Fara í efni

Sveitarstjórn

122. fundur 28. febrúar 2012 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson, Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson og Anna Leif Elídóttir.

Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Að auki sátu fundinn launa- og fjármálafulltrúi (KHÓ)undir 4 lið, skipulags- og byggingarfulltrúi undir lið 2 USN nefnd. Að auki sat sveitarstjóri(LJ) fundinn ritaði fundargerð.
Sveitarstjóri tók þátt í fundinum kl. 16.15. Eftir afgreiðslu á lið 3 óskaði oddviti eftir stuttu fundarhléi. Að því loknu var lögð fram bókun varðandi lið 10 í fundargerð sveitarstjórnar mál 1202002 F.

 

1. 1201003F - Sveitarstjórn - 121

SÁ spurðist fyrir um efni fundargerðarinnar. SAF svaraði fyrirspurninni. HHK svaraði fyrirspurn SÁ varðandi íbúðir í gamla skóla. Fundargerðin framlögð. Lögð var fram eftirfarandi tillaga; varðandi lið 10. Samþykkt samhljóða að taka málið á dagskrá;
Á grundvelli úttektar skipulags- og byggingarfulltrúa ákveður sveitarstjórn að fela sveitarstjóra að setja báðar íbúðirnar í gamla skólahúsinu í útleigu og auglýsa þær. Sveitarstjórn lítur á erindi bréfritara sem umsókn við þá auglýsingu. Taka verður tillit til þess við leigusamningagerð að óvissa er um framtíðarnot hússins. AH vakti athygli á fundarhléi í 40 mín. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


2. 1202002F - Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 7

SAF fór yfir fundargerðina. AH fór yfir liði 8. og 9 í fundargerðinni.

 

Fundargerðin framlögð.

2.1. 1202041 - Stóri-Lambhagi vélageymsla


SSJ vakti athygli á vanhæfi sínu þar sem hann er málsaðili. Óskaði eftir að víkja af fundi. Lagði til við sveitarstjórn að BMA stýrði fundi undir þessum lið þar sem varaoddviti situr ekki þennan fund. BMA tók við fundarstjórn. Tillagan samþykkt samhljóða 6-0. Í fundardagskrá er misritað vélageymsla, en á að vera geymsla. Það leiðréttist hér með. SSJ tók aftur þátt í fundinum og tók við fundarstjórn.


2.2. 1202022 - Brennimelur - Blanda, breyting á aðalskipulagi.


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0


2.3. 1202023 - Brennimelslína 1. breyting á aðalskipulagi.


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0


2.4. 1202042 - Vinnureglur Skipulags- og byggingarfulltrúa er varðar dagsektir.

Tillagan samþykkt samhljóða 7-0


2.5. 1202047 - Framsetning og aðgengi að upplýsingum um

mengunarmælingar.

Tillagan samþykkt samhljóða 7-0


3. 1202039 - 4. fundur stýrishóps um skólastefnu 2012-2015.


Fundargerðin framlögð.

4. 1201001 - Þriggja ára fjárhagsáætlun 2013-2015.


Síðari umræða og afgreiðsla með áorðnum breytingum.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir lokaafgreiðslu, gerði grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á frumvarpinu og lagði fram eftirfarandi bókun;
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar fyrir árin 2013-2015 sem ramma um árlegar fjárhagsáætlanir. Endurskoða skal áætlunina í tengslum við afgreiðslu hinna árlegu fjárhagsáætlana. Einstakir sveitarstjórnarfulltrúar áskilja sér rétt til þess að leggja fram og fylgja eftir breytingartillögum við hina samþykktu langtímaáætlun.”
KHÓ gerði grein fyrir framlagningu gagna. AH spurðist fyrir varðandi; rekstur, námskeið, spjaldtölvuvæðingu, breytingu á sorphirðugjöldum og sorpurðunargjaldi, viðhaldsáætlun og álagningu gjalda. SSJ, LJ KHÓ SAF svöruðu fram komnum fyrirspunum. AH ræddi svörin og ítrekaði spurningarnar. SSJ, SAF, KHÓ svöruðu fyrirspurnum. Tillaga um 3ja ára áætlun samþykkt með atkvæðum SSJ SAF BMA ALE. HV, SÁ og AH sitja hjá við afgreiðsluna. AH lagði fram eftirfarandi bókun;
Undirrituð getur ekki samþykkt áætlun sem felur í sér aukna gjaldtöku á íbúa Hvalfjarðarsveitar, þegar ekki blasir við brýn nauðsyn til þess. AH


5. 1202060 - Tillaga L og H lista varðandi skoðanakönnun um nafn á sameinuðum skóla.


Sveitarstjórn samþykkir að skoðanakönnun vegna nafns á sameinaðan leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar og leik og grunnskólasvið skólans skuli berast íbúum í pósti 29. til 30. mars 2012. Skilafrestur skal vera til 6. apríl (samkvæmt póststimpli).
BMA gerði grein fyrir erindinu. HV, LJ, SAF, AH ræddu erindið. SAF lagði til breytingartillögu um að skilafrestur skuli vera 10. apríl (samkvæmt póststimpli).

