Fara í efni

Sveitarstjórn

107. fundur 10. maí 2011 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Stefán Ármannsson.


Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.

 


Í veikindaforföllum Sigurðar Sverris Jónssonar oddvita, setti Ása Helgadóttir varaoddviti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til dagskrár. Kallaði ÁH eftir athugasemdum vegna fundarboðunar. Samþykkt.
Ræddi fund með Metanorku sem haldinn var í apríl mán. varðandi orkumál lýsti áhuga á verkefninu. Og fund með Ólafi Jóhannssyni formanni framkvæmdanefndar nýbyggingar Heiðarskóla. Óskaði eftir að aðalbókari kæmi stax á dagskrá, óskaði eftir að taka saman lið 6. 45. 48. 51. Samþykkt.
ÁH leitaði afbrigða að taka 2 fundargerðir Hitaveitufélags Hvalfjarðar á dagskrá. Samþykkt samhljóða.


Að auki sátu fundinn, skipulags- og byggingarfulltrúi og aðalbókari auk sveitarstjóra.

 


Dagskrá:


1. 1104002F - Sveitarstjórn - 106


Til máls tóku AH varðandi lið 4. og lið 20. HV ræddi lið 20. Sveitarstjóri svaraði fram komnum fyrirspurnum. Fundargerðin framlögð.

 

2. 1104003F - Skipulags- og byggingarnefnd - 105


Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir fundargerðina og svaraði fram komnum fyrrirspurnum. Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum.


2.1. 1105006 - Marbakki,nýtt sumarhús


Tillagan samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum.


2.2. 1010053 - Grundartangi deiliskipulag vestursvæði


Tillagan samþykkt með sex greiddum atkvæðum. AH situr hjá við afgreiðsluna.


2.3. 1102017 - Starfsmannamál, tillaga frá E-lista.


Lagt fram.

3. 1105016 - 2. fundur samráðshóps um sameiningu skóla.


BMA fór yfir fundargerðina. AH ræddi lið 4. og fl. BMA svaraði fram komnum fyrirspurnum. Fundargerðin framlögð.


4. 1105017 - 3. fundur samráðshóps um sameiningu skóla.


BMA fór yfir fundargerðina. Til máls tóku; AH og SAF ræddu óhefðbundið nám. BMA svaraði fram komnum fyrirspurnum. Fundargerðin framlögð.


5. 1105029 - 62. fundur og skólanefndar.


Formaður ræddi efnisatriði fundargerðarinnar og lagði fram svohljóðandi tillögu;
Tillaga - Skipun ungmennaráðs.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar skipar sjö fulltrúa á aldrinum 13 - 18 ára í ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar að fengnum tilnefningum og skulu þeir eiga lögheimili í Hvalfjarðarsveit. Skipunartími ráðsins er tvö ár í senn og skulu fulltrúar þess skipaðir á fundi sveitarstjórnar í september annað hvert ár. Ráðið fundar með sveitarstjórn a.m.k tvisvar á hverju starfsári. Ráðið fundar a.m.k fimm sinnum yfir starfsárið. Starfsmaður ráðsins væri æskulýðs- og tómstundafulltrúi. Sveitarstjórn beinir því til fræðslu- og skólanefndar að setja nánari reglur um hlutverk og val í ungmennaráðið. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.
Beiðni um ferðastyrk, fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.
Til máls tóku; AH HV SAF. SÁ ræddi ungmennaráð, málstofu. Sveitarstjóri og BMA svöruðu fram komnum fyrirspurnum.
Bókun undir lið 9 í fundargerð fræðslu- og skólanefndar nr. 63: Bókun AH, HV og SÁ. Finnst miður að tillögur um samráðshóp nemenda og málstofu um skólamál skuli ekki hafa náð fram að ganga nú á vormánuðum, samhliða vinnu fræðslu- og skólanefndar, ráðgjafa hennar og samráðshópsins sem nú er starfandi.
Fundargerðin framlögð.


6. 1105009 - 20. fundur fjölskyldunefndar Hvalfjarðarsveitar.


