Fara í efni

Sveitarstjórn

129. fundur 12. júní 2012 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, Ása Helgadóttir varaoddviti, Sævar Ari Finnbogason ritari, Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður, Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður, Halldóra Halla Jónsdóttir 1. varamaður og Björgvin Helgason 1. varamaður.

Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Oddviti leitaði afbrigða að taka á dagskrá aðalfundarboð Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar 26. júní mál nr. 1206022. Samþykkt samhljóða, verður 27. mál á dagskránni.
Skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir lið 3 USN nefnd. Að auki sat sveitarstjóri(LJ) fundinn ritaði fundargerð.

 

1. 1205001F - Sveitarstjórn - 128


Fundargerðin framlögð

2. 1206001F - Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 12


Fundargerðin verður send rafrænt.


Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir fundargerðinni. SAF ræddi erindin sem fram koma og benti á beiðni nefndarinnar um lögfræðiáliti varðandi lið 1203003 Bugavirkjun. Ræddi einnig ábendingar Umhverfisráðuneytisins varðandi leyfisveitingar til efnistöku. SSJ vék af fundi undir lið 3. ÁH tók við fundarstjórn undir þessum lið. Fundargerðin framlögð.

2.1. 1202051 - Vegna lýsingar deiliskipulags á Grundartanga - vestursvæði.

Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


2.2. 1203003 - Breyting á deiliskipulagi: Eystri - Leirárgarðar - Bugavirkjun.

Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


2.3. 1202041 - Stóri-Lambhagi geymsla

 

SSJ vék af fundi undir þessum lið. Tillagan samþykkt samhljóða 6-0. SSJ tekur aftur þátt í fundinum.


2.4. 1206021 - Skipting Lands


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


3. 1205041 - 8. fundur Nýsköpunarsjóðs.

SAF ræddi fundargerðina og lagði til að samþykkja lið 3; framlengdur umsóknarfrestur til 1. september 2012. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. Fundargerðin framlögð


4. 1205044 - 5. fundur ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar.

LJ gerði grein fyrir viðræðum við æskulýðsfulltrúa varðandi framkvæmdir í sumar. SAF ræddi fundargerðina og Hús frítímans. AH ræddi sama mál. Fundargerðin framlögð

5. 1205045 - 85. fundur fræðslu- og skólanefndar.


Fundargerðin framlögð


6. 1205048 - 86. fundur fræðslu- og skólanefndar.


HV spurðist fyrir varðandi efni frá fundinum. Fundargerðin framlögð


7. 1205046 - 19. fundur starfshóps vegna endurskoðunar á samþykktum.


SAF ræddi fundargerðina og að nefndin hafi lokið þeim verkefnum sem nefndinni hafa verið falin. Fór yfir siðareglur kjörinna fulltrúa og starfsmanna. Ræddi lið 2, íbúaþing og lagði til að samþykkja tillögu starfshópsins.BH og HV ræddu siðareglur og viðurlög ef reglur eru ekki virtar. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum. Fundargerðin framlögð.


8. 1206002 - 2. fundur starfshópsins um ljósleiðaravæðingu.

SAF gerði grein fyrir fundargerðinni. AH spurðist fyrir varðandi fleiri aðila á fundi nefndarinnar, næstu skref og hvort hugmyndir væru uppi um samstarf og þjónustu við fyrirtæki í sveitarfélaginu. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum. Lagði til að sveitarstjórn samþykkti að starfshópurinn tæki þátt í fyrirhuguðum fundi sb. lið 6 í fundargerðinni. AH spurðist fyrir varðandi lið 3. SAF svaraði að það væri hlutverk starfshópsins varðandi rekstur og rekstrarform kerfisins. HV ræddi fyrirspurn varðandi þjónustu á nettengingum. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum. Tillaga varðandi lið 6. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. Fundargerðin framlögð.

 

9. 1206019 - 3. fundur starfshóps um ljósleiðaravæðingu


SAF gerði grein fyrir fundargerðinni og gerði grein fyrir fundi með Símanum og Milu. Fundargerðin framlögð.


10. 1206001 - Kosningar skv. II kafla 15. og 16.gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar 48/2009 með síðari breytingum


A) Kosning oddvita.

B) Varaoddvita.

C) Skrifara.

D) Varaskrifara sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.


SSJ dreifði kjörseðlum.


A) Tillaga um oddvita Sigurður Sverrir Jónsson 5 atkvæði og 2 auðir seðlar. Sigurður Sverrir Jónsson rétt kjörinn.
B) Tillaga um varaoddvita Ása Helgadóttir 5 atkvæði og 2 auðir seðlar. Ása Helgadóttir rétt kjörin.
C) Tillaga um skrifara Sævar Ari Finnbogason 5 atkvæði 2 auðir seðlar. Sævar Ari Finnbogason rétt kjörinn.
D) Tillaga um varaskrifara Halldóra Halla Jónsdóttir 3 atkvæði, Arnheiður Hjörleifsdóttir 2 atkvæði 2 auðir seðlar. Halldóra Halla Jónsdóttir rétt kjörin
.


