Fara í efni

Sveitarstjórn

108. fundur 18. maí 2011 kl. 16:10 - 18:10

Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Stefán Ármannsson og Björgvin Helgason.


Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Leitaði afbrigða að taka lið 13. til afgreiðslu á undan lið 11. samþykkt samhljóða.

1. 1105001F - Sveitarstjórn - 107


Fundargerðin framlögð.


2. 1105037 - 64. fundur fræðslu- og skólanefndar.


Formaður ræddi fundargerðina og fór yfir ráðningarferli varðandi umsókn um starf skólastjóra sameinaðs leik- og grunnskóla. Til máls tóku ÁH. Fundargerðin framlögð.


3. 1105038 - 34. fundur menningarmálanefndar.


Fundargerðin framlögð.


4. 1105032 - 35. fundur menningarmálanefndar.


SAF ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.


5. 1105039 - 36. fundur menningarmálanefndar.


Fundargerðin framlögð.


6. 1105045 - 29. verkfundur vegna byggingu nýs Heiðarskóla.


Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins. Fundargerðin framlögð.


7. 1105048 - 1. fundur nýsköpunarsjóðs Hvalfjarðarsveitar.


SAF ræddi fundargerðina, verkefni nefndarinnar og skipun varamanna. Lagði fram tillögu um skipa 3 varamenn í stjórn nýsköpunarsjóðs. Tillagan
samþykkt samhljóða. Tillaga um varamenn; E listi tilnefnir Söru M Ólafsdóttur, H listi Ásu Helgadóttur L listi Sigurbjörgu Kristmundsdóttur. BMA benti á að breyta þurfi erindisbréfi. Tillaga um varamenn samþykkt samhljóða. Fundargerðin framlögð.


8. 1105044 - Starfsmannamál - ráðning skólastjóra í sameinaða leik- og grunnskóla.


Sveitarstjóri ræddi umsóknir um starfið og tók undir tillögu fræðslu- og skólanefndar varðandi ráðningu Ingibjargar Hannesdóttur í starf skólastjóra sameinaðs leik- og grunnskóla. Tillagan er samþykkt með 6 greiddum atkvæðum. HV situr hjá við afgreiðsluna.


9. 1105021 - Samningur Fjölbrautaskóla Vesturlands.


Tilnefning í fulltrúaráð.


Tillaga um Þórdísi Þórisdóttur sem aðalmann og Björgvin Helgason sem varamann. Tillagan samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum.


10. 1103050 - Skólaakstur Heiðarskóla og FVA.


Tillaga lögð fram á síðasta fundi.


Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við skólameistara FVA sem fullyrti að skólinn muni standa fyrir skólaakstri frá Borgarnesi að FVA að öllu óbreyttu enda hafi viðbótarfjármagn komið frá Menntamálaráðuneyti til skólaaksturs.


11. 1104068 - Umsókn um styrk vegna borunar eftir neysluvatni fyrir Herdísarholt.


Frestað af síðasta fundi.


Til máls tóku; SSJ, SAF HV. SSJ lagði til að styrkur verði veittur í samræmi við 6 grein í reglum varðandi styrktarsjóð vegna endurbóta á vatnsveitum. Fjármunum verði ráðstafað af liðnum sem afmarkaður er nú þegar í fjárhagsáætlun styrkurinn skv reglunum nemur kr; 213.246.- Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum. Sveitarstjórn beinir því til sveitarstjóra að hafa samband við þá aðila sem áður höfðu sent inn erindi sem falla að reglum sjóðsins og eru í skýrslunni varðandi kaldavatnsmál í Hvalfjarðarsveit. Samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


12. 1104035 - Reiðvegamál


Frestað af síðasta fundi. Gögnum dreift á síðasta fundi.


SAF ræddi erindið lagði fram tillögu; Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við þær tvær leiðir sem bent hefur verið á og vísar því til bréfritara að finna hagstæðustu útfærslu verksins miðað við það fjármagn sem samþykkt hefur verið í verkið. SSJ SÁ ÁH tóku til máls. Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


13. 1011049 - Tillaga H- og L- lista að fjármagni til ráðstöfunar vegna viðhalds, nýlagningar og lagfæringar vatnsbóla.


Frestað af síðasta fundi. Tillaga lögð fram á síðasta fundi.


SSJ HV SAF ræddu drögin. Tillaga um reglur styrktarsjóðsins samþykktar með sjö greiddum atkvæðum.


14. 1105033 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis Kúludalsá.


Erindi frá Sýslumanninum í Borgarnesi, dagsett 9. maí 2011.


Sveitarstjórn samþykkir veitingu rekstrarleyfis fyrir sitt leiti að uppfylltum öðrum skilyrðum. Samþykkt með sjö greiddum atkvæðum. Vísað til skipulags- og byggingarfulltrúa.


15. 1105040 - Sala eigna.


Erindi sveitarstjóra varðandi sölu á raðhúsum, Skólastíg 1-5.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir tilboðinu og lagði til að ganga að samþykktu tilboði tilboðsgjafa. SSJ lagði fram eftirfarandi; Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitastjóra umboð til sölu á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs. Samþykkt með sjö greiddum atkvæðum


16. 1105042 - Sparkvöllur við Heiðarskóla.


A) Erindi frá Ingibjörgu Hörpu Ólafsdóttur, dagsett 13. maí 2011. B) Bréf frá foreldrafélagi Heiðarskóla, dagsett 16. maí 2011.


