Fara í efni

Sveitarstjórn

138. fundur 27. nóvember 2012 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson og Halldóra Halla Jónsdóttir.

Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Oddviti leitaði afbrigða að taka liði 6.7.8.9 fyrst á dagskrá. Samþykkt samhljóða. Og að taka 8. fundargerð samstarfshóps um ljósleiðaravæðingu einnig til afgreiðslu undir lið 5. mál 1210083. Samþykkt samhljóða.


Launa- og fjármálafulltrúi (KHÓ) sat fundinn undir lið 6. 7. 8. og 9 og skipulags- og byggingarfulltrúi undir lið 6 7 8 9, og 2 USN nefnd. Að auki sat sveitarstjóri(LJ) fundinn ritaði fundargerð.
AH vék af fundi kl. 20.13

1. 1211001F - Sveitarstjórn - 137


Fundargerðin framlögð. AH ræddi fundarritun.


2. 1210004F - Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 17

HHK gerði grein fyrir fundargerðinni. HV ræddi lið 1 og 2 Brennimelslína og Brennimelslína-Blanda. AH víkur af fundi undir þessum liðum. HHK svaraði fram komnum fyrirspurnum. AH tekur aftur þátt í fundinum. Ræddi efnisatriði og umhverfismat varðandi flæði- og kerbrotagryfju. SSJ ræddi efnisatriði varðandi kerbrotagryfju. SAF ræddi sama mál. AH lagði til að óska eftir umhverfismati lagði fram tillögu og gerði grein fyrir tillögunni sjá lið 1211033 í fundargerðinni.

 

Tillaga frá AH varðandi lið 1211044 fjárhagsáætlun USN nefndar. Sjá lið 11 í fundargerðinni mál 1211044. ÁH ræddi tillöguna og bendir á að Faxaflóahafnir séu núna að leggja aukna fjármuni til umhverfismála. SAF ræddi fram komna tillögu varðandi kostnað og gerði grein fyrir afstöðu sinni sjá mál 1211044 og að ekki ætti að velta kostnaði yfir á íbúa og benti á að Faxaflóahafnir eru að vinna umhverfisúttekt á þolmörkum svæðisins. HV ræddi úttekt Faxaflóahafna og tillögu AH og leggur til að samþykkja tillögu AH.

Tillaga AH er felld með atkvæðum SSJ SAF HHJ ÁH. Samþykkir eru SÁ, HV AH. Tillagan er felld.

 

Fundargerðin framlögð


2.1. 1211035 - Stekkjarholt, stofnun lóða


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


2.2. 1211033 - Flæði- og kerbrotagryfja á Grundartanga. - beiðni um umsögn.

AH lagði til að óska eftir umhverfismati lagði fram tillögu og gerði grein fyrir tillögunni; AH leggur til að Hvalfjarðarsveit leggi til að flæði- og kerbrotagryfja að Grundartanga fari í umhverfismat. Rökstuðningur: Hvalfjarðarsveit telur að fram fari mat á umhverfisáhrifum, annars vegar á grundvelli Varúðarreglunnar (ein af meginreglum umhverfisréttar) en í reglunni felst sú hugsun að stjórnvöld skuli ekki skýla sér bak við vísindalega óvissu til að forðast varúðarrástafanir í þágu umhverfisins. Hins vegar á grundvelli þess magns sem fyrirhugað er að urða og þeirra viðmiða sem sett eru fram í 3. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum, en það magn sem fyrirhugað er að urða í nýrri flæði- og kerbrotagryfju fer langt umfram það magn sem 1. viðauki laganna gerir ráð fyrir, en þar eru tilteknar þær framkvæmdir sem ávallt eru háðar mati á umhverfisáhrifum.

Í umhverfismati væri hægt að taka á öðrum þáttum en gert er í starfsleyfi, svo sem eins og mótvægisaðgerðum og umhverfisásýnd. Tillaga AH er felld með atkvæðum SSJ SAF HHJ ÁH. Samþykkir tillögunni eru SÁ, HV AH. Bókun liður 1211033; Hvalfjarðarsveit fer ekki sérstaklega fram á mat á umhverfisáhrifum og treystir faglegu áliti umhverfis og skipulagsstofnunar í málinu. Bent er á að flæði og kerbrotagryfjur hafa verið reknar á Grundartanga um árabil og munu nú verða starfsleyfis og skipulagsskyldar. Bókunin er samþykkt með atkvæðum SAF. SSJ. ÁH og HHJ. AH. HV og SÁ greiða atkvæði gegn bókuninni.

