Fara í efni

Sveitarstjórn

124. fundur 27. mars 2012 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Stefán Ármannsson.


Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.
Í upphafi leitaði oddviti afbrigða að taka lið 4 ársreikning fyrst á dagskrá. Samþykkt samhljóða og að taka á dagskrá mál 1203047 útboðsgögn frá SSV/VSÓ varðandi almenningssamgöngur Reykjavík Akureyri Reykjavík. Samþykkt samhljóða. Verður liður 10 á dagskránni. Að auki sátu fundinn Jóhann Þórðarson endurskoðandi, launa- og fjármálafulltrúi (KHÓ) og aðalbókari (EJ) undir lið 4 og skipulags- og byggingarfulltrúi undir lið 2 USN nefnd. Að auki sat sveitarstjóri(LJ) fundinn ritaði fundargerð. SAF vék af fundi kl. 17.45.

1. 1202004F - Sveitarstjórn - 123


HV spurðist fyrir um jólatré við stjórnsýsluhús. Sveitarstjóri svaraði fyrirspurninni. AH spurðist fyrir varðandi lið 8, skipun í starfshóp og lið 9 yfirnefnd fjallskila. SSJ svaraði fyrirspurnum. SAF ræddi fram komnar fyrirspurnir. SÁ óskaði eftir nánari upplýsingum varðandi lið 8 og ræddi lið 9 yfirnefnd fjallskila. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SAF ræddi skipun í starfshóp varðandi ljósleiðaravæðingu. Fundargerðin framlögð.


2. 1203003F - Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 9


Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir fundargerðinni og fundi hans og SAF varðandi lið 5. Eystri-Leirárgarðar, Bugavirkjun hjá Skipulagsstofnun fyrr í dag.
SAF benti á lið 2. Stóri-Lambhagi geymsla og að sveitarstjórn þurfi að staðfesta afgreiðsluna. SSJ lýsir sig vanhæfan til þess að fjalla um lið 2 og víkur af fundi en ÁH tekur við stjórn fundarins. Mál 1202041 Stóri Lambhagi geymsla. Tillaga um að framkvæmdin fari í grenndarkynningu. Tillagan samþykkt 6-0. SSJ tekur aftur þátt í fundinum og stýrir fundi. Fundargerðin framlögð.


2.1. 1203034 - Belgsholt , Skipting lands


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

 

2.2. 1112030 - Heynes 1, umsókn samkv. 57. gr. 123/2010


ÁH gerði grein fyrir vanhæfi sínu í málinu og vék af fundi. Lagður fram leiðréttur texti. Tillagan samþykkt samhljóða 6-0. ÁH kemur aftur inn á fundinn.

2.3. 1103056 - Eystri- Leirárgarðar, Bugavirkjun


Á grundvelli svarbréfs Skipulagsstofnunar varðandi deiliskipulagið þarf sveitarstjórn að auglýsa aftur deiliskipulagið ásamt því að kynna matsskýrslu og er erindinu vísað til USN nefndar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0


3. 1203039 - 6. fundur stýrihóps um skólastefnu 2012-2015.

BMA fór yfir fundargerðina og gerði grein fyrir tilfærslu fjármuna kr. 54 þús. sem hafa verið teknir sérstaklega frá hjá nefndinni.
AH ræddi kostnað við prentun og umbrot. BMA svaraði fram komnum fyrirspurnum. SÁ ræddi útprentun á gögnum. BMA svaraði fram komnum fyrirspurnum. Tillaga BMA samþykkt 4-0. SÁ AH HV sitja hjá við afgreiðsluna. Fundargerðin framlögð.


4. 1203036 - Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2011.


Fyrri umræða.


Sveitarstjóri gerði grein fyrir vinnu við ársreikninginn fyrir árið 2011, fór yfir breytingar á vinnuferlum, fór yfir lykiltölur og gat þess að rekstur Hvalfjarðarsveitar er traustur.
Jóhann Þórðarson endurskoðandi fór yfir nokkrar lykiltölur og endurskoðunarskýrslu Álits. Sveitarstjóri lagði til að ársreikningi verði vísað til síðari umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða 7 -0.

5. 1203029 - Skipulagsskrá Byggðasafnsins í Görðum.

Erindi frá Akranesstofu, dagsett 7. mars 2012.


SAF vék af fundi kl. 17.45 undir þessum lið. ÁH fór yfir helstu breytingar. Skipulagsskráin samþykkt samhljóða 6-0


6. 1203022 - Styrktarsjóður Hvalfjarðarsveitar.