Til máls tóku; Formaður, ræddi fundargerðina. HV ræddi forvarnaráætlun. SAF svaraði fyrirspurnum. Fundargerðin framlögð.


7. 1105010 - Fundur kjörstjórnar í Hvalfjarðarsveit, 31. mars 2011.


Fundargerðin framlögð.


8. 1105011 - Fundur kjörstjórnar í Hvalfjarðarsveit, 8. apríl 2011.


Fundargerðin framlögð.


9. 1105012 - Fundur kjörstjórnar í Hvalfjarðarsveit, 9. apríl 2011.


Fundargerðin framlögð.


10. 1105008 - 7. fundur atvinnumálanefndar Hvalfjarðarsveitar.


Fundargerðin framlögð.


11. 1105001 - 25. verkfundur vegna byggingar nýs Heiðarskóla.


Fundargerðin framlögð.


12. 1105002 - 26. verkfundur vegna byggingu nýs Heiðarskóla.


Fundargerðin framlögð.


13. 1105003 - 27. verkfundur vegna byggingu nýs Heiðarskóla.


Fundargerðin framlögð.


14. 1105026 - 28. verkfundur byggingu nýs Heiðarskóla.


AH spurðist fyrir um lóðaframkvæmdir. ÁH svaraði fram komnum fyrirspurnum. Framkvæmdir innanhúss og utan eru á áætlun. Fundargerðin framlögð.


15. 1104023 - Starfshópur um hitaveituvæðingu kaldra svæða.


2. fundargerð.


ÁH fór yfir stöðuna. SAF ræddi fundargerðina. Fundargerðin framlögð.


16. 1105021 - Drög af samningi um Fjölbrautaskóla Vesturlands.


Frá Fjölbrautaskóla Vesturlands, dagsett 4. maí 2011.


Sveitarstjóri fór yfir drögin og breytingarnar á samningnum. AH lagði til að samþykkja samninginn og lagði fram tillögu; Tillaga: HV, AH og SÁ gera það að tillögu sinni að Þórdís Þórisdóttir verði annar fulltrúi Hvalfjarðarsveitar í fulltrúaráði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, skv. 4.gr. samningsins.
Samningurinn samþykktur samhljóða. Tillaga um frestun tilnefningu. Samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


HV tók undir með AH. SAF lagði til frestun á tillögu. SSJ lagði til frestun.

17. 1103050 - Skólaakstur Heiðarskóla.


SSJ vék af fundi vegna vanhæfis.
Sveitarstjóri fór yfir skólaakstur og hugmyndir varðandi skólaakstur í FVA. Lagði til að samningurinn verði framlengdur í eitt ár. Ræddi mögulegan akstur frá Melahverfi að FVA vegna framhaldsskólanemenda. Tillaga vegna skólaaksturs:
SÁ, HV og AH leggja til að erindinu verði frestað til næsta lögbundna fundar

sveitarstjórnar þar til möguleg lausn er fundin á akstursfyrirkomulagi vegna nemenda í FVA, vegna hugsanlegrar samnýtingar á skólabílum. Tillagan samþykkt með sex greiddum atkvæðum.
Til máls tóku BMA SAF SÁ AH.
SSJ tók aftur sæti á fundinum.


18. 1104068 - Umsókn um styrk vegna borunar eftir neysluvatni fyrir Herdísarholt.


Erindi frá Gunnari H. Tyrfingssyni, dagsett 13. apríl 2011.


Frestað til næsta fundar sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða.


19. 1104067 - Óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar á gjaldskrá slökkviliðsins.


Erindi frá Akraneskaupstað, dagsett 12. apríl 2011.


Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá slökkviliðsins.


20. 1104064 - Skipulags- og byggingamál - Samstarf ?


Erindi frá Skorradalshreppi, dagsett 27. apríl 2011.


AH BMA SSJ ÁH og HV ræddu erindið. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra, oddvita og oddvita E lista að sitja fundinn. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.


21. 1104038 - Skipulag sumarbústaðalóða í Glammastaðalandi.


