Fara í efni

Sveitarstjórn

105. fundur 07. apríl 2011 kl. 16:00 - 18:00

Ása Helgadóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Magnús Ingi Hannesson og Brynjar Ottesen.


Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.

Í veikindaforföllum Sigurðar Sverris Jónssonar oddvita, setti Ása Helgadóttir varaoddviti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til dagskrár. Kallaði ÁH eftir athugasemdum vegna fundarboðunar. SÁ gerði athugasemd vegna fundarboðunar sveitarstjórnar og lagði fram svohljóðandi bókun; Geri hér með athugasemd við fundarboðun en vil byrja á að óska Brynjar Ægi Ottesen velkominn á sinn fyrsta fund sveitarstjórnar. Ég vil gera athugasemd við að sveitarstjóri, oddviti og varaoddviti skuli boða til aukafundar í sveitarstjórn í dag kl. 16.00 þegar enn er fundur um umhverfisvöktun iðjuveranna á Grundartanga, þar er auglýst dagskrá til kl. 16.30


Dagskrá:

1. 1104019 - Þjóðaratkvæðagreiðsla 9. apríl 2011. Fyrirmæli og leiðbeiningar um meðferð kjörskrárstofna frá Þjóðskrá Íslands.


Sveitarstjóri lagði fram kjörskrá og lagið til að gert verði hlé á fundi á meðan sveitarstjórn fer yfir kjörskrána. Samþykkt. Að afloknu fundarhléi. Sveitarstjórn samþykkir með sjö greiddum atkvæðum kjörskrá eins og hún liggur fyrir og staðfestir hana með undirritun sinni.


2. 1103024 - Tillaga um stofnun Nýsköpunarsjóðs Hvalfjarðarsveitar.


Kosning.


Fyrir liggur tillaga um að í stjórninni verði; Hlynur Guðmundsson, Sævar Ari Finnbogason og Hallfreður Vilhjálmsson, afgreiðslu tillögunnar var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar. Oddviti lagði til að þessir aðilar taki sæti í stjórninni. Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


3. 1104015 - Frumvarp til laga um breyt. á vatnalögum, 561. mál.


Þegar sent formanni umhverfisnefndar og skipulags- og byggingarfulltrúa.


SAF ræddi erindið og benti á að umhverfisnefnd hefur fjallað um erindið. Erindið framlagt.


4. 1104014 - Frumvarp til laga um ferðamálaáætlun 2011-2020, 467. mál.


Þegar sent formanni atvinnumálanefndar.

 

Erindið framlagt.


5. 1104020 - Ársskýrsla 2010, Samband íslenskra sveitarfélaga.


Lögð fram á fundi.


Skýrslan framlögð.


6. 1104006 - 54. fundur Menningarráðs Vesturlands og úthlutun styrkja Menningarráðs.
Frá Menningarráði Vesturlands, dagsett 29. mars 2011.


SAF ræddi verkefnin vakti athygli á að Hvalfjarðarsveit sé vakandi fyrir styrkmöguleikum sem þessum. AH ræddi erindið. Fundargerðin framlögð.


7. 1104002 - Minnisblað vegna sumarstarfa fyrir námsmenn og atvinnuleitendur 2011, og umsóknir um styrki.


Sveitarstjóri hefur nú þegar lagt inn umsóknir vegna sumarstarfa.


Sveitarstjóri fór yfir erindið. Ekki hafa borist svör við beiðni Hvalfjarðarsveitar vegna átaksverkefna fyrir ungt fólk í sumar.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:48

Efni síðunnar