BMA ræddi erindið og las upp svarbréf til bréfritara. Lagði fram eftirfarandi bókun; sveitarstjórn felur sveitarstjóra, formanni fræðslu- og skólanefndar og skipulags og byggingarfulltrúa að leita samstarfsaðila við að reisa sparkvöll við Heiðarskóla til samræmis við tillögu sveitarstjórnar frá 4. nóvember sl. Bókun samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.
Til máls tóku; HV. sveitarstjóri lagði fram samantekt frá fjármálastjóra, SAF, ÁH, BMA, SÁ, SSJ


17. 1105046 - Frumvarp til laga um breyt. á lögreglulögum (fækkun lögregluumdæma o.fl.), 753. mál.


Frá Alþingi, dagsett 12. maí 2011. Þegar sent sveitarstjórn og sveitarstjóra.


SAF ræddi erindið og lagði fram svohljóðandi bókun; Sveitarstjórn hefur áður borist ályktun aðalfundar Lögreglufélags Vesturlands, sem lýsir áhyggjum yfir tillögum um fækkun og stækkun lögregluumdæma í frumvarpinu Lögreglufélagið hefur einnig áhyggjur af þeirri hagræðingarkröfu sem boðuð er í frumvarpinu. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir ályktun aðalfundar Lögreglufélags Vesturlands. Sveitarstjóra er falið að koma þessum athugasemdum á framfæri. Jafnframt tekur sveitarstjórn undir bókun stjórnar SSV frá 16. maí varðandi erindið. Bókun samþykkt með sjö greiddum atkvæðum. Til máls tóku SAF og HV.

 

18. 1105047 - Samgönguáætlun og sóknaráætlanir landshluta.


Frá Innanríkisráðuneytinu, dagsett 10. maí 2011. Þegar sent sveitarstjórn.


SAF lagði til að HV og SAF verði falið að mæta á þingið. Samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


19. 1104042 - Landakaup nr. 136691 og 194793.


Frestað af síðasta fundi. Gögnum áður dreift.


Til máls tóku sveitarstjóri og ÁH. Erindið framlagt


20. 1105022 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, aðalfundarboð og ársreikningur 2010.


Frestað af síðasta fundi. Ársreikningur liggur frammi.


Framlagður


21. 1105015 - Kynnisferð sveitarstjórnarmanna til Brussel 5.-9. júní nk.


Frestað af síðasta fundi.


Til máls tók SAF. Erindið framlagt.


22. 1104066 - Skýrsla um samstarfsverkefni um þjóðlendumál og upplýsingar varðandi hnitsetningu landamerkja.


Frestað af síðasta fundi.


Framlögð.


23. 1104062 - Ársreikningur og ársskýrsla Menningarráðs Vesturlands 2010.


Frestað af síðasta fundi. Liggur frammi.


Framlagður og ársskýrsla framlögð.


24. 1104053 - Samantekt hafnarstjóra í apríl 2011 varðandi skipulag og starfsemi á Grundartanga.


Frestað af síðasta fundi. Liggur frammi.


Til máls tóku ÁH, BH sem lagði til að vísa erindinu til kynningar í umhverfisnefnd og skipulags- og byggingarnefnd. Tillagan er samþykkt með sjö greiddum atkvæðum. Framlagt


25. 1104043 - Ársreikningur 2010 frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.


Frestað af síðasta fundi. Liggur frammi.


Framlagður

 

26. 1105013 - Frumvarp til laga um vatnalög og rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu (tímalengd nýtingarleyfa og forgangsréttur), 720. mál.


Frestað af síðasta fundi. Áður sent skipulags- og byggingarfulltrúa og formanni umhverfisnefndar.


HV lagði til að vísa erindinu einnig til formanns skipulags- og byggingarnefndar, samþykkt. Framlagt


27. 1104045 - Frumvarp til laga um grunnskóla (bættur réttur nemenda o.fl.) 747. mál.


Frestað af síðasta fundi. Áður sent sveitarstjórn, form. fræðslu- og skólanefndar og grunnskólastjóra.


Framlagt


28. 1105041 - Ársreikningur Byggðasafnsins í Görðum Akranesi 2010.


Liggur frammi.


Framlagður.


29. 1105043 - Minnisblað vegna samstarfs vegna girðingarverkefnis í Hvalfjarðarsveit frá Svarthamarsrétt að Kúhallará.


Frá Hallfreði Vilhjálmssyni, dagsett 16. maí 2011.


Til máls tók BMA. Framlagt.


30. 1104054 - 86. fundur Faxaflóahafna sf.


Frestað af síðasta fundi.


Fundargerðin framlögð.


31. 1104049 - 5. aðalfundur Menningarráð Vesturlands 2011.


Frestað af síðasta fundi.


Fundargerðin framlögð.


32. 1104048 - Fundargerð samgöngunefndar SSV, 13. apríl 2011.


Frestað af síðasta fundi.


SSJ ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. ÁH og HV tóku til máls. Fundargerðin framlögð.


33. 1104040 - Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands 5. apríl 2011.


Frestað af síðasta fundi.


Fundargerðin framlögð.


34. 1105025 - Fundargerð 786. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.


Frestað af síðasta fundi.


Fundargerðin framlögð.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 19:18

Efni síðunnar