Fara í efni

Sveitarstjórn

99. fundur 29. nóvember 2010 kl. 18:00 - 20:00

Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Stefán Ármannsson.


Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.
Að auki sátu fundinn, skipulags- og byggingarfulltrúi Skúli Lýðsson og Kristjana Helga Ólafsdóttir aðalbókari.

 


Dagskrá:


1. 1011003F - Sveitarstjórn - 98


Fundargerðin framlögð.


2. 1009055 - Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2011.


Álagning gjalda fyrir árið 2011.


Milliumræða um fjárhagsáætlun fyrir árið 2011. Sveitarstjóri lagði fram tillögu um óbreyttar álögur frá síðasta ári að undanskyldu rotþróargjaldi sem verður 5.700 kr. HV spurðist fyrir um fund með forstöðumönnum. Tillaga um álagningu gjalda; útsvar verði 13.03%. Samþykkt samhljóða. Fasteignaskattur A flokki 0.47%, B flokki 1.32% og C flokki 1.32 %. Samþykkt samhljóða.


3. 1011067 - Kauptilboð í malarnámu í landi Stóru-Fellsaxlar frá Helga Þorsteinsyni fh. Þróttar ehf.


Erindi frestað á 98. fundi sveitarstjórnar.


Til máls tóku; SSJ, AH, SAF, ÁH, SÁ, LJ. Tillaga E-listans um útboð á rekstri námunnar í landi Stóru-Fellsaxlar. Við gerum það að tillögu okkar að náman verði áfram í eigu sveitarfélagsins og reksturinn á henni verði boðin út og verði í umsjá eins aðila sem mun þá fara með sölu á efni úr námunni. Jafnframt verði það hlutverk skipulags- og byggingarfulltrúa að fylgja því eftir að þeir verktakar sem hafa verið með langtímasamninga um efnistöku úr námunni verði látnir fullnusta þá sérstaklega með tilliti til frágangs. Samþykkir tillögunni eru; HV, AH, SÁ. SSJ, SAF, ÁH, BMA greiða atkvæði gegn tillögunni. Tillagan er felld. Sveitarstjórn samþykkir
tilboðsfjárhæð Þróttar ehf og felur sveitarstjóra að ljúka við samninginn á grundvelli umhverfismatsskýrslu, varðandi frágang og umgengni. Jafnframt er skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá landsskráningu og nákvæma punktastaðsetningu á grundvelli tilboðsins. Tillagan samþykkt með atkvæðum SSV, SAF, BMA og ÁH. HV, SÁ og AH greiða atkvæði gegn tillögunni. Bókun E lista: Það kauptilboð sem barst í námu í landi Stóru-Fellsaxlar, dags. 12.11.2010, er að okkar mati of lágt, og leggjumst við gegn sölunni á grundvelli þessa tilboðs. Rökin eru einkum þau að tilboðið hljóðar upp á tæplega 40% af því mati sem lagt var til grundvallar í útboðsgögnum vegna Heiðarskóla og einnig nær kauptilboðið yfir mun stærra land en lá að baki umræddu verðmætamati. Þegar náman hefur verið fullnýtt er um verðmætt landsvæði að ræða, t.d. til byggingarframkvæmda. Svæðið er að stærstum hluta skilgreint sem námu- og athafnasvæði í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar. Þessu til viðbótar teljum við nauðsynlegt að skoða betur vatnsmál innan svæðisins, en okkur þykir óljóst um vatnstökumöguleika á svæðinu. HV AH SÁ.


4. 1011077 - Málefni fatlaðra og aðkoma að þjónusturáði. Varðar afgreiðslu sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar varðandi aðkomu að þjónusturáði.


Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, dagsett 23. nóvember 2010.


Sveitarstjórn samþykkir að beina þeim tilmælum til stjórnar SSV að fulltrúi Hvalfjarðarsveitar í stjórninni, sem ekki hefur fengið neinn ávinning af þeirri umræðu sem bréfið fjallar um, taki málið til skoðunar innan stjórnar SSV. Samþykkt samhljóða.

 

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:00

Efni síðunnar