2.3. 1210045 - Skráning reiðleiða - kortasjá.

SSJ ræddi erindið. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum. Erindið framlagt.

2.4. 1210049 - Deiliskipulag Fornistekkur.


AH víkur af fundi. Tillagan samþykkt samhljóða 6-0. AH tekur aftur þátt í fundinum.


3. 1211053 - 13. fundur starfshóps um hitaveituvæðingu kaldra svæða.


SÁ ræddi erindið og lagði til að samþykkja erindið.

 

Liður 1. tillaga um að semja við WVS varðandi hagkvæmisúttekt. Samþykkt samhljóða 7-0 Liður 2, jarðhitaleit. Tillaga um að semja við Jarðfræðiþjónustu Hauks Jóhannessonar ehf. Samþykkt samhljóða 7-0 ÁH ræddi drög að samningi varðandi jarðhitaleit og kom með ábendingar varðandi texta. Fundargerðin framlögð.


4. 1211022 - 10. fundur nýsköpunarsjóðs Hvalfjarðarsveitar.


Aftur á dagskrá, var frestað af 136. fundi sveitarstjórnar. A) Tillögur stjórnar.

A) Tillaga stjórnar um að styrkja Litla Hvalasafnið um 400 þúsund. Samþykkt samhljóða 7-0 Fundargerðin framlögð.


5. 1210083 - 6. 7. og 8. fundur starfshóps um ljósleiðaravæðingu.


Aftur á dagskrá, var frestað af 136. fundi sveitarstjórnar. Og 8. fundargerð starfshópsins sem samþykkt var að taka fyrir undir þessum lið.

6. og 7. fundur og 8. fundur til umfjöllunar. SAF ræddi fundargerðirnar og fór yfir stöðu verkefnisins. Fór yfir kynningarbréf og ræddi tillögur sem fram koma í 8. fundargerð. Lagði til að samþykkja tillögu varðandi lið 5. gjaldskrá. SÁ ræddi fundargerðina, kostnað við verkefnið og tekur undir bókun ÁK í lið 2. í 8. fundargerðinni og leggur til endurmat á verkefninu. AH ræddi ljósleiðaravæðingu og verkefnið í heild tekur undir með SÁ og lítur svo á að það sé ákveðinn forsendubrestur í verkefninu. Ræddi íbúalýðræði og íbúakosningu varðandi verkefnið. SSJ ræddi sjónvarpsskilyrði. HV ræddi fram komna bókun hjá ÁK í lið 2 óskar eftir að bréfið verði ekki sent út að svo stöddu ræddi vatnsveituframkvæmdir. SAF ræddi kostnaðaráætlun og verkefnin framundan. Fastlínur, internettengingar, sjónvarps- og fjarskipti. Vitnaði í bókun AK í lið 2 og benti á að skoðun hefði farið fram á mismunandi leiðum áður. LJ ræddi hugmyndir varðandi að fá fulltrúa frá Eflu til þess að fara yfir verkefnið á fundi með sveitarstjórn. ÁH tók undir að fá fulltrúa Eflu á fundinn.

SSJ ræddi erindið og lagði til að samþykkja lið 5. í 8 fundargerð. Tillagan um gjaldskrá liður; A, B, C samþykkt með 5 atkvæðum SSJ, SAF, ÁH, HHJ AH. SÁ og HV sitja hjá við afreiðsluna.

Liður 6 bréf til landeigenda tillaga um frestun afgreiðslu samþykkt 7-0.

6. 1206045 - Fjárhagsáætlun 2013.


Milliumræða.

