til menningarmála í 11. fundargerð og gerði grein fyrir að búið er að taka tillit til tillögu nefndarinnar skv. samþykktu frumvarpi. Og ræddi lið 3. í 12. fundargerðinni. SAF ræddi fram komna hugmynd varðandi samning við Leikfélagið Sunnan Skarðsheiðar og lagði til að samþykkja samninginn. SSJ ræddi lið 7. önnur mál. Lagði til frestun á afgreiðslunni. SAF ræddi 7. lið önnur mál og óskaði eftir fundi með nefndinni. Tillagan samþykkt 7-0. Tillaga um að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi við Leikfélagið samþykkt samhljóða 7-0.


6. 1206045 - Fjárhagsáætlun 2013.


Síðari umræða og afgreiðsla.


Sveitarstjóri og fjármálastjóri fóru yfir breytingartillögurnar sem áður eru fram komnar. Sveitarstjóri lagði til að samþykkja fram komnar breytingartillögur.

 

A) Breytingar á milli umræðna eru og koma fram í einu skjali og eru eftirfarandi;

 

 ----------- Var ---   Verður --- Mismunur

02 Félagsþ. 65.560.700 kr. 66.226.500 kr. 665.800 kr.

04 Fræðslu og uppeldismál 345.682.400 kr. 337.953.800 kr. -7.728.600 kr. 05 Menningarmál 28.375.500 kr. 28.384.000 kr. 8.500 kr.

06 Æskulýðs og íþróttamál 21.254.800 kr. 23.893.800 kr. 2.639.000 kr.

09 Skipulags og byggingarmál 16.653.100 kr. 16.953.000 kr. 299.900 kr.

10 Umferðar og samgöngumál 10.028.300 kr. 9.028.300 kr. -1.000.000 kr.

13 Atvinnumál 6.191.900 kr. 8.791.900 kr. 2.600.000 kr.

21 Sameiginlegur kostnaður 102.609.700 kr. 91.404.500 kr. -11.205.200 kr.

27 óvenjulegir liðir - kr. 2.000.000 kr. 2.000.000 kr.

28 Fjármunatekjur og gjöld -62.219.900 kr. -63.565.400 kr. -1.345.500 kr.

Samtals aðalsjóður 6.425.900 kr. -6.640.200 kr. -13.066.100 kr.

 

31 Eignasjóður -39.846.800 kr. -56.409.600 kr. -16.562.800 kr.

51 B-hluta fyrirtæki 3.450.500 kr. 6.990.500 kr. 3.540.000 kr.

 

Rekstrarniðurstaða, er jákvæð -29.970.400 kr. -53.769.300 kr. -26.088.900 kr.

 

B) Tillaga um áframhaldandi viðbótargreiðslur til almennra starfsmanna umfram gildandi kjarasamning. Tillaga um að greiða út kjörtímabilið frá 1. júlí 2012-1 júlí 2014.

 

C) Tillaga fjölskyldunefndar um greiðslu fyrir félagslega liðveislu 2.milj. og greiðslu fyrir akstur með vistmenn 290 þús, samtals um 2.290.000 kr.

 

D) þriggja ára fjárhagsáætlun. Framkvæmdaáætlun og rekstaráætlun.

 

LJ lagði til að samþykkja fram komnar tillögur og fjárhagsáætlun 2013 og 2014-2016 ásamt fram komnum tillögum og lagði fram bókun; Vegna fjárfestinga í áætlun Hvalfjarðarsveitar árin 2013-2016 mun sveitarstjórn láta meta áhrif fjárfestingarinnar á fjárhag sveitarfélagsins í samræmi við ákvæði 66. gr. sveitarstjórnarlaga. Reynist áhrifin á fjárhag sveitarfélagsins umfram þau viðmiðunarmörk sem kveðið er á um í 6. gr. reglugerðar um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga mun sveitarfélagið endurskoða áætlunina með samþykkt viðauka við hana.

 

HV ræddi frumvarpið og lagði fram fyrirspurnir varðandi rekstur og stofnun ljósleiðarafyrirtækis. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum. SÁ fagnaði greiðslum til ófaglærðra. AH ræddi frumvarpið og ljósleiðaravæðingu og kynningu á ljósleiðaravæðingu, íbúaþing og lagði fram eftirfarandi tillögu;

 

