Fara í efni

Sveitarstjórn

115. fundur 25. október 2011 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson og Björgvin Helgason.


Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.


Að auki sat fundinn sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

1. 1109002F - Sveitarstjórn - 114


SÁ spurðist fyrir varðandi mál 1109028. SSJ svaraði fram kominni fyrirspurn.

Fundargerðin framlögð.


2. 1110037 - Vinnunefnd um forvarnarstefnu, 10. október 2011.


Fundargerðin framlögð.


3. 1110038 - Vinnunefnd um forvarnarstefnu, 17. október 2011.


SSJ lagði til að fundargerðinni verði vísað til fræðslu- og skólanefndar til umfjöllunar. AH ræddi starf æskulýðsfulltrúa. SAF ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. Sveitarstjóri ræddi starfshlutfall og starf æskulýðsfulltrúa. Tillaga um að vísa fundargerðinni til fræðslu- og skólanefndar samþykkt samhljóða 7-0.

Fundargerðin framlögð.


4. 1110041 - 1. fundur ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar.


Fundargerðin framlögð.


5. 1110011 - Ósk um framlag til tækjakaupa.


Erindi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands, dagsett 3. október 2011.


Tillagan samþykkt 7-0 og vísað í fjárlagagerð fyrir árið 2012


6. 1103036 - Málsmeðferðarreglur um almennar atkvæðagreiðslur í Hvalfjarðarsveit.


Áður á dagskrá 8. mars og 12. júlí 2011.


SAF ræddi fram komin drög. BH ræddi orðalagsbreytingu á 10. og 11. grein. Tillagan samþykkt með áorðnum orðalagsbreytingum 7-0.


7. 1110035 - Fjárhagsáætlun 2012


Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu forsendum og vinnu við áætlunina. Fyrri umræða er áætluð 10. nóvember og síðari 13. desember. AH BH og SÁ leggja til að meðal forsendna við fjárhagsáætlunargerð, sé skoðaður sá möguleiki og svigrúm að lækka álagningarprósentu fasteignagjalda í A flokki í Hvalfjarðarsveit . SAF ræddi fram komna tillögu. SSJ lagði til að vísa fram kominni tillögu til nánari skoðunar hjá skrifstofu sveitarfélagsins. Tillögurnar samþykktar 7-0.


8. 1109051 - Minnisblað um flæði- og kerbrotagryfjur á Grundartanga.


Frestað af 114. fundi sveitarstjórnar. Fundargögn áður send.


AH ræddi fram komið minnisblað og spurningar frá Hvalfjarðarsveit. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum varðandi kerbrotagryfjur. AH ræddi fram komin svör. SSJ ræddi minnisblaðið. SAF ræddi erindið og lagði til að fram komnu minnisblaði verði vísað til umfjöllunar í umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd. AH ræddi erindið. Tillaga um að vísa erindinu til umhverfis- skipulag- og náttúruverndarnefndar samþykkt samhljóða. 7-0.


9. 1109045 - Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2012-2023 og innleiðing á rammatilskipun Evrópusambandsins um úrgang (2008/98/EB) í íslenskan rétt.


Frestað af 114. fundi sveitarstjórnar. Fundargögn áður send.


Erindið hefur verið sent til umhverfis- skipulags- og byggingarnefndar og til byggingarfulltrúa. AH ræddi erindið. Lagt fram.


10. 1109038 - Sveitarfélög geri aðgerðaáætlanir um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum.


Frestað af 114. fundi sveitarstjórnar. Fundargögn áður send.


Áður vísað til kynningar í fjölskyldunefnd. Lagt fram.


11. 1109032 - Fjármál sveitarfélaga.


Frestað af 114. fundi sveitarstjórnar. Fundargögn áður send.


Lagt fram.


12. 1110006 - Áhrif nýrra sveitarstjórnarlaga á stjórnsýslu.


Frestað af 114. fundi sveitarstjórnar. Fundargögn áður send.


Lagt fram.


13. 1110007 - Niðurstöður úr æskulýðsrannsókninni Ungt fólk 2011, í 5. 6. og 7. bekk grunnskóla.


Frestað af 114. fundi sveitarstjórnar. Fundargögn áður send.


Erindið hefur verið sent skólastjóra og til fræðslu- og skólanefndar. Lagt fram.


14. 1110009 - Hvatning vegna kvennafrídagsins 25. október nk.


Frestað af 114. fundi sveitarstjórnar. Fundargögn áður send.


Lagt fram.


15. 1110010 - Ályktanir aðalfundar SSV 2011.


Frestað af 114. fundi sveitarstjórnar. Fundargögn áður send.


Lagt fram.


16. 1110012 - Endurgerð og varðveisla Kútters Sigurfara GK 17.


Frestað af 114. fundi sveitarstjórnar. Fundargögn áður send.


Lagt fram.


17. 1110032 - Fjárhagsáætlun Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2012.


Frá Faxaflóahöfnum, dagsett 14. október 2011.


Fram lögð.


18. 1110042 - Stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum.


Erindi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dagsett 11. október 2011. Þegar sent fræðslu- og skólanefnd.


Lagt fram.


19. 1110044 - Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga.


Frá Umhverfisstofnun, dagsett 11. október 2011. Þegar sent Skúla Lýðssyni og Andreu Önnu Guðjónsdóttur.


AH spurðist fyrir varðandi fundarboðun á ársfund og fyrirhugað námskeið sveitarstjórnar. Sveitarstjóri svaraði fram komnum fyrirspurnum.

Lagt fram.


20. 1110050 - Athugasemdir vegna umsagna.


Frá Umhverfisráðuneytinu. Vegna stjórnsýslukæru varðandi útgáfu starfsleyfis fyrir Stjörnugrís hf.


Lagt fram.


21. 1110045 - Stjórnsýslukærur vegna útgáfu starfsleyfis til handa Stjörnugrís hf. að Melum í Hvalfjarðarsveit.


Frá Lex lögmannsstofu, dagsett 19. október 2011. Þegar sent lögmanni sveitarfélagsins.


Lagt fram.


22. 1110047 - Bréf til Velferðarráðuneytisins, frumvarp til laga 2012.


Frá Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilinu, dagsett 12. október 2011.


SAF ræddi erindið og lýsti áhyggjum af niðurskurði hjá Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili. Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur stjórnar Höfða varðandi niðurskurðaráform á fjárlögum til Höfða. Bókunin samþykkt 7-0.


23. 1010052 - Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 breyting, Grundartangi


Bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 12. október 2011. Staðfesting á aðalskipulagi.


Lagt fram.


24. 1110048 - Gjaldskrábreyting í Fíflholtum.


Frá Sorpurðun Vesturlands, dagsett 10. október 2011.


Lagt fram.


25. 1110036 - 91. fundur Faxaflóahafna.


Fundargerðin framlögð.


26. 1110039 - 83. fundur stjórnar SSV, 29. september 2011.


Fundargerðin framlögð.


27. 1110040 - 58.fundur Menningarráðs Vesturlands.


Fundargerðin framlögð.


28. 1110046 - Stjórnarfundur Sorpurðunar Vesturlands, 7. október 2011.


Fundargerðin framlögð.


29. 1110049 - Fundur í samgöngunefnd SSV, 12. september 2011.


Fundargerðin framlögð.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.43


Efni síðunnar