Erindi frá Félagi Landeiganda í Glammastaðalandi, dagsett 14. apríl 2011. Erindinu var frestað á 95. fundi sveitarstjórnar.


Sveitarstjóri, SAF, BMA og HV ræddu erindið. Skipulagið var ekki sent Skipulagsstofnun til endanlegrar staðfestingar. Sveitarstjórn samþykkir með sjö greiddum atkvæðum að greiða áfallinn kostnað. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


22. 1105023 - Mál á dagskrá sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar, varðandi Hitaveitufélag Hvalfjarðar sf.


A) Ársreikningur og sameignarfélagssamningur liggja frammi ásamt tölvupóstum 19. apríl, 17. apríl, 28. apríl og bréf sent til sumarhúsaeigenda 27. apríl. B) Málsnúmer: 1104046,1104065,1104072,1104071. C) Umboð á aðalfund 28. apríl. Meirihluti sveitarstjórnar samþykkti umboð til Sigurðar Sverris Jónssonar.


A) Oddviti gerði grein fyrir beiðni meirihluta sveitarstjórnar um frestun aðalfundar. Stjórn HH féllst ekki á þá beiðni.
B) Ársreikningur HH. og framkvæmdaáætlun HH lagt fram.
C) Umboð á aðalfundi 28. apríl til Sigurðar Sverris Jónssonar. Samþykkir SSJ, SAF, ÁH og HV. Atkvæði gegn tillögunni um umboð AH, SÁ og BMA.
Bókun BMA: Þar sem Friðjón Guðmundsson sat í stjórn Hitaveitufélagsins fyrir sveitarfélagið fannst mér rétt að hann færi jafnframt með umboðið á aðalfund félagsins.

Þar sem ég treysti honum til að vinna að heilindum fyrir sveitarfélagið jafnt nú sem áður. Því til hvers að hafa mann í stjórn ef hann fer ekki með umboðið.
Tillaga;
Sveitarstjórn samþykkir að hefja viðræður við stjórn hitaveitufélagsins varðandi samstarf og samvinnu félagsins og Hvalfjarðarsveitar. Jafnframt verði skoðað af sérfróðum aðila í félaga- og stjórnsýslurétti varðandi samþykktirnar og hver gæti verið möguleg ábyrgð Hvalfjarðarsveitar gagnvart núverandi samþykktum á rekstri og skuldbindingum hitaveitufélagsins. Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.
Til máls tóku SAF SÁ HV ÁH BMA AH


23. 1104070 - Kjör í stjórn Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf.


A) Erindi frá Friðjóni Guðmundssyni, dagsett 29. apríl 2011 varðandi úrsögn úr stjórn. B) Tillaga um að Sæmundur Víglundsson taki sæti í stjórn hefur verið samþykkt af fulltrúum í sveitarstjórn á milli funda.


A) Friðjóni Guðmundssyni eru þökkuð vel unnin störf í þágu Hvalfjarðarsveitar.
Til máls tóku; BMA og lagði fram bókun Ég sit hjá við þessa atkvæðagreiðslu þar sem ég er mjög ósátt við þá stöðu sem upp hefur komið um að þörf sé á að skipa annan aðila fyrir sveitarfélagið í stjórn Hitaveitufélagsins.
AH. Undirritaðri þykir miður hvernig framganga fulltrúa í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hafði áhrif á þá atburðarrás í aðdraganda aðalfundar Hitaveitufélags Hvalfjarðar, að fulltrúi sveitarfélagsins og varamaður hans í stjórn félagsins treysta sér ekki til að vinna áfram fyrir hönd sveitarfélagsins í stjórninni. Vegna framgöngu sveitarstjórnar treystir undirrituð sér ekki til að taka þátt í skipun í stjórn félagsins og mun sitja hjá, enda fulltrúar sveitarstjórnar að mati undirritaðrar búin að lýsa vantrausti á sinn fulltrúa í stjórninni, með þeirri aðgerð að taka af honum umboð á aðalfundi.
Arnheiður Hjörleifsdóttir

B) Tillagan samþykkt með fimm atkvæðum. BMA og AH sitja hjá við afgreiðsluna
Til máls tóku; HV, BMA, AH SSJ SAF SÁ


24. 1105014 - Kjör varastjórnarmanns í Hitaveitufélagi Hvalfjarðar.