LJ gerði grein fyrir samantekt varðandi ljósleiðaravæðingu, áhrif af áfangaskiptingu verksins og kostnaði vegna lántöku. KHÓ gerði grein fyrir áhrif á breytingum á útsvarsprósentu að beiðni E lista. SAF græddi mögulega áfangaskiptingu á ljósleiðaravæðingu. HV ræddi álagningu útsvars og ljósleiðaravæðingu. AH ræddi íbúaþing og íbúakosningu og áfangaskiptingu ljósleiðaravæðingar. SAF ræddi hækkun á kostnaðaráætlun vegna ljósleiðaravæðingar. LJ svaraði fram komnum

fyrirspurnum. HV ræddi kostnaðaráætlun. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. Fjárhagsáætlun er vísað til síðari umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða.


7. 1211056 - Þriggja ára fjárhagsáætlun 2014-2016.


LJ gerði grein fyrir fyrri umræðu um áætlunina. KHÓ lagði fram málaflokkayfirlit og gerði grein fyrir rekstrarniðurstöðu áranna 2014, 15, og 16. HV ræddi málaflokkagreiningu og kostnað. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum og lagði til að vísa áætluninni til síðari umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


8. 1211018 - Viðauki fjárhagsáætlunar 2012.


Erindi frá umsjónamanni fasteigna varðandi rotþró við Heiðarborg.


LJ fór yfir erindið og að verkið hafi áður verið á viðhaldsáætlun skv. upplýsingum frá Skúla Lýðssyni fv. skipulags- og byggingarfulltrúa og að þeirra mati er lagfæringin nauðsynleg. Lagði til að samþykkja erindið með svohljóðandi bókun; Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð 1.800.000 kr samkvæmt 1. Málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með fjárveitingu af fjárhagsliðnum óviss útgjöld 21-85-5971. HV ræddi erindið og lagði til að samþykkja erindið. SSJ fór yfir erindið. HHK svaraði fram komnum fyrirspurnum. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


9. 1211028 - Álagning gjalda árið 2013


Frá sveitarstjóra. Álagning gjalda, útsvar, fasteignagjöld, lóðaleiga, sorphirðugjald, sorpurðunargjald, rotþróargjald. Gjalddagar fasteignagjalda og afsláttur á fasteignagjöldum.


LJ gerði grein fyrir álagningunni.Lagði til álagningu skv. framangreindu. A) Lagði til að uppfæra almennar gjaldskrár eftirleiðis sem nemur vísitölu neysluverðs hvers árs og miða við vísitölu sem í gildi er 1. desember yfirstandandi árs. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0 B) Tillaga um óbreytt álagningargjaldstig útsvars á tekjur ársins 2013 er 12,44% Auk útsvars vegna tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga 1,20 prósentustig. Samtals 13.64 % ( samkv. samþykkt sveitarstjórnar 11. október 2011) Samþykkt með 5 atkvæðum SSJ SAF ÁH HHJ AH. SÁ og HV sitja hjá við afgreiðsluna. C) 2. Álagning fasteignagjalda árið 2013. Fasteignaskattur; Í lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 segir, að allar fasteignir sem metnar eru af Fasteignaskrá Íslands skuli árlega leggja á skatt til sveitarfélagsins þar sem fasteignin er. Fasteignaskattur A-flokkur 0,47% Samþykkt með atkvæðum SSJ SAF ÁH HHJ HV SÁ. AH situr hjá hjá við afgreiðsluna. Fasteignaskattur B-flokkur 1,32% Samþykkt samhljóða 7-0 Fasteignaskattur C-flokkur 1,65% Samþykkt með atkvæðum SSJ SAF ÁH

HHJ AH. SÁ og HV sitja hjá við afgreiðsluna. Lóðarleiga í þéttbýli 1,25% af fasteignamati. ( samkv. samþykkt sveitarstjórnar 11. október 2011) Tillaga um óbreytta lóðaleigu samþykkt samhljóða SSJ SAF ÁH HHJ HV SÁ AH. D) Sorphirðugjald vegna íbúðarhúsnæðis kr. 18000 ( óbreytt) Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. Samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar 28. febrúar 2012 E) Sorphirðugjald vegna sumarhúss kr. 9.665,- Tillaga um hækkun sem nemur neysluvísitölu verður kr. 9.905,- Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. F) Sorpurðunargjald vegna íbúðar og sumarhúsa kr. 1.000,- ( óbreytt) Samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar 28. febrúar 2012 Samþykkt samhljóða 7-0. F) Gjalddagar fasteignagjalda. Samþykkt samhljóða 7-0. G) Elli- og örorkulífeyrisþegar: Afsláttur á fasteignaskatti til örorku- og ellilífeyrisþega er tekjutengdur. Samþykkt samhljóða 7-0.