Tillaga E-lista varðandi fjárhagsáætlun og ljósleiðaravæðingu. Við leggjum til að fram fari ítarleg kynning fyrir íbúa Hvalfjarðarsveitar á ljósleiðaraverkefninu á íbúaþingi sem haldið verður í upphafi árs 2013. Í kjölfarið fari fram íbúakosning um verkefnið. Rökstuðningur við tillöguna. Lagning ljósleiðara um Hvalfjarðarsveit er metnaðarfullt verkefni sem getur verið mjög vel til þess fallið að bæta búsetuskilyrði og auka atvinnumöguleika í sveitarfélaginu. Slíkt verkefni er þó ekki hluti af lögbundinni skyldu sveitarfélagsins. Þegar sveitarstjórn ákvað að hefja undirbúning við verkefnið lágu ekki fyrir kostnaðaráætlanir eða nákvæm útfærsla á verkefninu. Nú er hins vegar ljóst að verkefnið er afar kostnaðarsamt og krefst lántöku, allt að 180 milljónir króna. Í júní 2011 tóku gildi nýjar samþykktir um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar. Í vinnu við endurskoðun samþykktanna var m.a. lögð áhersla á aukið íbúalýðræði. Í þessu samhengi er vísað til 33. og 34. greina samþykktanna. Við teljum verkefnið þess eðlis og komið á þann tímapunkt að rétt sé að upplýsa íbúa Hvalfjarðarsveitar um það, og kalla eftir viðbrögðum og vilja íbúanna. Hér er sannarlega um þýðingarmikið verkefni að ræða sem hefur í för með sér umtalsverðar fjárhagslegar skuldbindingar til lengri tíma.

 

LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SÁ ræddi kostnaðaráætlun og fram komin gögn varðandi hönnun. SAF ræddi fram komna kostnaðaráætlun og að starfshópurinn muni fara yfir fram komna framkvæmdaáætlun. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. AH óskaði eftir upplýsingum varðandi fjárhagsáætlun. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. HV ræddi kostnaðaráætlun. ÁH óskaði eftir fundarhléi. Samþykkt. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SÁ ræddi kostnaðaráætlun og að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir 285 milj. á árunum 2013-2014 en kostnaðaráætlun ljósleiðaraverkefnis sé 311 milj.

Gert fundarhlé. Að afloknu fundarhléi.

 

A) Breytingatillaga á fjárhagsáætluninni samþykkt 7-0

 

B) Greiðslur til almennra starfsmanna. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

 

C) Tillaga fjölskyldunefndar um greiðslur fyrir félagslega liðveislu og akstur. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

 

D) Fjárhagsáætlun 2013 og þriggja ára fjárhagsáætlun,

framkvæmdaáætlun og rekstaráætlun. Tillagan samþykkt 4-0. SÁ AH og HV sitja hjá við afgreiðsluna. HV ræddi afgreiðslu á framkominni tillögu E lista. AH óskaði eftir upplýsingum um afgreiðslu á tillögu sinni og óskaði eftir afstöðu meirihluta til tillögu sinnar. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum.

 

Frumvarpið í heild sinni með áorðnum breytingum og fyrirvara í bókun er samþykkt 4-0. SÁ AH og HV sitja hjá við afgreiðsluna. 

 

AH fór yfir tillögu E lista og gerði grein fyrir atkvæði sínu varðandi afgreiðslu fjárhagsáætlunar. SAF ræddi kostnaðaráætlun.

Tillaga E lista 3 greiða tillögunni atkvæði, SÁ, AH og HV. SSJ, ÁH HHJ og SAF greiða atkvæði gegn tillögunni. Tillagan er felld.

 

SAF lagði fram bókun; Verkefnið hefur þegar verið kynnt íbúum á tveimur íbúafundum og liggur fyrir vilji sveitarstjórnar og starfshóps um ljósleiðaravæðingu að kynna verkefnið rækilega fyrir íbúum, bæði á íbúafundum og með öðrum hætti. Hvað atkvæðagreiðslu snertir teljum við ekki rétta tímapunktinn til þess að fjalla um eða taka ákvarðanir um slíkt á þessum stigi. Við bendum á að réttara hefði verið að leggja slíka tillögu fram í febrúar áður en farið að nota fjármuni sveitarfélagsins í hönnun ljósleiðarakerfisins. En þá lá fyrir kostnaðaráætlun upp á 270 milljónir. En nú þegar er búið að nýta umtalsverða fjármuni í hönnun verkefnisins. Lýðræðið snýst ekki aðeins um atkvæðagreiðslur heldur enn frekar um upplýsingar og kynningu fyrir íbúum. Einnig gerum við athugasemd við að þessi tillaga skyldi ekki send inn svo hún lægi fyrir í fundargögnum svo sveitarstjórnarmenn hefðu tök á að ígrunda hana og undirbúa sig. SSJ, ÁH, HHJ, SAF.

 

AH ræddi fram komna bókun.

7. 1211056 - Þriggja ára fjárhagsáætlun 2014-2016.


Sjá lið 6 í dagskránni.


8. 1212012 - Beiðni um niðurfellingu byggingarleyfisgjalds.


Erindi frá Marteini Njálssyni, Magnúsi Hannessyni og Hannesi A. Magnússyni fyrir hönd Bugavirkjunar ehf. og eigenda Eystri-Leirárgarða.


SSJ ræddi erindið og lagði til að hafna erindinu. SAF ræddi erindið og að ekki sé hægt að verða við erindinu. Tillaga um að hafna erindinu er samþykkt 7-0.


9. 1212014 - Reiðvegagerð.