A) Erindi frá Matthíasi Sigurðssyni, dagsett 29. apríl 2011 varðandi úrsögn úr stjórn. B) Kosning varamanns.


A) Matthíasi Sigurðssyni eru þökkuð vel unnin störf í þágu Hvalfjarðarsveitar.
B) Tillaga um að Sigurður Sverrir Jónsson taki sæti. Samþykkt með atkvæðum ÁH SAF og SSJ. AH SÁ BMA HV sitja hjá við afgreiðsluna.


25. 1104033 - Beiðni um stuðning frá ferðaþjónustuaðilum í Hvalfjarðarsveit og í Kjós.

 

Sveitarstjóri, fulltrúi klasans og sveitarstjóri Kjósahrepps hafa hist. Afgreiðsla Kjósahrepps liggur ekki fyrir.


AH vék sæti við afgreiðsluna. Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við fulltrúa Hvalfjarðarklasans og sveitarstjóra Kjósahrepps. Til máls tóku SAF og lagði fram svohljóðandi tillögu;
Hvalfjarðarklasinn hefur gert áætlanir um starf sitt fram á næsta ár og sveitarstjórn hefur lýst yfir vilja til að koma að þessu verkefni. Það er hinsvegar ekki hægt að verða við því að starfsmaður sveitarfélagsins sé á launum við að vinna fyrir félagsasamtök. Við leggjum því til að veitt sé 500.000 krónum til Hvalfjarðarklasans þegar að búið væri að stofna klasann sem formlega (sem kennitölu) og getur hann þá ráðið til sín starfsmann eftir þörfum.
Þessu fjármagni fylgi sú kvöð að klasinn skili ársfjórðungslega greinargerð um framvindu verkefnisins. Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Til máls tóku; SAF BMA HV. Tillagan er samþykkt með sex atkvæðum.
AH tók aftur sæti á fundinum.


26. 1104035 - Reiðvegamál


Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir viðræðum varðandi erindið. SÁ ræddi erindið. Erindið framlagt. Erindið verður á næsta fundi sveitarstjórnar.


27. 1009072 - Rotþró við heimili í Hvalfjarðarsveit. Greiðsla á kostnaði. Afgreiðslu áður frestað.


Sveitastjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að sveitarfélagið kosti rotþró 3200 l CE merkt, með stútum, lokum ásamt rörum og jarðavegsdúk til siturlagnar við hverja nýbyggingu íbúðarhúss í Hvalfjarðarsveit, á svæðum í sveitarfélaginu þar sem ekki er skipulögð fráveita.Húseigandi annast flutning á verkstað.
Til máls tóku; SAF SÁ ÁH
Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


28. 1011049 - Tillaga H- og L- lista að fjármagni til ráðstöfunar vegna viðhalds, nýlagningar og lagfæringar vatnsbóla.


SAF lagði fram verklagsreglur. Erindinu er frestað til næsta fundar sveitarstjórnar. Samþykkt.


29. 1105024 - Starfsmannamál


A) Laun varaoddvita. B) Veikindaleyfi oddvita.


Sveitarstjóri gerði grein fyrir að óskað væri afstöðu sveitarstjórnar til þess að greiða laun til oddvita í veikindaleyfi og varaoddviti fengi greidd staðgengilslaun. Lagði til að sveitarstjórn samþykkti erindið sb. svar
lögmanns Sambandsins.
Oddviti og varaoddviti viku af fundi. Sveitarstjóri tók við fundarstjórn skv. samþykkt sveitarstjórnar. Tillagan samþykkt með atkvæðum SAF BMA HV. SÁ og AH sitja hjá við afgreiðsluna.
Oddviti og varaoddviti tóku aftur sæti á fundinum.