Frestað á 123. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Með breytingum á milli funda
BMA lagði til að sveitarstjórn samþykkti reglurnar og að sveitarstjóra verði falið að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn og að sveitarstjórn afgreiði styrkbeiðnir á síðari fundi í apríl. Tillagan samþykkt samhljóða 6-0.


7. 1203037 - Sameignarsamningur Faxaflóahafna sf.

 

Erindi frá Faxaflóahöfnum, dagsett 14. mars 2011. Tillaga send til meðferðar.


SSJ fór yfir breytingarnar. Samþykkt samhljóða 6-0

8. 1203041 - Undanþága vegna stöðvarhúss


Erindi frá Eystri-Leirárgörðum ehf dags. 21. mars 2012


SAF fór yfir erindið og lagði til að samþykkja beiðni um undanþáguheimild til umhverfisráðherra varðandi ákvæði skipulagsreglugerðar no 400/1998 um fjarlægð byggingarreits frá ám og vötnum. AH spurðist fyrir um ráðgjöf Skipulagsstofnunar í málinu. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum og fór yfir staðsetningu stöðvarhúss og fór yfir ráðgjöf Skipulagsstofnunar. HHK svaraði fyrirspurninni. AH ræddi svörin
og spurðist fyrir um grenndarkynningu og/eða samþykki landeigenda aðliggjandi jarða. HHK svaraði fyrirspurnum.


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0


9. 1203043 - Hernámsárin á Vesturlandi - ljósmyndabók


Erindi frá Magnúsi Þór Hafsteinssyni varðandi útgáfu ljósmyndabókar um hernámsárin á Vesturlandi.

Sveitarstjóri fór yfir erindið og lagði til að vísa því til menningar og atvinnuþróunarnefndar. Tillagan samþykkt 6-0.


10. 1203047 - Almenningssamgöngur Reykjavík - Akureyri.


Samþykkt 6-0.

11. 1202027 - 8. fundur starfshóps um heitaveituvæðingu kaldra svæða.

Fundargerðin hefur áður verið á dagskrá. Greinargerð frá stjórn Hitaveitufélagsins dags 7. febrúar 2012 og fjallað er um í fundargerðinni, hér til umfjöllunar.
ÁH fór yfir greinargerðina. LJ ræddi fyrirvara varðandi erindi sem berast eiga til aðalfundar hitaveitufélagsins. BMA ræddi erindið. ÁH ræddi erindið. HV óskaði eftir að víkja af fundi vegna eignarhluta í Hitaveitufélaginu. Gert var fundarhlé. Eftir fundarhlé; Tillaga; Í framhaldi af fyrirspurn starfshópsins um hitaveituvæðingu kaldra svæða til stjórnar Hitaveitufélagsins óskar sveitarstjórn eftir afstöðu eigenda Hitaveitufélags Hvalfjarðar hvort hægt sé að afhenda heitt vatn úr veitu félagsins við Tungupall í Svínadal. Óskað er eftir að erindið verði tekið til afgreiðslu á næsta eigendafundi félagsins.

Tillagan samþykkt með 5 atkvæðum. HV kemur aftur inn á fundinn. Erindið framlagt.

12. 1201026 - Stjórnsýslukæra 12.júlí 2011 júlí vegna starfsleyfis Stjörnugrís hf. að Melum í Hvalfjarðarsveit.

 

Úrskurður frá umhverfisráðuneytinu. Úrskurðurinn áður sendur sveitarstjórn og liggur frammi.


Lagt fram.


13. 1203025 - Greinargerð hafnarstjóra vegna ársreiknings Faxaflóahafna sf. 2011.

Frá Faxaflóahöfnum. Ársreikningurinn liggur frammi.


Greinargerð og ársreikningur framlagður.


14. 1202052 - Gjaldskrá fyrir Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar 2012.

Samþykkt af Hvalfjarðarsveit og Akraneskaupstað.


Erindið framlagt.


15. 1203028 - 68. og 69. fundur Sorpurðunar Vesturlands sf.

 

Fundargerðirnar framlagðar.


16. 1203030 - 96. fundur Faxaflóahafna.

 

Fundargerðin framlögð.


17. 1203040 - 87. fundur stjórnar SSV, 14. mars 2012.


Fundargerðin framlögð.


18. 1203042 - 795. fundur Sambands ísl. sveitarfélaga


Fundargerð frá 16. mars 2012


Fundargerðin framlögð.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:50


Efni síðunnar