11. 1205033 - Úrsögn úr fræðslu- og skólanefnd.


Erindi frá Örnu Arnórsdóttur, Hlyni Sigurbjörnssyni og Bjarna R. Jónssyni.


Sveitarstjórn samþykkir að veita þeim lausn frá störfum 7-0. Sveitarstjórn færir þeim bestu þakkir fyrir vel unnin störf í þágu Hvalfjarðarsveitar.


12. 1205036 - Ósk um leyfi frá störfum sem varamaður í sveitarstjórn.


Erindi frá Magnúsi Hannessyni.


Samþykkt samhljóða 7-0.


13. 1206014 - Beiðni um að verða leyst frá störfum sem varamaður í fræðslu- og skólanefnd og varamaður í Nýsköpunarsjóði.


Erindi frá Sigurbjörgu Kristmundsdóttur.


Samþykkt samhljóða 7-0


14. 1206004 - Kosningar.


A) Kjörstjórn: Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.

B) Til eins árs. Vatnsveitufélag Hvalfjarðar sf.: Kosið er í stjórn félagsins í samræmi við ákvæði sameignarfélagssamnings. 1 fulltrúi.

C) Kosning þriggja aðalmanna í fræðslu- og skólanefnd

D) Kosning varamanna í fræðslu- og skólanefnd

E) kosning fulltrúa í Fjölbrautaskóla Vesturlands

F) Kosning varamanns í Nýsköpunarsjóð.


A) Kjörstjórn óbreytt; Jón Haukur Hauksson, Jóna Kristinsdóttir og Helga Stefanía Magnúsdóttir. Varamenn Ásgeir Kristinsson, Margrét Magnúsdóttir og Dóra Líndal. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

B) Vatnsveitufélag Hvalfjarðar, Haraldur Magnússon. Tillagan samþykkt

með 4 atkvæðum, SSJ ÁH SAF HHJ. HV AH BH sitja hjá við afgreiðsluna.
C) Fræðslu- og skólanefnd, aðalmenn af L lista, Helgi Pétur Ottesen. Samþykkt 7-0. Af H lista Ása Helgadóttir. Samþykkt 7-0. Af E lista Ásgeir Kristinsson og Stefán Ármannsson. Samþykkt 7-0.
D) Fræðslu- og skólanefnd varamenn af L lista María Lúísa Kristjánsdóttir samþykkt 7-0. Af E lista Arnheiður Hjörleifsdóttir og Björgvin Helgason. Samþykkt 7-0.
E) Fulltrúi í fulltrúaráð FVA, formaður fræðslu- og skólanefndar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
F) Varamaður í stjórn Nýsköpunarsjóðs af L lista Halldóra Halla Jónsdóttir. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


15. 1205003 - 83. fundur fræðslu- og skólanefndar.

Liður 9, frestað af 127. og 128. fundi sveitarstjórnar.


SAF lagði til að samþykkja tillögu fræðslu- og skólanefndar varðandi nafn; Yfirnafn skólans verði Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar. Grunnskólasvið verði Heiðarskóli og leikskólasvið verði Skýjaborg. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


16. 1204035 - Tillaga frá E-lista, íbúaþing.


Afgreiðslu frestað.


Tillaga frá samþykktarhópi; Rætt um tillögu um íbúaþing og lagðar fram upplýsingar um kostnað og fyrirkomulag frá sveitarstjóra. Fundarfólk sammála um mikilvægi þess að halda íbúaþing, og að það sé vel að því staðið. AH og SAF falið að ræða nánar við sveitarstjóra um fyrirkomulag og kostnað og möguleikann á því að halda íbúaþing á þessu fjárhagsári. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


17. 1205052 - Beiðni um meira land til að planta trjám.


Erindi frá Bjarna Þóroddssyni fyrir hönd skógræktarfélagsins.


SSJ lagði til að erindinu verði hafnað að svo stöddu. HV ræddi möguleika á auknu samstarfi við Skógræktarfélagið. ÁH ræddi erindið. LJ ræddi erindið og lagði til að sveitarstjórn samþykkti að fela sveitarstjóra að ræða við Skógræktarfélagið varðandi aukið samstarf og samvinnu. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


18. 1205054 - Beiðni um námsvist utan lögheimils sveitarfélags.


Erindi frá Evu Símonardóttir.