10. 1211058 - Sala eigna


Erindi frá Fasteignamiðlun Vesturlands í Skólastíg 1, gamla grunnskólahúsið.

LJ gerði grein fyrir sölutilboðinu. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


11. 1211036 - Umhverfisúttekt á Grundartanga.

Frá Faxaflóahöfnum sf., dagsett 13. nóvember 2012.


SSJ ræddi erindið og lagði til að Hjörtur Hans Kolsöe skipulags- og byggingarfulltrúi taki sæti í nefndinni. HV ræddi erindið og lagði til að vísa erindinu til kynningar í USN nefnd. SAF lagði til að vísa erindinu til kynningar í USN nefnd. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. Erindið framlagt.

12. 1211057 - Pílagrímagönguleið úr Borgarfirði í Skálholt.


Erindi frá félagi Pílagríma. Gögnin liggja frammi.


SSJ ræddi erindið. Tillaga sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við verkefnið en bendir skipuleggjendum á að hafa samband við landeigendur. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


13. 1211047 - Athugasemdir við deiliskipulag, athafna-, hafnar- og iðnaðarsvæðis á Grundartanga, Vestursvæðis.


Erindi frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur, dagsett 15. nóvember 2012.

 

LJ ræddi erindið og að Sigríður Björnsdóttir hjá MAST er reiðubúin að funda með USN nefnd. ÁH ræddi erindið og lagði til að funda með bréfritara og MAST. SAF ræddi erindið og að MAST skoðaði umrædda mælingu frá bréfritara. AH ræddi fram komið erindið og fundað verði með bréfritara, sveitarstjórn og USN nefnd. SAF ræddi erindið og að fundað verði með báðum aðilum. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að boða báða aðila til fundar með sveitarstjórn og USN nefnd. Tillagan samþykkt 7-0. AH vék af fundinum.

14. 1211052 - Sóknaráætlun landshluta.


Erindi frá innanríkisráðuneytinu, dagsett 14. nóvember 2012. Liggur frammi.

LJ gerði grein fyrir erindinu og að óskað hafi verið eftir tilnefningu í samráðsvettvang samanber mál 1210046 erindi frá SSV dagsett 8. okt. Tilnefning í 7-10 manns. HV ræddi erindið. Ræddi að fulltrúar Hvalfjarðarsveitar verði menningarmála- og atvinnuþróunarnefnd. SAF ræddi erindið og tilnefnir Ásu Helgadóttur í samráðshópinn. Tillagan samþykkt samhljóða 6-0.


15. 1211054 - Fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélags og augl. um ritun fundargerða.

Erindi frá innanríkisráðuneytinu, dagsett 21. nóvember 2012. Liggur frammi.

LJ ræddi erindið og lagði til að sveitarstjóri yfirfari samþykktirnar og komi með breytingar gerist þess þörf.


16. 1211051 - Til umsagnar frumvarp til laga um sjúkratryggingar (samningar sjúkratryggingastofnunar), 303. mál.


Frá Alþingi, dagsett 19. nóvember 2012. Þegar sent form. fjölskyldunefndar og félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar.


Erindið framlagt


17. 1211003 - Samningur við Elkem, vegna vatnsveitumála.


Afgreiðsla frá fundi Faxaflóahafna sf.


Erindið framlagt


18. 1211060 - Drög að skipulagsskrá Keltastofu.


Fræðastofa um keltnesk áhrif á menningu og sögu / Keltastofan. Erindi frá Önnu Leif Elídóttur, dagsett 23. nóvember 2012.

Erindið framlagt.


19. 1211034 - 103. fundur Faxaflóahafna.

Fundargerðin framlögð

 

20. 1211050 - 18. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.


Fundargerðin framlögð


21. 1211059 - 21. - 23. stjórnarfundur hjá Vatnsveitufélagi Hvalfjarðarsveitar sf.

Fundargerðirnar framlagðar

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20.30 .

 

Efni síðunnar