30. 1104023 - Starfshópur um hitaveituvæðingu kaldra svæða.


Erindisbréf.


Erindisbréf samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


31. 1103024 - Nýsköpunarsjóður Hvalfjarðarsveitar.


Erindisbréf.


Erindisbréf samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


32. 1105027 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis Bjarteyjarsands.


Erindi frá Sýslumanninum í Borgarnesi, dagsett 6. maí 2011.


AH víkur af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir veitingu rekstrarleyfis fyrir sitt leiti að uppfylltum öðrum skilyrðum. Samþykkt með sex greiddum atkvæðum. AH tekur aftur sæti á fundinum.


33. 1105028 - Tillaga um að byggður verði sparkvöllur við íþróttahúsið Heiðarborg samhliða nýjum grunnskóla.


Hallfreður,Arnheiður og Stefán leggja til við sveitarstjórn að tillaga frá 4. nóvember 2010 um að byggður verið sparkvöllur við íþróttahúsið Heiðarborg samhliða nýjum grunnskóla verði tekin til endurskoðunar og afgreiðslu með tilliti til framkvæmdar tíma. Þannig að framkvæmdir hefjist strax samhliða lóðarfrágangi við grunnskólann. Þetta er einnig gert í ljósi góðrar afkomu sveitarfélagsins eins og fram kemur í nýsamþykktum ársreikningi fyrir 2010.


Til máls tóku; HV BMA SAF SÁ SSJ AH. Atkvæði með tillögunni greiða HV AH SÁ. Atkvæði gegn tillögunni greiða atkvæði SSJ ÁH SAF BMA. Tillagan er felld.


34. 1105030 - Ályktun frá Kvenfélaginu Grein um styrk vegna árlegs réttarkaffis í Núparétt.


Ályktun frá Kvenfélaginu Grein, dagsett 6. mars 2011.


BMA lagði fram svohljóðandi tillögu; Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að sveitarfélagið styrki kaffiveitingar og/eða salernisaðstöðu í réttunum haustið 2011 um allt að 250.000 kr. Félagasamtök eða aðrir aðilar geta sótt um styrkinn fyrir Núparétt, Reynisrétt og Svarthamarsrétt til menningarmálanefndar.
Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Jafnframt vísar sveitarstjórn því til menningarmálanefndar að koma með tillögur, í samráði við hagsmunaaðila, fyrir næstu fjárhagsáætlun svo hægt verði að gera ráðstafanir fyrir næsta ár um hvernig auka megi vægi réttanna sem menningar

viðburðar. Birna María Antonsdóttir og Sævar Ari Finnbogason.
Til máls tóku; BMA SSJ SÁ SAF HV ÁH. Tillagan er samþykkt með sex atkvæðum. SSJ situr hjá við afgreiðsluna.


35. 1104050 - Umsagnir um frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga.


Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 18. apríl 2011.


SAF ræddi drögin. Sveitarstjórn tekur undir athugasemdir Sambands íslenskra sveitarfélaga.


36. 1105031 - Rekstraryfirlit 1. ársfjórðungs 2011.


Aðalbókari fór yfir rekstraryfirlitið og svaraði fram komnum fyrirspurnum.
Lagði fram yfirlit yfir sérfræðiþjónustu til sveitarfélagsins, beiðni frá siðasta fundi. Til máls tóku sveitarstjóri, AH, SÁ og SAF. Tillaga: Stefán leggur til að skipulags- og byggingarfulltrúa sé falið að vinna framkvæmdaáætlun varðandi liði í fjárhagsáætlun undir atvinnumál, og varða réttir í sveitarfélaginu. Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


37. 1105022 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, aðalfundarboð og ársreikningur 2010.


Frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, ársreikningur liggur frammi.


Frestað.


38. 1105020 - Aðalfundarboð Faxaflóahafna sf.


A) Frá Faxaflóahöfnum dagsett 29. apríl 2011. B) Umboð á aðalfund.
Til máls tók SSJ og lagði til að Ása Helgadóttir fari með umboðið.