Sveitarstjóri gerði grein fyrir erindinu. AH óskaði eftir fundarhléi. Að afloknu fundarhléi. Erindinu er vísað til nánari skoðunar í fræðslu- og skólanefnd. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


19. 1206006 - Siðareglur.

 

A) Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa.

B) Siðareglur fyrir starfsfólk Hvalfjarðarsveitar.


A) Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

B) Siðareglur fyrir starfsfólk Hvalfjarðarsveitar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

20. 1206010 - Forsetakosningar í júní 2012


Tillaga um að kosið verði í einni kjördeild og að kosningar fari fram að Innrimel 3.


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


21. 1205055 - Umsókn um starf skólastjóra 2012


Listi yfir nöfn umsækjenda verður sendur rafrænt síðar.


Sveitarstjóri gerði grein fyrir að 12 umsóknir hafi borist og að umsóknarfrestur sé liðinn. SSJ fór yfir bókun sveitarstjórnar; Sveitarstjórn samþykkir að Fræðslu og skólanefnd ásamt sveitarstjóra fari yfir umsóknir og leggi til hvaða umsækjendur verði teknir í viðtöl og sendi sveitarstjórn greinargerð til upplýsingar. Fræðslu og skólanefnd ákveður hvort öll nefndin eða hluti hennar taki viðtölin ásamt sveitarstjóra og ráðgjafa. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


22. 1206013 - Ágangur sauðfjár á landi jarðarinnar Brekku.

Erindi frá Úrsúlu Árnadóttur og Guðmundi Ágústi Gunnarssyni, dagsett 23. maí, 2012.


AH óskaði eftir að víkja af fundi vegna persónulegra tengsla við landeigendur aðliggjandi jarðar og fjáreigendur. SSJ fór yfir erindið og lagði fram eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn telur sér ekki skylt að girða af einstakar jarðir frá öðrum jörðum í sveitarfélaginu. Tillagan samþykkt samhljóða 6-0. AH tekur aftur þátt í fundinum.


23. 1206017 - Vegna álagningar sorphirðugjalds í Hvalfjarðarsveit


Erindi frá Böðvari Jónssyni.


SSJ fór yfir erindið og lagði til að gert verið samkomulag við bréfritara um að hann greiði sama sorphirðugjald og sumarhúsaeigendur enda geti bréfritari nýtt sorphirðugámana sveitarfélagsins þar sem sorphirðubíll hefur ekki þjónustað Grafardal. Sveitarstjóra er falið að leita eftir samkomulagi. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0


24. 1205013 - 28. fundur fjölskyldunefndar.


Tillaga sveitarstjóra varðandi fjármögnun. Um er að ræða sértækt úrræði fyrir einstakling og er unnið í samstarfi við Akraneskaupsstað.


LJ fór yfir erindið og lagði til að samþykkja tillöguna með fyrirvara um samþykki sveitarfélaganna sem að málinu standa. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

 

25. 1205003 - 83. fundur fræðslu- og skólanefndar.


Tillaga sveitarstjóra varðandi aukið starfshlutfall


LJ gerði grein fyrir erindinu lagði til að samþykkja tillöguna. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


26. 1110015 - Tillaga um umbætur á bókasafni sveitarfélagsins.


Tillaga um tilfærslu fjármuna á milli liða til að vinna að úrbótum á bókasafni.

LJ gerði grein fyrir erindinu og lagði til að samþykkja tillöguna.Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

27. 1206022 - Aðalfundur Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar 2011.

Aðalfundarboð 26. júní 2012


Umboð á aðalfundi


ÁH lagði til að SSJ fari með umboð á aðalfundi. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


28. 1205053 - Styrktarsjóður EBÍ 2012.


Erindi frá Brunabótafélagi Íslands, dagsett 22. maí, 2012.


ÁH lagði til að vísa erindinu til atvinnu- og menningarmálanefndar og til fræðslu- og skólanefndar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. Erindið framlagt

29. 1205042 - Hvetjum til samveru fjölskyldunnar í sumar.


Erindi frá SAMAN - hópnum, dagsett 23. maí, 2012.

Erindinu hefur verið vísað til fjölskyldunefndar. Erindið framlagt


30. 1205049 - Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2012.

Erindi frá umhverfisráðuneytinu, dagsett 30. maí, 2012.


Erindinu vísað til USN nefndar. Erindið framlagt


31. 1205043 - Ársskýrsla v. þjónustu við fatlaða á Vesturlandi 2012.


Þegar sent sveitarstjórn, formanni fjölskyldunefndar og félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar. Ársskýrslan liggur frammi.


Erindið framlagt


32. 1205017 - 7. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.


LJ ræddi erindið. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

 

33. 1205040 - 797. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.


Fundargerðin framlögð


34. 1205050 - 14. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.


Fundargerðin framlögð

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:40 .


Efni síðunnar