 

Tillagan með áorðnum breytingum samþykkt samhljóða 7-0


6. 1202052 - Óskað staðfestingar sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar á gjaldskrá slökkviliðsins fyrir árið 2012.


Erindi frá Akraneskaupstað, dagsett 12. febrúar 2012.

Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar 7-0


7. 1202051 - V/ lýsingu vegna deiliskipulags á Grundartanga - vestursvæði.


Erindi frá Faxaflóahöfnum, dagsett 14. febrúar 2012. Þegar sent USN nefnd. Deiliskipulag athafnasvæðis og iðnaðarsvæðis á Grundartanga, vestursvæði, liggur frammi.


Erindið framlagt. Áður vísað í USN nefnd. Samþykkt samhljóða 7-0.

8. 1202056 - Tilnefning í vinnuhóp vegna almenningssamganga.

Erindi frá SSV.


SSJ lagði til að Ása Helgadóttir verði fulltrúi. Tillagan samþykkt 7-0.

9. 1202061 - Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands hf.


Fundarboð aðalfundar og tilnefning fulltrúa Hvalfjarðarsveitar. Ársreikningur og grænt bókhald fyrir árið 2011 liggur frammi.


SSJ lagði til að Sævar Ari Finnbogason verði fulltrúi Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi. Tillagan samþykkt 7-0.

10. 1202030 - Breyting á eignaraðild að Faxaflóahöfnum.


Ný eignarhlutföll og greiðsla sveitarfélaganna fjögurra sem kaupa hlut Borgarbyggðar í Faxaflóahöfnum.


Lagt fram.


11. 1202049 - Götulýsing á veitusvæði Rarik.


Erindi frá Rarik, dagsett 16. febrúar 2012.


Erindinu vísað til skipulags og byggingarfulltrúa. Tillagan samþykkt 7-0.


12. 1104023 - Hitaveituvæðing kaldra svæða í Hvalfjarðarsveit.


Frá Orkuveitu Reykjavíkur, dagsett 22. febrúar 2012.


Erindið er til umfjöllunar í starfshópi um aukna hitaveituvæðingu á köldum svæðum. Lagt fram.13. 1202055 - Frumvarp til laga um félagslega aðstoð(bifreiðastyrkir hreyfihamlaðra), 50. mál.


Erindi frá Alþingi, dagsett 14. febrúar 2012. Þegar sent félagsmálastjóra og formanni fjölskyldunefndar.


Lagt fram.


14. 1202054 - Frumvarp til laga um barnalög (réttindi barns, forsjá, umgengni o.fl.), 290. mál.


Erindi frá Alþingi, dagsett 15. febrúar 2012. Þegar sent félagsmálastjóra og formanni fjölskyldunefndar.


Lagt fram.


15. 1202053 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um faglega úttekt á réttargeðdeildinni að Sogni í Ölfusi, 319. mál.


Erindi frá Alþingi, dagsett 15. febrúar 2012. Þegar sent félagsmálastjóra og formanni fjölskyldunefndar.

Lagt fram.


16. 1202036 - Ályktun kirkjuþings 2011.


Erindi frá þjóðkirkjunni, dagsett 10. febrúar 2012.

SAF ræddi erindið og lagði fram eftirfarandi bókun;
Á Íslandi er bæði trú,- og skoðanafrelsi bundið í stjórnarskrá. Í Aðalnámskrá 2011 er lögð áhersla á hlutverk grunnskólans er að fræða nemendur sína um margbreytileika í menningu og lífsskoðun. Þannig skal stefnt að auknu umburðarlyndi og víðsýni nemenda. Í þeirri fræðslu á vissulega að ríkja umburðarlyndi gagnvart ólíkum trúar- og lífsskoðunum fólks, en slíkt umburðarlyndi þýðir ekki að bænahald, trúarlegt uppeldi eða innræting eigi erindi inn í grunnskóla- eða leikskóla. Það tilheyrir vettvangi fjölskyldunnar og ef sá er boðskapur Kirkjuþings má taka undir hann.SAF, SSJ, ALE, BMA. Lagt fram
.


17. 1202038 - 2. fundur Grunnafjarðarnefndar.

SAF spurðist fyrir varðandi 1. lið í fundargerðinni. SÁ svaraði fram kominni fyrirspurn. Lagt fram.


18. 1202037 - 95. fundur Faxaflóahafna.

Fundargerðin framlögð.


19. 1202057 - 6. og 7. fundargerð um sameiningu þriggja fjallskilasamþykkta.


LJ gerði grein fyrir lið 2 í 7. fundargerð. SSJ ræddi erindið. Fundargerðirnar framlagðar.

 

Oddviti óskaði eftir að taka mál 1202056 til afgreiðslu, erindið var í útsendum gögnum en láðst hafði að setja það á dagskrá. Samþykkt. Verður liður 8. Aðrir líðir í fundarboði færast aftur um einn lið mv. áður útstenda dagskrá.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:30

Efni síðunnar