Erindi frá Antoni Ottesen og Stefáni Jónssyni, dagsett 5. desember 2012.

ÁH óskaði eftir að afstöðu sveitarstjórnar varðandi hæfi sitt þar sem hún er eigandi að landi í Heynesi. 5 fulltrúar SSJ, HHJ HV, SÁ og AH telja ÁH hæfa til þess að fjalla um erindið. ÁH tekur áfram þátt í fundinum. SSJ fór yfir erindið. SÁ fór yfir erindið og styður hugmynd bréfritara. LJ ræddi erindið. SSJ óskaði eftir fundarhléi. Að afloknu fundarhléi. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna að framgangi málsins í samræmi

við umræður í fundarhléi. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0

10. 1212018 - Drög að gjaldskrá fyrir Hitaveitu Heiðarskóla


Samantekt frá sveitarstjóra.


Sveitarstjóri fór yfir erindið og lagði til að nota viðmiðunartaxta OR, einingaverð og mælagjald. SSJ ræddi erindið og lagði til að fela sveitarstjóra að vinna drög að gjaldskrá. SAF ræddi erindið og tók undir með SSJ. Tillagan samþykkt 7-0


11. 1212016 - Kauptilboð í hlutabréf í Hótel Borgarnesi.


Erindi frá Málflutningsstofu Snæfellsness ehf., dagsett 4. desember 2012. Fyrir hönd Péturs Geirssonar.


SSJ fór yfir tilboðið og lagði til frestun og að fela sveitarstjóra að ræða við bréfritara. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


12. 1009022 - Fjármögnun byggingar tíu hjúkrunarrýma á Dvalarheimilinu Höfða.


Einföld ábyrgð vegna lántöku Dvalarheimilisins Höfða hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Umboð til sveitarstjóra Laufeyjar Jóhannsdóttur kt. 060348-4729, til þess að staðfesta ábyrgð með áritun á lánasamningi.


SSJ ræddi erindið. LJ gerði grein fyrir erindinu. Sveitarstjórn samþykkir hér með að veita sveitarstjóra umboð. Tillagan samþykkt samhljóð 7-0.


13. 1212017 - Rekstraryfirlit janúar - október 2012.


KHÓ fór yfir helstu lykiltölur. Erindið framlagt.


14. 1212004 - Kynning á tilmælum til sveitarfélaga.


Erindi frá Samkeppniseftirlitinu, dagsett 29. nóvember 2012. Gögnin liggja frammi.

Erindið framlagt


15. 1212005 - Til umsagnar frumvarp til laga um húsaleigubætur (réttur námsmanna), 49. mál.


Erindi frá Alþingi, dagsett 26. nóvember 2012. Þegar sent félagsmálastjóra og form. fjölskyldunefndar.


Erindið framlagt


16. 1212006 - Úttekt á brunavörnum á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga.


Erindi frá Mannvirkjastofnun, dagsett 29. nóvember 2012. Þegar sent skipulags- og byggingarfulltrúa og form. USN nefndar.


LJ ræddi erindið. Tillaga um að fela sveitarstjóra og oddvita að taka upp
viðræður við slökkviliðsstjóra og bæjarstjóra Akraness varðandi erindið. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


17. 1212009 - Ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Skógræktarfélagsins 2012.


Erindi frá Skógræktarfélagi Íslands, dagsett 30. nóvember 2012.


SAF ræddi erindi og lagið til að vísa erindinu til kynningar í USN nefnd. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.Erindið framlagt


18. 1212011 - Verksamningur vegna hagkvæmisúttektar á völdum svæðum, varðandi hitaveitu.

Verksamningur á milli Hvalfjarðarsveitar og WVS-verkfræðiþjónustu ehf.


Erindið framlagt


19. 1212020 - Samningur um jarðhitaleit í hluta Hvalfjarðarsveitar.


Samningur á milli Hvalfjarðarsveitar og Jarðfræðiþjónustu Hauks Jóhannessonar.


Erindið framlagt


20. 1211040 - Fundarboð. Urðunarstaðir


Minnisblað sveitarstjóra frá fundi SSV þann 30. nóvember 2012.


Erindið framlagt


21. 1212003 - 801. fundur stjórna Sambands íslenskra sveitarfélaga.


Fundargerðin liggur frammi. Hægt að sjá http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/


Fundargerðin framlögð.


22. 1212001 - 93. fundur stjórnar SSV, 28. nóvember 2012.


Fundargerðin framlögð.


23. 1212010 - 73. fundur Sorpurðunar Vesturlands, 30. nóvember 2012.


Erindið framlagt


Síðari fundur sveitarstjórnar í desember fellur niður þar sem áætlaðan fundardag ber upp á jóladag, 25. desember.


Oddviti sleit fundi og óskaði fundarmönnum sem og landsmönnum gleðilegra jóla og góðs nýs árs, þakkaði samstarfið á árinu sem er að líða.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:38 .

Efni síðunnar