A) Lagt fram.
B) Sveitarstjórn samþykkir að Ása Helgadóttir fari með umboð Hvalfjarðarsveitar á aðalfundinum. Samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum.


39. 1105015 - Kynnisferð sveitarstjórnarmanna til Brussel 5.-9. júní nk.


Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 28. apríl 2011.


Frestað.


40. 1104066 - Skýrsla um samstarfsverkefni um þjóðlendumál og upplýsingar varðandi hnitsetningu landamerkja.


Frá Búnaðarsamtökum Vesturlands, dagsett 15. apríl 2011. Skýrsla liggur frammi.


Frestað.


41. 1104062 - Ársreikningur og ársskýrsla Menningarráðs Vesturlands 2010.


Frá Menningarráði Vesturlands, dagsett 27. apríl 2011. Liggur frammi.


Frestað.


42. 1104053 - Samantekt hafnarstjóra í apríl 2011 varðandi skipulag og starfsemi á Grundartanga.


Frá Faxaflóahöfnum, dagsett 18. apríl 2011. skipulag og starfsemi liggur frammi.


Frestað.


43. 1104061 - Undirritaður menningarsamningur, gildir til ársloka 2013.


Frá Menningarráði Vesturlands, 27. apríl 2011.


Frestað.


44. 1104042 - Landakaup nr. 136691 og 194793.


Frestað.


45. 1104063 - Samstarfssamningur Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar um þjónustu við fatlaða.


Framlagt.


46. 1104043 - Ársreikningur 2010 frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.


Ársreikningur liggur frammi.


Frestað.


47. 1105013 - Frumvarp til laga um vatnalög og rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu (tímalengd nýtingarleyfa og forgangsréttur), 720. mál.


Erindi frá Alþingi, dagsett 15. apríl 2011. Þegar sent formanni umhverfisnefndar og skipulags- og byggingarfulltrúa.


Frestað.


48. 1105004 - Frumvarp til laga um nálgunarbann og brottvísun af heimili, 706. mál.


Erindi frá Alþingi, dagsett 29. apríl 2011. Þegar sent formanni fjölskyldunefndar og félagsmálastjóra.


Lagt fram. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd frumvarpið.


49. 1104057 - Frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 726. mál.

 

Frá Alþingi, dagsett 15. apríl 2011. Þegar sent á sveitarstjórn og formenn nefnda Hvalfjarðarsveitar.


Lagt fram. Sveitarstjórn tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.


50. 1104056 - Frumvarp til laga um orlof (orlof í kjölfar veikinda, EES-reglur), 661. mál.


Frá Alþingi, dagsett 18. apríl 2011. Þegar sent sveitarstjórn, formanni fjölskyldunefndar, félagsmálastjóra og launafulltrúa.


Lagt fram. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd frumvarpið.


51. 1104055 - Frumvarp til laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk (heildarlög), 728. mál.


Frá Alþingi, dagsett 15. apríl 2011. Þegar sent félagsmálastjóra og formanni fjölskyldunefndar.


Lagt fram. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd frumvarpið.


52. 1104045 - Frumvarp til laga um grunnskóla (bættur réttur nemenda o.fl.) 747. mál.


Frá Alþingi, dagsett 26. apríl 2011. Þegar sent formanni fræðslu- og skólanefndar og grunnskólastjóra.


Frestað.


53. 1104054 - 86. fundur Faxaflóahafna sf.


Frestað.


54. 1104049 - 5. aðalfundur Menningarráð Vesturlands 2011.


Frestað.


55. 1104048 - Fundargerð samgöngunefndar SSV, 13. apríl 2011.


Frestað.


56. 1104044 - Ályktun aðalfundar Lögreglufélags Vesturlands.


Frestað.


57. 1104040 - Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands 5. apríl 2011.


Frestað.


58. 1105025 - Fundargerð 786. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.


Frestað.


59. 1105034 - Fundargerðir Hitaveitufélags Hvalfjarðar 16. mars og 28. apríl 2011.


Fundargerðirnar framlagðar.

 

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 22.54

 

Efni síðunnar